Færslur: 2010 Júní

06.06.2010 17:47

Bjarni Sæmundsson RE 30


        1130. Bjarni Sæmundsson RE 30 og 1421. Týr © mynd Laugi, 5. júní 2010

06.06.2010 16:51

Freri RE 73 og Venus HF 519


                                                1345. Freri RE 73


                                  1308. Venus HF 519 © myndir Laugi 5. júní 2010

06.06.2010 15:42

Sæbjörg


                 1627. Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Laugi, 5.júní 2010

06.06.2010 13:07

Bátasafnið í Duushúsum

Hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík eru ekki lengur haldin, enda má segja að útgerð sé orðin hverfandi lítil á þessum stöðum og þeir því orðnir meira þjónustubæir sem nú eru komnir í eina sæng sem Reykjanesbær. Í morgun var þó smá uppákoma í bátasafninu í Duushúsum þar sem gefin voru líkön, haldnar ræður, messa o.fl. Mest voru það fyrrum sjómenn og útgerðarmenn sem mættu, en eins örfáir sjámenn og tók ég smá myndasyrpu, svona til að sýna skipstjóra sem einu sinni voru mjög þekktir sem slíkir o.fl. og koma þessar myndir nú.


                   F.v. Óskar Ingibersson, Arnbjörn Ólafsson og Meinart Nielsen


                 Meinart Nilsen, Einar Guðmundsson og Hafsteinn Guðnason


                    Meinart Nielsen, Emil Þórðarson og Reynald Þorvaldsson


  Guðmundur Garðarsson t.v. og Snorri Gestsson í samræðum og ofan við öxl Guðmundar sést í Einar Guðmundsson


                           Ólafur Björnsson og John Berry (starfandi sjómaður)


                                              Séð yfir gestahópinn


   Líkön eftir Grím Karlsson af 916. Ólafi Magnússyni KE 25 og 601. Ingiber Ólafssyni GK 35


                             916. Ólafur Magnússon KE 25, eftir Grím Karlsson


     Líkön af 567. Guðfinni GK 132 eftir Vilmar Guðmundsson, 916. Ólafur Magnússon KE 25 og 601. Ingiber Ólafsson GK 35

+
                     Óskar Ingibersson flytur ræður © myndir Emil Páll, 6. júní 2010

06.06.2010 12:20

Vigri RE 71


              2104. Vigri RE 71, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Laugi, 5. júní 2010

06.06.2010 09:00

Andrea II, Týr og Árni Friðriksson


                   2241. Andrea II, 1421. Týr og 2350. Árni Friðriksson RE 200


                                                 2241. Andrea II


               2350. Árni Friðriksson RE 200, á Degi Hafsins í Reykjavík í gær
                                    © myndir Laugi, 5. júní 2010

06.06.2010 08:49

Helga RE 49


        2749. Helga RE 49, á Degi Hafsins í Reykjavík © mynd Laugi, 5. júní 2010

06.06.2010 08:41

Kristrún RE 177


             2774. Kristrún RE 177, í Reykjavík í gær © mynd Laugi 5. júní 2010

06.06.2010 08:27

Björgunarsveitin Kjölur

Hér er það björgunarbátur sem notaður hefur verið á höfninni í Reykjavík í gær á Degi Hafsins. En Björgunarsveitin Kjölur hefur þar verið að verki.






                                  © myndir Laugi, á Degi Hafsins 5. júní 2010

06.06.2010 00:00

Koma Beitis NK 123 til Neskaupstaðar

Beitir NK 123 lagðist  að bryggju á Neskaupstað kl 13.00, í gær laugardaginn 5. júní og var þá móttökuathöfn við skipið. Lykill af skipinu var afhentur það gerði Kristján Vilhelmsson frá Samherja og við lyklinum tók Gunnþór Ingvarsson forstjóri SVN. Sigurjón Valdimarsson gaf síðan skipinu nafnið Beitir NK 123, en Sigurjón var skipstjóri á gamla Beiti á meðan SVN átti hann og var búinn að vera skipstjóri á skipum SVN þar áður. Sóknarpresturinn blessaði síðan skipið. Í sjómannamessu á morgun verður afhent sjóferðabæn til Beitis.

Hér birtist myndir sem Bjarni Guðmundsson tók við móttöku skipsins


                             2730. Beitir NK 123 siglir inn Norðfjörðinn


                                 2730. Beitir NK 123, er glæsilegt skip að sjá
                         

                                   2730. Beitir NK 123 kominn að bryggju


                                            Fjölmenni tók á móti skipinu


    Gunnþór Ingvarsson (t.v.) tekur við lykli skipsins frá Kristjáni Vilhelmssyni hjá Samherja


                        Gunnþór Ingvarsson, forstjóri SVN með skipslykilinn


    Sigurjón Valdimarsson fyrrum skipstjóri gerir sig klárann til að gefa skipinu nafn á hefðbundinn máta


                   Of flaskan splundraðist á kynnungi skipsins eins og ætlast var til


                                  Eftir að skipinu hafði verið gefið nafn


                                        Sóknarpresturinn blessaði skipið
 







     Fjölmenni skoðaði skipið © myndir Bjarni G, 5. júní 2010

05.06.2010 23:02

Seefalke frá Cuxhaven

Þetta þýska skip var í Reykjavíkurhöfn í dag á Degi Hafsins


   Seefalke frá Cuxhaven í Reykjavíkurhöfn á Degi Hafsins © mynd Laugi, 5. júní 2010

05.06.2010 22:59

Skútur við tónlistahúsið Hörpu


    Skútur í Reykjavíkurhöfn, Nýja Tónlistahúsið Harpa í baksýn © mynd Laugi, 5. júní 2010

05.06.2010 22:56

Músin

Um nafnið á þessum veit ég ekki, því ég sé aðeins skipaskrárnúmerið en það hefur ekki enn gefið mér svar um nafnið, en myndin er tekin fyrir neðan nýja tónlistahúsið Hörpu við Reykjavíkurhöfn í dag. Samkvæmt áliti fyrir neðan myndina heitir skútan MÚSIN


                                    2725. Músin © mynd Laugi, 5. júní 2010

05.06.2010 22:47

Dagur Hafsins






                 Frá Degi Hafsins í Reykjavík í dag © myndir Laugi 5. júní 2010

05.06.2010 22:13

Westward HO TN 54 og Dagur hafsins

Hann Laugi hefur af og til sent mér mikla myndarpakka, sem aðallega hafa verið frá höfnum Reykjavíkur og ekki sló hann slöku við nú á Degi hafsins og sendi mér hátt í 50 myndir sem ég mun að mestu birta á morgun, en þó hef ég leikinn eitthvað í kvöld og fyrst er það færeyska skútan Wiestward Ho TN 54 sem er hér á landi í heimsókn og hefur komið við í Vestmannaeyjum og á Akranesi áður en hún kom til Reykjavíkur í dag.
















   Koma Westwaed Ho TN 54 til Reykjavíkur í dag vakt mikla athygli og komu margir að skoða skipið, eins og sést á þessum myndum © myndir Laugi 5. júní 2010