Færslur: 2010 Apríl
07.04.2010 08:23
Magni

2686. Magni, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010
07.04.2010 01:00
Hamra-svanur SH 201 / Ensis
Báturinn var smíðaður Molde í Noregi 1964 og hét fyrst Eldborg GK, síðar Albert GK. Árið 1972 kaupir Sigurður Ágústsson hf í Stykkishólmi bátinn og gerir hann út frá Rifi til ársins 1994 og eftir það frá Stykkishólmi til 1996. Bátuirnn var svo seldur til Hollands sama ár og hefur borið þar nafnið Ensis. Þá rak Sigurður Ágústsson fiskverkun á Rifi til ársins 1991.

Í Rifshöfn 9. september 1985
Mynd tekin af stefninu
Í Runavík í maí 1981

Á leið til Færeyjar 1981

Lagt að bryggju á Rifi 1981

Óli Olsen um borð á leið til Færeyja 1981

Fullfermi af rækju 1994

Þessi var tekin 1989 eftir stórt karfahol á rækjuveiðum
238. Hamra-svanur SH 201

Ensis við skelveiðar í Hollandi
Ensis við skelveiðar í Hollandi
© myndir í eigu Óla Olsen
07.04.2010 00:00
Freyr KE 98 / Freyr SF 20 / Margona FR 594

1286. Freyr KE 98 © mynd Emil Páll

1286. Freyr KE 98 © mynd Emil Páll

1286. Freyr SF 20 © mynd Snorrason

1286. Freyr SF 20 © mynd Þór Jónsson

Margona FR 594 © mynd TrawlerPhotos
Smíðanúmer 5 hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1972. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 7. jan. 1973.Yfirbyggður 1991. Seldur úr landi til Skotlands 15. mars 1995. Lengdur í Skotlandi 1995 eða 1996. Sökk í Norðursjó 1999.
Nöfn: Freyr KE 98, Freyr SF 20, Freyr SF 40, Andromeda FR 594 og Margona FR 594.
06.04.2010 17:14
Þekkið þið skipin eða bátana?
Þá er auðvitað spurning hvort einhver þekkir bátanna á myndinni.
Mér var færð mynd þessi að gjöf til birtingar á síðunni, en ljósmyndari er Hannes Þór Ólafsson.

Keflavíkurhöfn ca. 1950 © mynd í eigu Emils Páls, ljósmyndari: Hannes Þór Ólafsson
06.04.2010 17:08
Sæljós GK 2



1315. Sæljós GK 2, í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 6. apríl 2010
06.04.2010 13:41
Tvö flutningaskip föst á Höfn þar sem ósinn er ófær
Loftur Jónsson sendi mér þessar myndir ásamt texta um tvö skip sem eru að hans sögn föst inni á Hornarfirði, vegna þess að ósinn er ófær þessa stundinna. Þetta eru Green Lofoten sem var að lesta freðfisk frá frystihúsinu og Wilson Leer að losa áburð frá Yara, en þeir hafa ákveðið að varpa akkerum, sjálfsagt til vonar og vara. 
Green Lofoten, á Hornarfirði
Skemmtilegt stefnismerki Green Lofoten
Wilson Leer, á Hornarfirði © myndir Loftur Jónsson, 6. apríl 2010
06.04.2010 12:15
Ingibjörg SH 177 siglir í kjalsoginu á Baldri
Ingibjörg þessi hét fyrst Þytur EA 96 og undir því nafni skipti hún nokkrum sinnum um eigendur og komst því í eign aðila á Árskógsandi, Dalvík, Reykjanesbæ og Reykjavík. Þá varð báturinn Ingibjörg SH 174 með heimahöfn í Ólafsvík, en eigandinn var til heimilis í Reykjavík. Nú er eigandinn fékk fyrrum Odd á Nesi SI, fékk hann nafnið Ingibjörg SH 174 og þessi þá SH 177. Eigandi nú er Útgerðarfélagði Djúpey ehf, en það er skráð í Flatey á Breiðafirði.

2178. Ingibjörg SH 177 leggur úr höfn í Stykkishólmi 
Ingibjörg fer á eftir Baldri
Þar sem leiðinda veður var þá sigldu þeir í kjalsoginu á Baldri, þar var logn
© myndir Ríkarð Ríkarðsson. 1. apríl 2010
06.04.2010 07:25
Óli SH 305
Þetta er annar báturinn sem þeir feðgar Óli og Ragnar Olsen, áttu. Skrokkurinn var smíðaður í Danmörku 1987, Kristján Ó Skagfjörð HF. flutti hann inn til landsins og hafði á sjávarútvegssýningu. Þar keyptu þeir hann árið 1989 og kláruðu að smíða hann. Var hann settur á flot í Reykjavík í mars 1990 og sett í hann Ford Mermed vél 90 hö. Báturinn var gerður út á net og grásleppu.
Brann síðan í Rifshöfn 15. desember 1997 ásamt tveimum öðrum bátum









2041. Óli SH 305. Fyrstu myndirnar sýna ganginn frá því að þeir keyptu hann og þar til hann hafði verið sjósettur. En neðsta myndin sýna rústirnar af bátnum eftir brunann
06.04.2010 00:00
Ottó Wathne NS 90 / Bjarni Gíslason SF 90 / Valur ÍS 18

1324. Ottó Wathne NS 90 © mynd Snorrason

1324. Bjarni Gíslason SF 90 © mynd Snorrason

1324. Bjarni Gíslason SF 90 © mynd Þór Jónsson

1324. Valur ÍS 18 © mynd Emil Páll

1324. Valur ÍS 18, í Sandgerði © mynd Markús Karl Valsson

1324. Valur ÍS 18, á Akranesi © mynd Júlíus V. Guðnason
Smíðanúmer 7 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1973. Yfirbyggður 1991.
Bjarni Gíslason VE 30 sigldi inn í nýja heimahöfn á Súðavík 6. okt. 2005, í eigu Guðjóns M. Kjartanssonar hf., Akranesi.
Frá því í upphafi árs 2009 og fram á haustið var báturinn gerður út á sæbjúguveiðar frá Sandgerði, en síðan var honum lagt á Akranesi og hvort hann er þar ennþá veit ég ekki, en nýverið var hann sleginn Sparisjóðnum í Keflavík á nauðungaruppboði.
Nöfn: Ottó Wathne NS 90, Bjarni Gíslason SF 90, Bjarni Gíslason VE 30 og núverandi nafn: Valur ÍS 18.
05.04.2010 23:23
Óli SH 214
Á morgun kemur síðan annar og sagan heldur áfram.



5194. Óli SH 214
05.04.2010 22:35
Þessar eru flottar

1361. Erling KE © mynd af google, ljósm.: ókunnur

Víkurberg © mynd af google, ljósm. Ókunnur
05.04.2010 20:05
Bjarni Sæmundsson RE 30

1131. Bjarni Sæmundsson RE 30. í Reykjavík á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010
05.04.2010 18:54
Togarinn Keflvíkingur KE 19 í heimahöfn

8. Keflvíkingur KE 19, í heimahöfn sinni Keflavík um 1950
© mynd Kristbjörn Eydal
Síðutogari með smíðanúmerið 720 hjá Alexander Hall & Co Ltd., Aberdeen, Skotlandi 1948. Hljóp af stokkum 14. október 1947, afhent í mars 1948. Seldur úr landi til Grikklands 17. maí 1965 og rifinn í Preus 1967.
Nöfn: Keflvíkingur GK 197, Keflvíkingur KE 19, Vöttur SU 103, Apríl GK 122, en ekki er vitað um nafnið í Grikklandi.
05.04.2010 14:21
Lauganes

2305. Lauganes, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

