Færslur: 2010 Apríl

05.04.2010 12:06

Lundi


      950. Lundi, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

05.04.2010 11:35

Hin Grindvísk ættaða snekkja Regína Del Mar

Það eru ekki margir sem vita það að mikil tengsld eru á milli snekkjunnar Regina Del Mar og Grindavíkur. Þó vita það sumir og hafa bent mér á það. Snekkja þessi var í samstarfi við Hafsúluna og Eldinguna á síðasta sumri en síðan lauk því samstarfi og eftir mikla yfirhalningu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur var snekkjunni lagt í Grindavíkurhöfn þar sem hún er nú.
En hver eru tengslin? Jú, eigandi snekkjunnar er úr Grindavík og sá er meðal þeirra íslendinga sem gera út tvo íslensk smíðaða plastbáta, í Noregi. Reka Íslendingarnir útgerðarfyrirtæki í Noregi og eru eigendurnir frá Húsavík og Grindavík. Í desember sl. fengu þeir stóran og flottan bát frá Trefjum sem heitir Ásta B, og hófu þeir einmitt heimsiglinguna á því að sigla til Grindavíkur. Fyrir áttu þeir þá bátinn Saga K, sem Trefjar afhentu í febrúar 2008. Ekki held ég þó að þetta útgerðarfélag eigi snekkjuna, heldur sé hún einkaeign Grindvíkings úr hópnum.
         7660. Regína Del Mar, í Grindavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 3. apríl 2010

05.04.2010 11:18

Sturla GK 12


                           1272. Sturla GK 12, í Grindavík © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

05.04.2010 00:00

Magnús SH 205 / Gulltoppur ÁR 321 / Sægrímur GK 525

Þessi var smíðaður í Njarðvík á sínum tíma, en hefur síðan verið endurbyggður, það mikið að gárungarnir segja að ekkert sé eftir af gamla bátnum nema botninn.


             2101. Magnús SH 205, ný sjósettur í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1990


         2101. Magnús SH 205, yfirbyggður og breikkaður © mynd Emil Páll, 1992


                           2101. Magnús SH 205 © mynd Þór Jónsson


               2101. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Snorrason


                    2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvík © mynd Emil Páll 2009


                    2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 2009


                 2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 4. jan. 2010


                 2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 4. janúar 2010


               2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 4. janúar 2010

Smíðanúmer 2 hjá Skipabrautinni hf., Njarðvík 1990. Lengdur og breikkaður hjá Skipabrautinni, Njarðvík 1992. Nýtt bakkaþilfar og fleiri breytingar gerðar hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi og lauk þeim í sept. 1994.

Nöfn:  Magnús SH 205, Gulltoppur ÁR 321, Gulltindur ÁR 32, Portland VE 97 og núverandi nafn: Sægrímur GK 525.

04.04.2010 22:16

Ágúst GK 95


              1401. Ágúst GK 95, í Grindavík © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

04.04.2010 19:45

Kristín ÞH 157


                    972. Kristín ÞH 157, í Grindavík  © mynd Emil Páll. 3. apríl 2010

04.04.2010 17:51

Kristrún II RE 477

Þessi hefur verið í leigu hjá Vísi hf., í Grindavík í stað Sighvats GK 57, sem er í viðgerð í Skipasmíðastöð Njarðvíkur vegna tjóns sem varð er hann fékk á sig brotsjó á Húnaflóa á síðsta haustir. Skilst mér að viðgerðin á Sighvati sé á lokastigi og því fari hann fljótlega að koma aftur í útgerð.


                      256. Kristrún II RE 477, í Grindavík © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

04.04.2010 15:40

Kristín ÞH 157, Fjölnir SU 57 og Marta Ágústsdóttir GK 14

Þó þessi þrjú skip séu með skráninganúmer frá þremur mismunandi stöðum, þ.e. ÞH. SU og GK, eru þau þó í raun öll frá Grindavík, því bæði ÞH og SU skipin eru í eigu Vísis, en hitt er heimaskip úr Grindavík.


  972. Kristín ÞH 157, utan á 237. Fjölni SU 57. Aftan við þau er 967. Marta Ágústsdóttir GK 14 og framan við þau er aðkomuskipið 1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

04.04.2010 13:29

Gríðarlegt mengunarslys í uppsiglingu?

Af visir.is:

Vísir,
04. apr. 2010 12:20

Kínverskt kolaskip strandaði við Ástralíu

Kínverskt kolaskip strandaði við Ástralíu
MYND/AP

Kínverskt kolaflutningaskip hefur strandað á Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu og óttast er að gríðarlegt mengunarslys sé í uppsiglingu. Skipið er með 950 tonn af olíu innanborðs og þegar hafa olíuflekkir sést á svæðinu. 23 eru í áhöfn skipsins sem var að flytja kol frá Kína til Ástralíu. Stjórnvöld hafa nú áhyggjur af því að skipið brotni á rifinu og þá sé þetta mikla náttúruundur í mikilli hættu. Kóralrifið er það stærsta sinnar tegundar á jörðinni og er það rúmir 2500 kílómetrar að lengd.

04.04.2010 13:02

Torkennilegt ljós sást á Breiðafirði, varðskip og björgunarsveitir tóku þátt í leit

tyr-a-fullu
                                © Mynd Jón Kr. Friðgeirsson

Af vef Landhelgisgæslunnar:

4.4.2010

Sunnudagur 4. apríl 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:46 aðfaranótt laugardags tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey á Breiðafirði. Samkvæmt fjareftirlitskerfum voru engir bátar á svæðinu, kallað var út á rás 16 og 9 en enginn bátur svarar. Um hálftíma síðar sást ljósið ennþá, var þá ákveðið að kalla út björgunarbátinn á Rifi til að kanna málið. Varðskipið Týr var statt á Breiðafirði og hélt þegar af stað til leitar. . Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi fóru í að athuga hvort einhverja báta vantaði o.s.frv. Varðskipið sigldi um nóttina og fram á morgunn um svæðið suður og suð-vestur af Flatey án þess að nokkurs óeðlilegs yrði vart. Ekki var vitað um neinar skipaferðir á svæðinu á umræddum tíma og heldur ekki um mannaferðir í eyjum. Leit var hætt kl. 0640. Talið er líklegt að um villuljós úr landi hafi verið að ræða.

 

04.04.2010 12:53

Hrefna HF 90

Þennan er augljóslega verið að vinna undir málningu, en búið er að grunna hann og/eða bletta, þar sem hann stendur uppi á bryggju í Hafnarfirði.


    1745 Hrefna HF 90, í Hafnarfirði á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

04.04.2010 10:19

Hvalirnir fjórir


       Hvalirnir fjórir og utan á þeim liggur Þorri VE 50 © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

04.04.2010 10:04

Jón Gunnlaugs ÁR 444 og Kristín ÞH 157


               1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 og 972. Kristín ÞH 157, í Grindavík í gær    Sömu bátar, þá ekki sjáist nema hluti af Kristínu ÞH © myndir Emil Páll, 3. apríl 2010

04.04.2010 00:00

Reykjavíkursyrpa á föstudeginum langa

Hér kemur syrpa sem ég tók á tveimur stöðum við Reykjavíkurhöfn á föstudeginum langa. Myndatökustaðir voru fyrir neðan Kaffivagninn og síðan við hliðina á gömlu lýsistönkunum úti í Örfirisey.


                          Atlavík, Laxdal, Vilborg og einhver sem ég þekki ekki


                                                  Margir í einum hnapp


                                             1262. Vilborg, frá Djúpavík


                                              1590. Freyja VE 260


   1761. Kári AK 33 (stálbáturinn) og 1590. Freyja VE 260 © myndir Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 21:19

Jón Gunnlaugs ÁR 444


       1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010