Færslur: 2010 Apríl

25.04.2010 00:00

Akurey SF 52 / Akurey KE 121 / Akurey SF 122, ásamt strandinu og varðveislunni

Sá bátur sem fær sennilega þá lengstu myndaseríu sem birst hefur hér á síðunni, hafði skráninganúmerið 2 og var smíðaður úr eik 1963 og er nú einhverskonar bar í sinni fyrstu heimahöfn, sem átti að vera vísir að varðveislu. Auk mynda af bátnum í drift eru myndir af strandi bátsins við Hornafjarðarós 1983 og síðan ein af honum eins og hann er í dag.


                            2. Akurey SF 52 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                               2. Akurey SF 52 © mynd Hilmar Bragason


                            2. Akurey SF 52 © mynd Snorrason


                                2. Akurey SF 2 © mynd Hilmar Bragason


                                         2. Akurey SF 52 © mynd Hilmar Bragason


                          2. Akurey SF 2 © mynd Hilmar Bragason


   2. Akurey SF á strandstað við Hornafjarðarós 1983  © mynd Hilmar Bragason 1983


                2. Akurey SF 52 á strandstað © mynd Hilmar Bragason 1983


                2. Akurey SF 52, á strandstað © mynd Hilmar Bragason 1983


                  2. Akurey SF 52, á strandstað © mynd Hilmar Bragason 1983


       2. Akurey SF 52, á strandstað við Hornarfjarðarós © mynd Hilmar Bragason 1983


           2. Akurey SF 52, í höfn í Keflavík © mynd Þorgeir Baldursson 1983


   2. Akurey  KE 121, í Keflavík © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1986-1989


           2. Akurey KE 121, í Keflavík © mynd Emil Páll, á árunum 1986 - 1989


                             2. Akurey SF 122 © mynd af netinu, sverriralla


     2. Akurey SF 52, eins og báturinn er í dag uppi á landi á Hornarfirði © mynd af netinu.

Smíðanúmer 848 hjá Fredriksund Skipværft A/S, Frederiksund, Danmörku 1963. Úreltur i maí 1992 og átti að fargast 21. ágúst 1992, en breytt í krá í Hornarfjarðarhöfn.

Strandaði við Hornarfjarðarós 1983, en náð út fljótlega aftur.

Nöfn: Akurey SF 52, Akurey GK 160, Akurey KE 121 og Akurey SF 122. Eftir að hann var tekinn af skrá var hann nefndur aftur sínu fyrsta nafni þ.e. Akurey SF 52.

24.04.2010 19:25

Sonar og Merike á leið í pottinn?

Nú í nokkur ár hafa legið í Hafnarfjarðarhöfn togaranir Sonar og Merike, sem eru í eigu íslenskra aðila, þó svo að skipin séu skráð erlendis. Samkvæmt fregnum sem borist hafa til eyrna síðuritara, stendur nú til að skipin fari bæði frá Hafnarfirði og í pottinn fræga.


            Merike, er þessi rauði í miðjunni © mynd Emil Páll í Hafnarfirði 6. apríl 2010


          Sonar EK 9901, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010

24.04.2010 17:40

Arney KE 50 / Ársæll ÁR 88

Þar sem frekar er stutt síðan saga þessa báts og seríumyndir af honum voru birtar hér, sleppi ég því núna, þrátt fyrir að þessar myndir hafi vantað í þá seríu.


                                  1014. Arney KE 50 © mynd Hilmar Bragason


                            1014. Ársæll ÁR 66 © mynd Hilmar Bragason

24.04.2010 15:55

Gissur hvíti SF 1

Hilmar Bragason sendi mér þessar myndir af Gissuri hvíta SF 1, en myndirnar fann hann á netinu og er ljósmyndari ókunnur.
                     1070. Gissur hvíti SF 1 © myndir af netinu, ljósmyndari ókunnur

24.04.2010 15:51

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 með kolmunna til Neskaupstaðar

Vilhelm Þorsteinsson EA kom rétt fyrir hádegi í dag með 1100 til 1200 tonn af kolmuna í bræðslu og eitthvað er af frosnum kolmuna sem verður landað í frystigeymsluna
   2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kemur til Neskaupstaðar í morgun © myndir Bjarni G. 24. apríl 2010

24.04.2010 15:49

Garðey SF 22
                                126. Garðey SF 22 © myndir Hilmar Bragason

24.04.2010 10:50

Sigurður Ólafsson SF 44 / Marz KE 197

Af þessum báti birti ég nýlega seríumyndir, en nú hafa komið viðbótarmyndir, sem ég birti. Ljósmyndarar eru ég og Hilmar Bragason


                     787. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Hilmar Bragason


                         787. Marz KE 197 © mynd Emil Páll


    787. Marz KE 197 © mynd Emil Páll

24.04.2010 10:42

Hvanney SF 51

Nú birtast tvær myndir af tveimur bátum, sem báðir bera nafnið Hvanney SF 51 á viðkomandi myndum


                    594. Hvanney SF 51 © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur


                              2403. Hvanney SF 51 © mynd Hilmar Bragason

24.04.2010 09:05

Halldór Jónsson SH 217 verður endurbyggður?


                             540. Halldór Jónsson SH 217, í Hafnarfjarðarhöfn í gær

Eins og flestir vita hefur hinn hálfrar aldar gamli eikarbátur Halldór Jónsson legið lengi í Hafnarfjarðarhöfn og af og til hafa borist fréttir þess efnis að verið sé að skoð þann möguleika að endurbyggja. Nú er það ljóst samkvæmt heimildum síðuhöfundar að þessi bátur sem smíðaður var á Akureyri 1961 og hefur aðeins borið þetta eina nafn verður endurbyggður.


      540. Halldór Jónsson SH 217, sem senn fær vonandi, ef þessar fréttir eru réttar, þá umhirðu sem hann á skilið © myndir Emil Páll, í Hafnarfirði 23. apríl 2010

24.04.2010 08:49

Hamar og Þróttur ex Dímon og Hjallanes

Hafnsögubátarnir tveir í Hafnarfirði, liggja innan girðingar öllum jafnan. Í ferðinni um hafnarsvæðið í gær tók ég meðfylgjandi mynd af bátunum, en annar þeirra var smíðaður í verkið og hinn var smíðaður sem fiskiskip og eftir sex ára notkun á því sviði var honum breytt í núverandi verkefni. Nánar um það fyrir neðan myndina.


    2489. Hamar og 370 Þróttur, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010

Hamar:
Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi, en innréttingar og frágangur að öðru leiti unnin hjá Ósey ehf., í Hafnarfirði árið 2001.

Nöfn: Aðeins þetta eina: Hamar

Þróttur: Smíðanúmer 1 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1963 sem fiskiskip og sex árum síðar eða 1969 var honum breytt í dráttar-, lóðs- og tollbát.

Nöfn: Dímon GK 535, Hjallanes RE 350, Hjallanes SH 140 og núverandi nafn: Þróttur.

24.04.2010 00:00

Heimsókn 2 í Jónu Eðvalds SF 200 í Hafnarfirði

Rétt eftir páska fór ég í stutta heimsókn um borð í Jónu Eðvalds SF 200 þar sem hún var í stærri dokkinni í Hafnarfirði og áttu skipverjar þá von á að viðhaldsvinnu við skipið myndi ljúka í aprílmánuði. Nú ákvað ég að endurtaka heimsóknina og gefa henni meiri tíma og eins að fara ekki einn, heldur kæmi líka síðueigandinn Markús Karl Valsson. Farið var föstudaginn 23. apríl og þá voru að störfum þrír vélstjórar af fimm um borð, en vélstjóranir hafa þær reglur að yfirvélstjórarnir sem eru tveir, þeir Baldur Sigurgeirsson og Ragnar Logi Björnsson, vinna í einn mánuð og eiga síðan einn mánuð frí, en aðrir vélstjórar sem eru Hjálmar Guðmundsson, Kristján Eiðsson og Svafar Gestsson starfa um borð í sex vikur og eiga síðan þriggja vikna frí. Um borð núna voru því þeir Hjálmar, Svafar og Baldur.
Fyrir utan spjall við þá félaga og þá aðallega Svafar var vélarúmið skoðað að hluta og fleira, en ég læt myndirnar tala, því þær segja meira en fátæk orð mín. Ljóst er að viðgerð mun standa yfir eitthvað fram í maímánuð, því skipið mun fara aftur upp í dokkina og síðan fer skipið á Norsk-íslensku síldina að viðgerð lokinni.


   F.v. Hjálmar Guðmundsson, Svafar Gestsson og Baldur Sigurgeirsson yfirvélstjóri. En í fríi voru Kristján Eiðsson og Ragnar Logi Björnsson yfirvélstjóri


                                    Séð frá skutnum og fram að brúnni


                              Frá svipuðum stað og myndin hér að ofan


                                      Úr vaktherbergi vélstjóranna


                                                      Úr vélarúmi


                                 Aðalvélin upprifin fyrir miðri mynd


                                            Meira úr vélarúmi...


                                        ... og enn meira


                   Svafar sýnir Markúsi Karli Valssyni, eitthvað í vélarúminu


                                         Úr líkamsræktarsalnum


                        Hér sést aftur eftir skipinu og þar með brúin


    2618. Jóna Eðvalds SF 200 við bryggju í Hafnarfirði, en enn á skipið eftir að fara aftur upp í dokkina, auk þess sem eftir er að mála renndurnar og merkinguna á skipið 
                              © myndir Emil Páll, 23. apríl 2010

23.04.2010 22:13

Frá Hafnarfirði

Þessa mynd tók ég í dag í Hafnarfjarðarhöfn og sýnir vinnu við einn Wilsoninn sem þar var.


   Einn Wilsoninn og nokkir rússar í Hafnarfjarðarhöfn í dag og í forgrunn er sandur sem dælt var upp úr sjónum fyrir nokkru © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010

23.04.2010 20:21

Hvaða menn eru þetta?

Þó ég birti þessa fyrirsögn, er hér ekki beint um getraun að ræða, heldur kynningu á því umræðuefni sem verður í mikilli myndasyrpu sem tekin var í Hafnarfirði í dag og birtist hér á síðunni eftir miðnætti í nótt.
                                      © myndir Emil Páll, 23. apríl 2010

23.04.2010 19:45

Rán, Gandi og Frida

Hér sjáum við þrjú skip sem lágu á við sömu bryggjuna í Hafnarfirði í dag, auk þess sem sér mynd er af flutningaskipinu Frida sem var að taka brotajárn í firðinum.


                 F.v. Færeyski togarinn Rán, Gandi VE 171 og Frida í Hafnarfirði í dag


       Brotajárnsskipið Frida, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll,  23. apríl 2010

23.04.2010 11:45

Glæsilegur bátur til sölu

1381. Magnús KE 46, sem er einn af síðustu Bátalónsbátunum sem enn er til í upphaflegri mynd og er enn haffær, er nú til sölu. Bátnum hefur alltaf verið vel við haldið.  Nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 892 8283


                          1381. Magnús KE 46 © mynd Emil Páll, í apríl 2010