Færslur: 2010 Apríl

02.04.2010 12:00

Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11

Þessi kom nýr til Grindavíkur 1963 og var þar í 25 ár, að hann endaði ferilinn í Grindavík, því hann strandaði á Hópsnesi 12. feb. 1988 og ónýttist. Hafði hann alltaf borið sama nafnið og verið í eigu sömu aðilana.


                  103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, nýkominn í fyrsta sinn 
                                 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

02.04.2010 10:35

Sigfús Bergmann GK 38

Þessi var gerður út hérlendis undir þessu sama nafni og af sama fyrirtæki frá því að hann kom nýr 1962 og í 20 ár, en þá var hann seldur til Danmerkur og ég veit ekki annað en að hann sé þar ennþá. Í Danaveldi hefur hann borið nöfnin: Lena Westh R172, Kalina H 61 og Kalina P.  H 61.


                179. Sigfús Bergmann GK 38, í apríl 1963 í Grindavíkurhöfn
                         © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

02.04.2010 09:20

Brimnes RE 27


                                 2770. Brimnes RE 27 © mynd Þór Jónsson

02.04.2010 00:00

Gísli Árni RE 375 / Sunnuberg GK 199 / Arnarnúpur ÞH 272 / Sikuk

Hér er á ferðinni skip sem smíðað var fyrir íslendinga fyrir 45 árum og er ennþá til, þó það sé ekki lengur skráð hér á landi. Birtast hér 14 myndir af skipinu og í raun af fjórum nöfnum og þar með hinu útlenska, en eina skráningu vantar mynd af hérlendis.


               1002. Gísli Árni RE 375, í Reykjavík © mynd Emil Páll


    1002. Gísli Árni RE 375, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


    1002. Gísli Árni RE 375, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


   1002. Gísli Árni RE 375, á gullaldarárunum í rækjuveiðunum © mynd Pétur Sigurgeir Pétursson


                     1002. Sunnuberg GK 199 © mynd Snorrason


         1002. Arnarnúpur ÞH 272, liggur utan á Hágangi © mynd Svafar Gestsson


                             1002. Arnarnúpur ÞH 272 © mynd Svafar Gestsson


             1002. Arnarnúpur ÞH 272, í dokk á Akureyri © mynd Svafar Gestsson


                          1002. Arnarnúpur ÞH 272 © mynd Svafar Gestsson


  1002. Arnarnúpur ÞH 272
   © mynd Jón Páll 1997


                              Sikuk, í St. John's © mynd Flickr.


                                      Sikuk © mynd Flickr.


                                        Sikuk © mynd Flickr.


                Sikuk © mynd dsc Discovery

Smíðanúmer 49 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965. Afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973. Lengdur Noregi 1973. Yfirbyggður 1977. Lengdur aftur 1990. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1992, sem flutt hafði verið notuð frá Noregi.  Seldur úr landi til Nýfundalands (Kanada) 10. febrúar 2004.

Árið 1966 setti Eggert Gíslason, skipstjóri og eigandi Gísla Árna RE 375 síldveiðimet á skipið, sem stóð allt til ársins 1994.

Skipið átti að afhendast til Vopnafjarðar að lokinni loðnuvertíð 1996, en kom þangað á sumardaginn fyrsta 25. apríl.

Eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið lá það að mestu í höfn á Reyðarfirði, þar til það var selt út í febrúarbyrjun 2004, eða í rúm  3 ár.

Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og núverandi nafn: Sikuk.


01.04.2010 21:37

Skipakaup eða aprílgöbb?

Tvær skipasíður birtu fréttir sem eru skrifaðar 1. apríl og eru um skipakaup og/eða sölu. Vegna dagsins veit maður ekki hvort um er að ræða 1.apríl gabb, eða fréttir.
Þeir á Hoffellinu fluttu frétt um að Samherji og Loðnuvinnslan hafi gert samkomulag um að skipta á Hoffellinu og Vilhelm Þorsteinssyni og myndi það fá nafnið Búðafell SU 90. Þá færi Ljósafell til Argentíunu og væri keypt af sömu aðilum og keyptu Vestmannaey á sínum tíma.

Ingólfur Þ. þ.e. Golli flutti frétt um að Kristrún II RE 477 hefði verið seld fyrirtækinu Samasem á Suðureyri og kæmi skipið vestur í kvöld.

Bíð ég þar til ég veit hvor um frétt eða göbb eru að ræða.

01.04.2010 20:35

Addi afi GK 97 kominn til Hólmavíkur

Eins og fram kom hér á síðunni í nótt og eins í gær var Addi afi GK 97 fluttur norður á Strandir þar sem hann verður gerður út á grásleppu. Kom hann til Hólmavíkur í gær og birti vefurinn holmavik.123.is þessa mynd af honum í dag.


         2106. Addi Afi GK 97, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

01.04.2010 17:22

Jón Sigurðsson GK 62


   2275. Jón Sigurðsson GK 62, kemur nýr til Grindavíkur, 1. maí 1996 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

Smíðanúmer 154 hjá Ulstein Hatlö a/s, í Ulsteinvik, Noregi 1978. Afhentur í apríl 1978. Var fiskiskip til 1982, þá þjónustuskip við olíuborpalla í Norðursjó til 1987 og síðan aftur fiskiskip. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Reykjavíkur 22. mars 1996 og til Grindavíkur 1. maí 1996.

Nafnið Jón Sigurðsson er eftir Jóni Sigurðssyni sem keypti Fiskimjög og Lýsi í Grindavík eftir bruna og byggði upp. Um dæmisstafirnir GK 62 eru fengnir til að setja punktinn yfir nafngiftina. Því Jón var alla tím með G 62 sem bílnúmer.

Skipið var selt til Færeyja í júlí 1997. Keyptur aftur árið 2000 og seldur á ný  á sama ári, til Færeyja og þaðan til Noregs. Strandaði 28. jan. 2009 í Heröy við Fosnvad í Noregi, fulllestað.

Nöfn: Torbas M-35-HÖ, Kings Cross FR 380, Jón Sigurðsson GK 62, Jón Sigurðsson TN 1110, Jón Sigurðsson GK 110, Jón Sigurðsson TN 1110, Östranger H-128-AV, Marten Einar H-121-AV og Quo Vadis R-86-K. Ekki er vitað hvort það er enn til, eða hvort það náðist af strandstað 2009.

01.04.2010 15:04

Þorsteinn Gíslason KE 90

Hér sjáum við einn gamlan, sem er í raun nýlega horfinn sjónum okkar, en hann hét síðast Svanur KE 90 og eftir að hafa sokkið í Njarðvíkurhöfn var honum fargað nú í vetur úti í Helguvík.   929. Þorsteinn Gíslason KE 90, nú síðast Svanur KE 90 © mynd í eigu Emils Páls, gefin af einum af velunnurum síðunnar

01.04.2010 13:41

Gullfari GK 111 og Harpa GK 111

Hafsteinn Sæmundsson gerði út nokkur skip frá Grindavík og báru þau aðallega nafnið Harpa GK 111, en hann átti einnig skip sem hét Gullfari GK 111 og hér sjáum við eina Hörpu GK 111 og Gullfara GK 111

           613. Gullfari GK 111 í slipp © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur
Bátur þessi var smíðaður í Skipasmíðastöð Innri-Njarðvíkur 1943 og bar nöfnin:
Guðfinnur GK 132, Farsæll SH 30, Jóhann Þorkelsson ÁR 24, Gullfari GK 111 og
Siggi Gummi ÍS 111. Hann sökk eftir árekstur við ísjaka á Hlöðuvík á Hornströndum
13. júní 1975.


   1244. Harpa GK 111 © mynd í eigu Ljósmyndasafns  Grindavíkur
Þessi var smíðaður hjá Þorgeir & og Ellert hf., á Akranesi 1972 og hefur borið nöfnin:
Harpa GK 111, Grundfirðingur SH 12, Gunnar Bjarnason SH 122 og núverandi nafn:
Blómfríður SH 422.

01.04.2010 13:03

Arnþór og Benni Sæm


   2325. Arnþór GK 20 og 2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 31. mars 2010

01.04.2010 11:07

Hoffell SU 80 í innsiglingunni til Grindavíkur


                     2345. Hoffell SU 80 í innsiglingunni til Grindavíkur 
                          © mynd í eigu LJósmyndasafn Grindavíkur

01.04.2010 10:53

Hera ÞH 60 í Sandgerði

Þessa mynd tók ég í gærmorgun af Húsavíkurbátnum Heru ÞH 60, við bryggju í Sandgerði.


                  67. Hera ÞH 60, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 31. mars 2010

01.04.2010 10:36

Eyborg EA 59


                                        2190. Eyborg EA 59 © mynd Þór Jónsson