Færslur: 2010 Apríl

29.04.2010 20:10

Góð sæbjúguveiði, fer þó á rækjuveiðar

Að undanförnu hafa tveir bátar stundað sæbjúguveiðar frá Sandgerði, en annar þeirra Drífa SH 400 er nú í síðustu veiðiferðinni i bili þar sem báturinn er að fara á rækjuveiðar og mun landa á Grundarfirði, en þaðan er báturinn skráður. Hinn sæbjúgubáturinn Hans Jakob, hefur verið vélavana nú um nokkurn tíma og því ekki verið að veiðum.
Aflabrögðin hafa verið mjög góð hjá Drífu, því í þessum mánuð hafa þeir fjórir menn sem eru á bátnum aflað um 200 tonn. Til stóð að síðasta veiðiferð yrði sú síðasta áður ef farið yrði á rækjuna, en ákveðið var að bæta einni veiðiferð við áður en farið yrði á rækjuna. Er um 5 mínútur voru eftir, í síðustu veiðiferð, urðu þeir fyrir því óhappi að slæðan sem dregin er eftir botnum skemmdist og því kom báturinn í kvöld inn til Njarðvíkur til að fá lánaða slæðu og bæta við þessari veiðiferð og er stefnt að því að koma með fullan bát inn sem eru 17-18 tonn, að þeirri veiðiferð lokinni.

Eins og margir vita er Drífa með eldri bátum sem enn eru í rekstri eða rúmlega hálfrar aldar gömul, smíðuð 1956. Af því tilefni tók ég smá myndasyrpu af bátnum er hann kom til Njarðvíkur í kvöldmatartímanum í kvöld.


           795. Drífa SH 400 siglir inn Stakksfjörðinn á leið til Njarðvíkur í kvöld


                 795. Drífa SH 400 kemur inn fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík


     795. Drífa SH 400 kemur til Njarðvíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 29. apríl 2010

29.04.2010 18:23

Keflvíkingur KE 100 og Höfrungur AK 91

Þessi mynd birtist á forsíðu Ægis árið 1990 og er eftir Inga J. Agnarsson


   967. Keflvíkingur KE 100 og 1413. Höfrungur AK 91 © mynd úr Ægi, Ingi J. Agnarsson 1990

29.04.2010 11:17

Steinunn SF 10

Sæmundur GK 4 heitir þessi bátur í dag og hefur legið í þó nokkur ár við bryggju í Grindavík. Er hann því ekki í notkun, sem stendur, þó á skrá sé. Saga hans verður rakin í máli og myndum síðar hér á síðunni.
                                   1264. Steinunn SF 10 © myndir Hilmar Bragason


29.04.2010 09:12

Jón Bjarnason SF 3

Þennan bát þekkja margir í dag sem Hans Jakob GK 150 og er hann gerður út á sæbjúguveiðar frá Sandgerði.


                      1639. Jón Bjarnason SF 3 © mynd Hilmar Bragason

29.04.2010 08:40

Bjarni Gíslason SF 90

Þessi bátur er enn til og mun í sumar vera í því hlutverki sem Jóhanna ÁR var á síðasta sumri, það er að eltast við hrefnur fyrir hrefnuveiðimenn.


                      1324. Bjarni Gíslason SF 90 © mynd Hilmar Bragason

29.04.2010 00:00

Ásbjörn, Ottó N. Þorláksson, Hólmanes, Ólafur Jónsson, Sigurbjörg, Andey, Örfirisey

Hér kemur smá togarasyrpa, með myndum sem teknar eru á ýmsum tímum, bæði í nútíðinni og eins fyrir einhverjum árum. Ljósmyndarar eru ýmsir eins og fram kemur undir myndunum.


             1578. Ottó N. Þorláksson RE 203, í Reykjavík © mynd Hilmar Bragason


                       1509. Ásbjörn RE 50, í Reykjavík © mynd Hilmar Bragason


                   1471. Ólafur Jónsson GK 404, í Keflavík © mynd Emil Páll


                  1346. Hólmanes SU 1 © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur


                                    1530. Sigurbjörg ÓF 1 © mynd úr Ægir


                           1980. Andey ÍS 440 © mynd Halldór Sveinbjörnsson


                             2170. Örfirisey RE 4 © mynd Snorri Snorrason

28.04.2010 23:10

Ásgeir Frímanns ÓF 21


                    2123. Ásgeir Frímanns ÓF 21 © mynd úr Ægir, Harald M. Valderhaus

28.04.2010 22:29

Óskar fékk á sig brotsjó SV af Hvarfi


                           962. Óskar RE 157, í Sandgerði fyrir einhverjum misserum

Sjóbjörgunarmiðstöðin í Grönnedal á Suður Grænlandi hafði kl. 17:16 á sunnudag samband við Landhelgisgæsluna og upplýsti að þeim hefði borist tilkynning um að kominn væri leki að íslensku skipi, Óskari sem statt var 25 sjómílur SV af Hvarfi. Skömmu síðar bárust Landhelgisgæslunni frekari fregnir frá skipinu, komið hafði brotsjór yfir skipið og leki væri kominn í lest og vélarrúm. Talað var símleiðis við skipverja um kl. 21:10, sögðu þeir dælur skipsins hafa undan, því hefðu þeir ekki óskað eftir aðstoð.

Hafði sjóbjörgunarmiðstöðin í Grönnedal þrátt fyrir það kallað eftir aðstoð og voru tvö nærstödd skip á leið til Óskars, annað þeirra danska varðskipið TRITON, með LYNX þyrlu í viðbragðsstöðu ef illa færi. Veður var mjög slæmt á svæðinu og höfðu dælur skipsins varla undan.

Um kl. 01:30 var tilkynnt að skipið væri komið að ísröndinni og sjór orðinn skaplegur. Skipverjar höfðu þá stjórn á ástandinu en HDMS TRITON fylgir Óskari eftir til Nanartalik þar sem áætlað var að vera komnir  til hafnar seint í gærkvöldi.

Kemur þetta fram á vef Landhelgisgæslunnar


               962. Óskar RE 157, í Njarðvíkurhöfn 2009 © myndir Emil Páll

28.04.2010 18:53

Eríka til Póllands

Erika kom síðustu nótt til Neskaupstaðar með um 800 tonn af kolmuna sem verður landað á Seyðisfirði á morgun en í dag var verið að hífa allt lauslegt dót úr skipinu en Erika fer til Póllands í maí byrjun og á að sandblása skipið allt að utan og innan endurbæta kælikerfi í lestum og einhverjar fleiri endurbætur verða gerðar


      Erika GR-18-119 á Neskaupstað í dag © myndir og texti Bjarni G. 28. apríl 2010

28.04.2010 18:24

Á bryggjunni

Tók nú síðdegis smá bryggjusyrpu í Keflavík, Njarðvík og Grófinni og lítið var um að vera, þó einstaka menn væru að spjalla um skakið sem er að fara að hefjast og sitthvað annað.


                      233. Erling KE 140, búinn að landa og á leið aftur út á miðin


                                    1511. Ragnar Alfreð GK 183, ný málaður


                                                  6707. María KE 16


                                                       Beðið eftir skakinu
         Frændaspjall, f.v. Árni Jónasson og Geir Garðarsson © myndir Emil Páll, 28. apríl 2010

28.04.2010 14:43

Gissur hvíti SF 55


                             964. Gissur hvíti SF 55 © mynd Hilmar Bragason

28.04.2010 12:07

Akurey SF 31


                             1013. Akurey SF 31 © mynd Hilmar Bragason

28.04.2010 08:05

Skálafell SF 95


                         963. Skálafell SF 95 © mynd Hilmar Bragason

28.04.2010 00:00

Togari bakkaði á fiskibát og báðir steinsukku í höfninni. Myndræn frásögn og saga beggja skipanna

Þann 13. janúar 1986, bakkaði togarinn Þórhallur Daníelsson stjórnlaust á Hafnarey SF 36 í Hornafjarðarhöfn og steinsukku bæði skipin. Hér á eftir mun ég birta myndir frá atburðinum svo og sögu og myndasyrpur beggja skipanna.

                                                         Óhappið


     1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 lagðist á hliðina og neðst í vinstra horninu sést yfirbygging 469. Hafnareyjar SF 36


    1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 á hliðinni í höfninni og til hliðar við hann má sjá 469. Hafnarey SF 36, sokkna við bryggjuna ( aðeins stýrishúsið og möstrin sjást).


    1449. Þórhallur Daníelsson á hliðinni og sokkinn í höfninni © myndir Hilmar Bragason

Eins og segir fyrir ofan myndirnar bakkaði togarinn stjórnlaust á Hafnarey og sukku bæði skipin, auk þess sem togarinn lagðist á hliðina í Hornarfjarðarhöfn 13. janúar 1986. Framhald málsins kemur fram undir umsögnum og myndum af skipunum.

                            Erlingur GK 6 / Þórhallur Daníelsson SF 71


   
1449. Erlingur GK 6, í Keflavíkurhöfn, en þangað kom hann nýr. © mynd Emil Páll, 23. desember 1975


                                  1449. Erlingur GK 6 © mynd úr Ægi


                                 Líkan af Erlingi GK 6 © mynd Emil Páll


                   1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                         1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 59 hjá Sterkoder Mekverksted, Kristiansund, Noregi 1975. Seldur úr landi til Nýja Sjálands 19. nóvember 1993. Stækkaður og breytt í flutningaskip fyrir lifandi nautgripi og önnur dýr 2009.

Togarinn kom í fyrsta sinn hingað til lands, til Keflavíkur á Þorláksmessu, 23. desember 1975. Þann 23. mars 1976 kom hann fyrst til löndunar í Sandgerði og var þá fyrsti togarinn sem þangað hafði komið að bryggju.

Eftir að hafa verið bjargað úr höfninni var gert við hann og var hann síðan gerður út undir þessu sama nafni til ársins 1992.

Nöfn: Erlingur GK 6, Þórhallur Daníelsson SF 71, Baldur EA 71 og Baldur og heldur hann því nafni erlendis enn þann dag í dag.

                                     
                              Lyngey SF 61 / Hafnarey SF 36                       469. Lyngey SF 61 © mynd Snorrason


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Hilmar Bragason


                               469. Hafnarey SF 36 © mynd Þór Jónsson


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Snorrason


   469. Hafnarey SF 36, í Keflavíkurhöfn, eftir að honum hafði verið bjargað úr höfninni á Hornarfirði og siglt suður © mynd Emil Páll, 1986.


Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1961. Tekinn af skrá 1986.

Eftir að hann sökk í höfninni eins og áður hefur verið sagt frá var honum bjargað upp og gefinn Björgunarfélaginu á staðnum, sem seldi hann til Dráttarbrautar Keflavíkur, sem ætlaði að gera hann upp. Var bátnum siglt fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur,
Báturinn fékkst hinsvegar ekki skráður á ný og stóð í stappi í nokkurn tíma og á meðan stóð báturinn uppi í Keflavíkurslipp. Þegar Dráttarbrautin var gjaldþrota, var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brenndur  á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík það sama ár.

Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 268, Dan ÍS 268, Hvanney SF 61, Lyngey SF 61, Andri SF 50 og Hafnarey SF 36.

27.04.2010 20:53

Æskan SF 140


                                   936. Æskan SF 140 © mynd Hilmar Bragason