Færslur: 2010 Apríl

18.04.2010 09:32

Keflavík 1966

                               Frá Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2. febrúar 1966

18.04.2010 09:27

Eyjagosið

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessa mynd úr einhverju blaði og fylgdi með að þetta væri Eyjagosið. Sýnist þetta vera gosið í Heimaey 1973 og þarna eru tveir austur þýskir síldveiðibátar, annars vegar svonefndur tappatogari og hins vegar einn af þessum 18 sem komu frá Boizenburg


                                 © mynd úr blaði, sendandi Sigurður Bergþórsson

18.04.2010 09:23

Keflavík 1953

Hér koma tvær tæplega 60 ára gamlar frá Keflavík 
                       Keflavík © myndir Egill Jónsson 1953
18.04.2010 09:07

Grindavík 1972

Hér er ein frá Grindavíkurhöfn, sem ég tók árið 1972. Það tel ég öruggt miðað við bátinn sem er á siglingu innan hafnar, en það mun vera Hálfdán Guðmundsson GK 210 sem kom nýr það árið og sökk síðan í innsiglingunni nokkra mánaða gamall. Fyrir neðan birti ég síðan mynd af bátnum eftir að ég hafði stækkað myndina og náð honum út úr honum og þó hún sé ekki góð má alveg sjá hver þetta sé.


                                 Grindavík ©  mynd Emil Páll 1972


    Ég stækkaði myndina og þá kom í ljós grunur minn, að þetta væri 1214. Hálfdán Guðmundsson GK 210 © mynd Emil Páll

18.04.2010 00:00

Strand Sæbjargar VE 56 í Hornsvík

Sæbjörg VE 56 ex Jón Garðar GK 475, strandaði árið 1984 í Hornsvík í nágrenni Hornafjarðar. Hilmar Bragason sendi mér þessar myndir sem hann hefur tekið af flakinu.


           989. Sæbjörg VE 56, á strandstað í Hornsvík © myndir Hilmar Bragason

17.04.2010 23:32

Borgey SF 57 og leifar af flakinu í dag

5. nóvember 1946 fórst við Hornafjarðarós Borgey SF 57 og á Austurfjörunum við ósinn má enn finna leifar af bátnum.


                             Borgey SF 57 © mynd af google, ljósm. ókunnur


    Leifar af flakinu á Austufjörunum við Hornarfjarðarós, í dag © mynd Hilmar Bragason

17.04.2010 21:23

Sæhrímnir KE 57

Þó um íslenska stálsmíði hafi verið að ræða gekk þessi bátur ekki nema í tæp 20 ár og gekk illa að farga honum, þó það tækist að lokum með aðstoð varðskips.


         261. Sæhrímnir KE 57, fyrir lengingu © mynd Snorrason


   261. Sæhrímnir KE 57, eftir lengingu, úti af Vatnsnesi í Keflavík á leið
til veiða © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 3 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi (nú Garðabæ) 1964, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Lengdur í slippnum í Reykjavík, af Stálvík hf. í febrúar 1966. Úrelding 1984.

Gerð var tilraun til að draga bátinn ásamt fleirum út til Grímsby í Englandi til niðurrifs. Er skipalestin var stödd milli Færeyja og Íslands slitnaði báturinn frá hinum. Varðskip sótti þá bátinn og dró inn í Hvalfjörð. Þann 1. janúar 1985 var hanndreginn í Eiðsvík við Geldinganes. Síðar var honum sökkt 4. júní 1985, djúpt út af Reykjanesi.

Nöfn: Sæhrímnir KE 57, Sæhrímir SH 40, Jónas Guðmundsson SH 18 og Ögmundur ÁR 3.

17.04.2010 20:00

Gosið í Eyjafjallajökli

Eftir hádegi í dag ákvað ég að hvíla aðeins skipa- og bátamyndir og skoða gosið í Eyjafjallajökli, en þó úr fjarlægð. Varð því úr að við fórum tveir skipasíðueigendur í ferð austur fyrir fjall og sýni ég nú sex myndir, sem teknar voru af þremur stöðum. Myndatökustaðirnir voru á Hellisheiði nokkuð frá Kambabrún, austan við Selfoss og á Eyrarbakkavegi. Ekki eru um myndir í návígi að ræða, heldur í þeirri fjarlægð eins og sást til eldfjallsins í jöklinum frá umræddum stöðum. 
                        Gosið í Eyjafjallajökli í dag © myndir Emil Páll, 17. apríl 2010

17.04.2010 19:40

Sæborg GK 68 ex Anna GK 540

Um er að ræða bát þann sem áður var í eigu Festis í Grindavík og bar þá nafnið Anna GK 540.


             2641. Sæborg GK 68, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 17. apríl 2010


17.04.2010 11:16

Ólafsvík


                       Ólafsvík, fyrir einhverjum tuga ára © mynd Emil Páll 

17.04.2010 09:11

Úr Höfnum

Þessi mynd var tekin fyrir einhverjum áratugum í Höfnum á Reykjanesi, meðan einhver útgerð var þaðan.


                            Hafnir, fyrir a.m.k. einum áratug © mynd Emil Páll

17.04.2010 00:00

Heiðrún ÍS 4 / Sólfell GK 62 og myndir af henni sokkinni í Njarðvíkurhöfn

Halda mætti að hér væri á ferðinni Svíþjóðarbátur frá því á lýðveldisárinu, en svo er ekki heldur er um innlenda smíði að ræða. Báturinn endaði ferilinn sinn með því að sökkva í Njarðvikurhöfn og eftir að hafa verið náð upp, liðu nokkrir mánuðir og síðan var báturinn brenndur.


                                 87. Heiðrún ÍS 4 © mynd Snorri Snorrason
   87. Sólfell GK 62, í Njarðvikurhöfn, þar sem hann sökk við
bryggju 21. janúar 1973 © myndir Emil Páll, janúar 1973

Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA, á Akureyri 1944. Sökk í Njarðvíkurhöfn 21. janúar 1973. Náð upp en talin ónýt og brennd undir Vogastapa 10. desember 1973.

Heiðrún ÍS var gerð út frá Suðurnesjum 1956 og 1957 undir skipstjórn Haraldar Ágústssonar og lagði þá upp í Höfnum og var Haraldur aflakóngur Suðurnesja þessi ár. Árið 1960 var báturinn gerður út frá Vogum og þá var skipstjóri Benedikt Árnason og var báturinn það árið aflahæstur í Vogum.

Sólfell GK 62 var með heimahöfn í Höfnum á Reykjanesi.

Nöfn: Hafborg MB 78, Heiðrún ÍS 4, Vestri BA 63 og Sólfell GK 62.

16.04.2010 20:53

Á landleið, en hverjir? Rétt svör komu strax Svanur KE 90 og Hegri KE 107


     Hverjir þetta eru, er ég svona  nokkuð viss, en ætla að bíða með að koma með það þar til í fyrramálið. Til að leyfa öðrum að geta til um nöfnin, en myndin er trúlega frá níunda áratugnum  © mynd Emil Páll

Rétt svör komu strax: 929. Svanur KE 90 og 848. Hegri KE 107

16.04.2010 17:30

Garðar EA 761 / Skarphéðinn GK 35

Hér kemur einn af Svíþjóðarbátunum, þ.e. minni gerðinni, en þessi var til frá 1946 og til 1978 að honum var fargað


            446. Garðar EA 761, að koma inn til Keflavíkur © mynd Snorri Snorrason


   446. Skarphéðinn GK 35, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll, á árunum frá 1971 til 1975

Smíðaður í Svíþjóð 1946, eftir teikningu Bárðar Tómassonar. Dæmdur ónýtur og brenndur í júní 1978.

Nöfn: Garðar EA 761, Garðar GK 161, Björgvin ÍS 515, Skarphéðinni GK 35 og Skarphéðinn SU 588.

16.04.2010 16:01

Hilmir KE 18


                              567. Hilmir KE 18 © mynd Emil Páll, 1965

Smíðaður í Djupvik Varv, Djupvik, Svíþjóð 1934.  Sökk 18. ágúst 1965, 7 sm. NV af Eldey.

Nöfn: Guðfinnur GK 132, Hilmir SU 612, Hilmir TH 235 og Hilmir KE 18.