Færslur: 2010 Apríl

21.04.2010 20:15

Steini GK 34 kominn aftur í örugga höfn

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Landhelgisgæslunni barst kl 08:40 aðstoðarbeiðni frá Steina GK, 5,8 brúttólesta handfærabát með einn mann um borð sem var vélarvana í grennd við Garðskagavita. Rak bátinn hratt í átt að Garðskagaflös, var hann staddur 0,3 sjómílur frá skerjunum.

Kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samstundis eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta á rás 16, haft var samband við við varðskip Landhelgisgæslunnar, einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Keflavík, ásamt björgunarsveitum kölluð út.

Varðskip Landhelgisgæslunnar var statt skammt frá staðnum og tilkynntu þeir kl. 08:47 að þeir muni senda léttabát varðskipsins til aðstoðar. Tíu mínútum síðar var báturinn kominn í tog. Voru þá allar aðgerðir afturkallaðar.

Dró varðskip bátinn í Grófina í Keflavík.


                 6905. Steini GK 34, í Grófinni í kvöld © mynd Emil Páll, 21. apríl 2010

21.04.2010 20:12

Endurbótum á Sighvati GK 57 lokið

Í dag var Sighvati GK 57, rennt úr slipp í Njarðvík, en þar hefur skipið sem kunnugt er verið í miklum endurbótum í framhaldi af sjóstjóni á Húnaflóa á síðasta hausti. Einnig var slipptakan notuð til viðhalds.


   975. Sighvatur GK 57, í kvöldsólinni á síðasta vetrardag © mynd Emil Páll 21. apríl 2010

21.04.2010 17:33

Algeng sjón

Snnilega eru fá skip sem hafa verið mynduð oftar saman, en hvalskipin í Reykjavíkurhöfn. Hér er þó ein nokkuð gömul mynd fengin úr Ægi er sýnir hvalveiðiskipin og litla báta fyrir framan þau. Þessi mynd er þó frábrugðin mörgum öðrum af því að þarna eru hvalskipin öll vel máluð, en þannig er það ekki í dag, eða aðeins 2 máluð af fjórum og hin að grotna niður.


                                   © mynd úr Ægi, fyrir tugum ára

21.04.2010 16:54

Skipasmíðastöð Njarðvíkur


                Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd úr Ægi 1998

21.04.2010 15:18

Gunni ST 31


       7353. Gummi ST 31, í Kokkálsvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  19. apríl 2010

21.04.2010 15:13

Einn gamall

Ekki veit ég hvað þessi hét, en myndin hefur lengi verið í minni eigu.


                                   Einn gamall togari © mynd í eigu Emils Páls

21.04.2010 15:07

Hugrún ST 240


    6911. Hugrún ST 240, í Kokkálsvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  19. apríl 2010

21.04.2010 12:59

Herflutningaskip í Keflavík

Sumarið 1995, nánar tiltekið í júlímánuði komu tvö herflutningaskip til Keflavíkur með hergögn fyrir Varnarliðið og tók ég þá þessar myndir af skipunum.
              Bandrísk herflutningaskip út af Keflavík © myndir Emil Páll, í júli 1995

21.04.2010 12:32

Sæfugl ST 81


    2307. Sæfugl ST 81, í Kokkálsvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. apríl 2010

21.04.2010 09:17

Guðrún Petrína GK 107


           2256. Guðrún Petrína GK 107, í Kokkálsvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  19. apríl 2010

21.04.2010 08:01

Örvar HF 155


     1883. Örvar HF 155, í Kokkálsvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. apríl 2010

21.04.2010 00:00

Gnýfari SH 8 / Sigurberg GK 222 / Eiður EA 13 / Haffari EA 133

Nú kem ég með seriumyndir af einum eikarbátnum sem smíðaður var á Fáskrúðsfirði, 1976 og þessi er enn í notkun. Birti ég þetta hér, þó enn vanti margar myndir af bátnum.


                      1463. Gnýfari SH 8 © mynd Snorrason


                                      1463. Sigurberg GK 222 © mynd Jón Páll


                                1463. Eiður EA 13 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                       1463. Haffari EA 133 © mynd Þór Jónsson


                    1463. Haffari EA 133 © mynd Bjarni G. í apríl 2010

Smíðanúmer 36 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1976 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í ágúst 1976. Árið 2006 var bátnum breytt úr fiskiskipi í bát til farþegaflutninga s.s. sjóstangaveiða á Akureyrarpolli.

Nöfn: Háborg NK 77, Sæunn ÍS 25, Sæunn BA 46, Sæunn BA 13, Gnýfari SH 8, Sigurberg GK 222, Sigurberg EA 222, Manni á Stað GK 44, Manni á Stað NK 44, Manni á Stað SU 100, Eiður EA 13 og núverandi nafn: Haffari EA 133.

20.04.2010 22:24

Sigurey ST 22 og Grímsey ST 2


                         2478. Sigurey ST 22 og 741. Grímsey ST 2 í Kokkálsvík


   2478. Sigurey ST 22, í Kokkálsvík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. apríl 2010

20.04.2010 21:39

Kristbjörg ST 6 og Mummi ST 8


                        7363 Kristbjörg ST 6 og 1991. Mummi ST 8 í Kokkálsvík


    1991. Mummi ST 8, í Kokkálsvík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19 apríl 2010

20.04.2010 20:55

Kópnes ST 65


    7465. Kópnes ST 64, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  20. apríl 2010