Færslur: 2010 Apríl

03.04.2010 19:21

Valþór NS 123


   1081. Valþór NS 123, utan á 2150. Sigurpáli GK 36 og framan við 1636. Farsæl GK 162, í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

03.04.2010 17:03

Tómas Þorvaldsson GK 10


   1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 3. apríl 2010

03.04.2010 15:00

Lundey NS 14


                             155. Lundey NS 14 © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 14:45

Martina RE 25

Hér er á ferðinni bátur sem borið hefur nöfnin: Bergur Pálsson EA 761, Hælsvík GK 350, Sæunn Bjarna GK 260, Martína BA 25 og nú Martína RE 25.


  2361. Martína RE 25, í höfn í Reykjavík á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 14:42

Bára HF 78
     6256. Bára HF 78, í Smábátahöfninni í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 13:20

Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og Páll Jónsson GK 7

Þessar myndir tók ég í morgun í Grindavíkurhöfn og sýna Pál Jónsson GK 7 og Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7


                                               1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7


                                                  1030. Páll Jónsson GK 7


  1030. Páll Jónsson GK 7, 1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og lengst til hægri sést í 2740. Vörður EA 748, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. apríl 2010

03.04.2010 13:05

Egill ÍS 77

Á dögunum birti ég mynd af þessum í Njarðvíkurslipp, rétt fyrir sjósetningu, en þá sagði ég frá því að hann væri kominn með nýjan lit. Hér kemur mynd sem ég tók af honum í Hafnarfjarðarhöfn í gær.


    1990. Egill ÍS 77, í Hafnarfjarðarhöfn á föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 10:27

Ægir í leiguverkefni

Á einhverri skipasíðunni eða á Facebook, ég man ekki hvort var las ég það að varðskipið Ægir væri að fara í leiguverkefni og myndi félagi okkar á skipasíðunum, Guðmundur ST. fara með skipinu í þetta verkefni. Um leið og ég næ nánari fréttum um verkefnið, kem ég með upplýsingar um það fyrir neðan myndina.


    1066. Ægir, í slipp í Reykjavík í gær, föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

Samkvæmt fréttum á mbl.is  er um að ræða þátttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefni á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins, sem gerði frekari uppsagnir hjá Gæslunni óþarfar auk þess sem stefnt yrði að endurráðningu flestra sem þegar hefur verið sagt upp.

Þegar hefur verið skrifað undir rammasamning við Frontex um vilja til samstarfs. Í honum eru hins vegar engar skuldbindingar eða skyldur.

Mun varðskipið Ægir og flugvélin TF-SIF ásamt áhöfnum verði við landamæragæslu á Miðjarðarhafi og svæði milli Kanaríeyja og Vestur-Afríku í sumar. Skipið yrði notað í sex til sjö mánuði við eftirlit en flugvélin þrjá og ekki samfleytt.

03.04.2010 10:11

Verður Mars RE lagt?

Á einhverri skipasíðunni, las ég það að togarinn Mars RE 205 færi eina veiðiferð eftir páska og síðan yrði skipinu lagt ótímabundið.

Þessa mynd tók ég af togaranum í Reykjavíkurhöfn í gær, föstudaginn langa.


              2154. Mars RE 205, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

03.04.2010 00:00

Andrea II með sjóstangaveiðihóp

Næstu daga mun ég birta á fjórða tug mynda sem teknar voru á föstudaginn langa þ.e. 2. apríl 2010 í Hafnarfirði og Reykjavík. Birja ég með því að birta syrpu sem tekin var af Andreu II frá Akranesi, er hún fór með hóp fólks úr Reykjavíkurhöfn,  sem ætlaði á sjóstöng. Sést fyrst þegar skipið bakkar frá bryggju og síðan eftir að hafa bakkað út í höfnina tók það snúning og sigldi síðan út. Fyrsta myndin er af einhverri ástæðu nokkuð skökk, en það verður bara að hafa það.


         2241. Andrea II, siglir út Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 2. apríl 2010

02.04.2010 23:30

Sjómannadagurinn í Keflavík 1950 eða 1951


  Sjómanndagurinn í Keflavík 1950 eða 1951 © mynd Kristbjörn Eydal

Þessa mynd sendi Sigurður Bergþórsson mér og sendi ég bestu þakkir fyrir.

02.04.2010 21:51

Skipin sem voru í höfn á Hornafirði í dag

- BRYGGJURÚNTUR Á FÖSTUDAGINN LANGA Á HORNAFIRÐI

Loftur Jónsson tók rúnt um Höfn í dag og náði mynd af þeim skipum sem voru í höfn. Öll netaskipin frá Skinney Þinganes eru búin að vera með netinn um borð síðan á laugardaginn fyrir Pálmasunnudag. Þetta er í fyrsta skiptið í mjög ár sem ekki er unnið einhverja daga um páskana í saltfiskinum, þar sem að kvótinn hjá fyrirtækinu er verða svo gott sem búinn. Enda er búið að vera ótrúlega mikið fiskerí þessa vertíð og oft hafa verið hátt í 100 tonn samtals á dag hjá bátunum. Sagðist Loftur hafa heyrt um daginn að ekki hafi komið nein sunnanbræla frá áramótum og seldi hann það ekki dýrara en hann keypti það.

              2732. Skinney SF 20, 2403. Hvanney SF 51, 2731. Þórir SF 77 og hafa þeir 3 verið á þorskanetum og drógu þeir upp á laugardags síðasta. Báturinn lengst til hægri er 2040. Þingnes SF 25 og hann er á fiskitrolli innan 3 mílna.

   
                      173, Sigurður Ólafsson SF 44. er búnn að vera á humri


  Dælupraminn Trölli 1405. Þetta er gamli praminn sem að Landsvirkunn átti og þegar hann sökk á sínum tíma. Eftir það var settur í hann rafmótorar í staðinn fyrir díslevélannar og er þetta eini GRÆNI dælupraminn á Íslandi sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og að sögn Lofts er  rosalega gaman að sjá hvað þetta er hjóðlátt. en afkastar allveg svaka helling í rúmmetrum talið og eru þeir að bíða núna eftir að frá kvótann sinn til að dæla upp úr höfninni.

                                   Þjónustubátnum Nökkvi 1406. Sem þjónustar Trölla 


               1379. Erlingur SF 65 og 91. Þórir SF 177 en búið er að leggja þeim og bíða þeir því óráðinni framtíð.

 
    2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 er að bíða eftir að Svafar og félagar á Jónu Eðvalds komi úr slipp og munu þeir þá fara á norsk-íslensku síldina, þegar hún gengur til landsins

   
 
Hluti  útgerðar  Einars Björns Einarssonar, sem hann notar til að flytja túrhesta á Jöklusárlóni á sumrin. Það er allt kvótalaust og án fyrningar  © myndir og texti Loftur Jónsson, Hornafirði, 2. apríl 2010

 

02.04.2010 14:14

Getraun: Þekkið þið flakið?

Ragnar Emilsson tók þessar myndir í morgun rétt austur af Selvogsvita og spurningin er hvort þið þekkið flakið en báturinn fórst fyrir allmörgum árum. Nánar um það, svo og dagsetningu, slyssins sem kostaði mannfórnir, þegar í ljós er komið hvort einhver þekkir flakið. Gef ég mönnum tækifæri til morguns að svara, en þá mun ég birta staðreyndir málsins.


 .Já svarið er komið. það birtist ásamt sögu bátsins fyrir neðan myndirnar, en ágiskun Gunnars TH var rétt.


                            Þekkið þið flakið? © myndir Ragnar Emilsson, 2. apríl 2010

Báturinn hét Vörður RE 295,  er hann rak á land með bilaða vél austan við Selvogsvita, 9. mars 1956, með fullfermi af loðnu. Með bátnum fórst öll áhöfnin samtals 5 manns.

Bátur þessi var kantsettur tvísöfnungur smíðaður af Þórði Jónssyni frá Bergi í Vestmannaeyjum árið 1913 og átti hann bátinn sjálfur og réri á honum fyrstu árin. Báturinn var eini báturinn sem Þórður smíðaði.  Umb. 1937.

Bátur þessi er sagður hafa verið með fullfermi af loðnu sem er nokkuð framúrstefnuleg, en nokkrum árum áður eða 1954, var hann gerður út á humarveiðar frá Grindavík og var skipstjóri þá Jón Eiríksson og lagði hann hjá frystihúsinu í Höfnum.

Nöfn: Enok VE 164, Enok II VE 164, Ingólfur Arnarson VE 187, Ingólfur Arnarson GK 187, Stuðlafoss SU 550, Vörður SU 550 og Vörður RE 295.

02.04.2010 13:50

Andri KE 5

Þessi var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947 og strandaði nokkrum árum síðar og hafði tryggingafélagið gefið hann upp á bátinn er honum var bjargað og var hann gerður upp að nýju. Síðan löngu síðar, eða 7. apríl 1971, hvoldi honum og sökk og þá fórust þrír með honum.


       277. Andri KE 5 © mynd í eigu Emils Páls, gefið af einum velunnara síðunnar

Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947. Stórviðgerð hjá Slippfélaginu í Reykjavík1954 eftir að bátnum sem Skrúður SU 21, hafði rekið upp á Bæjarskerseyri við Sandgerði 6. apríl 1954. Báturinn hafði fengið á sig brot, sem maskaði allt stýrishúsið og bátinn rak stjórnlaust upp á eyrina, en þá var hann gerður út frá Sandgerði. Tryggingafélagið taldi vonlaust að bjarga bátnum og seldi hann því Björgun hf., sama kvöld og hann strandaði. Tók þeim hjá Björgun að ná honum út og var hann kominn í slipp átta dögum eftir strandið.    

Hvoldi og sökk 7. apríl 1971, 14 sm. NV af Garðskaga og fórust þrír með honum.

Nöfn: Skrúður SU 21, Andri BA 100 og Andri KE 5.

02.04.2010 13:32

Ingólfur Þ, og Óðinn Magnason til hamingju

Góð aprílgöbb sem margir trúðu voru birt á öðrum skipasíðum í gær. Voru þau m.a. svo vel treystandi hjá sumum að einn þeirra staðfesti þær sem sannleika á þessari síðu er ég fjallaði um þau.

Því sendi ég höfundum þeirra Ingólfi Þ. og Óðni Magnasyni hamingjuóskir, með sniðugann leik, sem tókst vel..