Færslur: 2010 Apríl

12.04.2010 08:39

Heinaberg SF 7


                       981. Heinaberg SF 7 © mynd Hilmar Bragason

12.04.2010 08:35

Hamravík ST


                6599. Hamravík ST  © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 11. apríl 2010

12.04.2010 00:00

Sigurður Ólafsson fimmtugur

Í síðasta mánuði var liðin hálf öld síðan bátur sá sem nú heitir Sigurður Ólafsson SF 44 kom nýr til heimahafnar á Grundarfirði. Eins og oft er sagt, þá ber hann aldurinn vel og er enn í fullri útgerð. Hér birti ég myndasyrpu frá Hilmari Bragasyni af bátnum og segi undir þeim örlítið frá sögu bátsins.


                      173. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Hilmar Bragason

Smíðaður í Risör í Noregi 1960. Yfirbyggður og lengdur 1987.

Nöfn: Runólfur SH 135, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 35, Sigurður Sveinsson SH 36 og núverandi nafn: Sigurður Ólafsson SF 44.

11.04.2010 22:51

Jón Halldórsson RE 2


                         180. Jón Halldórsson RE 2 © mynd Hilmar Bragason

11.04.2010 21:11

Eskey SF 54

Hilmar Bragason sendi mér þær myndir sem ég birti nú, svo og myndir af öðrum báti, sem ég birti eftir miðnætti í nótt. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir þetta.
                               462. Eskey SF 54 © myndir Hilmar Bragason

11.04.2010 09:10

Þekkið þið þennan? Rétt svar kom hjá Magnúsi Gunnarssyni, þetta var Sævaldur KÓ 20 síðar SH 219

Hér birtast fimm myndir frá Snæfellsnesi sem Óli Olsen hefur sent mér. Fyrstu fjórar myndirnar eru teknar af áhöfninni á Hamra-Svani SH 201, þegar þeir og viðkomandi bátur voru í samfloti yfir Breiðarfjörðinn í norðaustan brælu í október 1985. Ekki man Óli nafnið á bátnum en hann var í eigu Viðars Breiðfjörð á Hellissandi. Fimmta myndin er frá Rifshöfn

Þó það liggi fyrir um hvaða bát sé að ræða, eftir bátagrúsk mitt, mun ég bíða fram á kvöld með að sitja rétt svar inn, svo menn geti spáð í það sé vilji fyrir hendi.

Magnús Gunnarsson kom með rétt svar. Þetta er 279. Sævaldur KÓ 20 í eigu Viðars Breiðfjörð á Hellissandi, stuttu síðar varð hann Sævaldur SH 219. Hann og 560. Helgi SH, voru eins bátar og eru nú báðir ónýtir
   Óþekktur í norðaustan brælu á Breiðafirði í okt. 1985. Er einhver sem þekkir bátinn?


                                                  Rifshöfn í mars 1981 
                                              © myndir í eigu Óla Olsen

 Með mínu bátagrúski og þeim upplýsingar sem Óli gefur upp varðandi eiganda bátsins veit ég hvaða bátur hér er á ferðinni en bíð með að sitja það inn, fyrr en í kvöld, svo menn geti spáð í það ef áhugi er fyrir því.

11.04.2010 09:05

Garðey SF 22 / Fjölnir GK 157 / Carmona M-3-SM

Þessi bátur er smíðaður í Danmörku og var fluttur inn þaðan fjögurra ára gamall og síðan seldur úr landi til Svíþjóða átta áru síðar, þaðan var hann svo seldur til Noregs og er þar ennþá.


                                1759. Garðey SF 22 © mynd Snorrason


                              1759. Garðey SF 22 © mynd Þór Jónsson


                          1759. Fjölnir GK 157


                     Carmona M-3-SM © mynd Shipphotos, Aage Schjölberg 2009

Smíðanúmer 159 hjá Johs Kristensen skipsbyggeri Aps, Hvide Sande, Danmörku 1982. Kom til Hornafjarðar 28. janúar 1987. Seldur úr landi til Svíþjóðar 19. maí 1994 og síðan til Noregs 1997.

Nöfn: Lasiry RI 320, Garðey SF 22, Fjölnir GK 157, Carmona GG 330, Carmona M-333-SM, Carmona M-3-SM og núverandi nafn: Carmona F-72-M

11.04.2010 00:00

Snæfell EA 740 / Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

Þessi norsksmíðaði togari er rétt rúmlega 20 ára gamall og hefur aðeins borið tvö nöfn, en síðara nafnið hefur verið á skipinu í 20 ár, þannig að hann hefur borið það mest allan tímann.


                      1972. Snæfell EA 740 © mynd Snorrason


                   1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Þór Jónsson


                      1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Þór Jónsson


                    1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Þór Jónsson


    1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, í Grindavíkurhöfn á sjómannadag © mynd Emil Páll


          1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Þorgeir Baldursson 2008


                                      1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255


                     1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Kr.Ben

Smíðanúmer 70 hjá Simek, Sigbjörn Iversen A/S, Flekkifjord, Noregi 1988 eftir hönnun Skipteknisk A/S.

Nöfn: Snæfell EA 740 og núverandi nafn: Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

10.04.2010 21:34

Snæfugl SU 20
                                  1976. Snæfugl SU 20 © myndir Þór Jónsson

10.04.2010 20:18

Hólmavíkursyrpa

Jón Halldórsson heldur áfram að gera grásleppubátunum og öðrum sem róa nú frá Hólmavík góð skil á vef sínum holmavik.123.is
Birti ég hér myndir af sex bátum sem hann fjallar um í dag, en vísa jafnframt á vefinn hjá Jóni þar sem eru fleiri myndir af viðkomandi bátum svo og umfjöllun. Nánar á www.holmavik.123.is


                                                  1666.Svala Dís KE 29


                                                  2106. Addi Afi GK 97


                                            2324. Straumur ST 65


                                                       6341. Ólafur ST 52


                                                      7427. Diddi GK 56


           © myndir Jón Halldórsson, www.holmavik.123.is 10. apríl 2004 og þar birtast einnig fleiri myndir og nánari frásögn

10.04.2010 19:15

Hnoðri frá Viðfirði, sjósettur í dag

Lítill bátur. Hnoðri, frá Viðfirði, var sjósettur í dag en eigendur stunda dúntekju á vorin í Viðfirði. Við það tækifæri tók Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað meðfylgjandi myndir.
             Frá sjósetningu Hnoðra, frá Viðfirði, í dag © myndir Bjarni G. 10. apríl 2010

10.04.2010 18:57

Guðbjörg ÍS 46 / Gnúpur GK 11

Þessi tæplega þrítugi skuttogari er enn í fullri útgerð og hefur aðeins borið tvö nöfn á þessum þremur áratugum.


            1579. Guðbjörg ÍS 46 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                             1579. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Þór Jónsson


                 1579. Gnúpur GK 11 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2008


                       1579. Gnúpur GK 11, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 127 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrikk, eftir teikningu frá Ankerlökken Marine A/S, og var ellefti skuttogarinn sem umrædd skipasmíðastöð smíðaði fyrir íslendinga. Kom í fyrsta sinn til Ísafjarðar 5. júli 1981. Hafði þá verið afhentur í upphafi mánaðarins. Lengdur 1988.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 46, Guðbjörg ÍS 460 og núverandi nafn: Gnúpur GK 11.

10.04.2010 14:46

Inga NK gerð klár til veiða á Sæbjúgum

Inga NK 4, frá Neskaupstað er að verða tilbúin til veiða á Sæbjúgum. Tók myndatökumaður síðunnar á staðnum Bjarni Guðmundsson þessar myndir af bátnum í dag.


                             2395. Inga NK 4 á Neskaupstað í dag


   Búið er að smíða á Ingu mikinn gálga fyrir sæbjúguplóginn
                  © myndir Bjarni G. 10. apríl 2010
 

10.04.2010 14:42

Barði NK landar á Neskaupstað

Í nótt kom togarinn Barði NK 120 til heimahafnar á Neskaupstað með fullfermi af frosnum afuðurm.


                 1976. Barði NK 120, á Neskaupstað © mynd Bjarni G. 10. apríl 2010

10.04.2010 12:13

Fanney ÞH 130 / Siggi Þórðar GK 197

Hér kemur eikarbátur sem smíðaður var á Akureyri 1975 og er enn til, þó svo að útgerð hafi verið lítil á honum að undanförnu.


                            1445. Fanney ÞH 130 © mynd Svafar Gestsson


                     1445. Fanney ÞH 130 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                 1445. Siggi Þórðar GK 197, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2009


Smíðanúmer 48 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1975.

Héðinn heitinn Emilsson, Reykjavík breytti bátnum 2003, úr fiskiskipi í fljótandi sumarbústað og þar með farþegaskip. Fjarlægði hann lestina og innréttaði lestina og fram úr.

Nöfn: Fanney ÞH 130, Pétur Jakob SH 37, Skrúður, Skrúður RE 445 og núverandi nafn: Siggi Þórðar GK 197