Færslur: 2010 Apríl

08.04.2010 13:46

Grímsnes GK 555 á rækju


                  89. Grímsnes GK 555 í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 8. apríl 2010, en verið er að undirbúa bátinn til rækjuveiða.

08.04.2010 13:44

Stynga saman nefjum


   586. Stormur SH 333 og 923. Röstin GK 120, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 8. apríl 2010

08.04.2010 12:29

Diddi GK 56 og Addi afi GK 97 á Hólmavík

Þeim fjölgar Suðurnesjabátunum sem fara til veiða útí á landi. Sem dæmi þá eru komnir tveir af Suðurnesjum til að veiða grásleppur frá Hólmavík og fyrir stuttu kom mynd hér frá Jóni Halldórssyni af Adda afa og nú bætist við mynd af hinum báttum Didda, svo og mynd af þeim báðum saman. Jón heldur úti hinum myndarlega vef á Ströndunum er nefnist holmavik.123.is


                                 7427. Diddi GK 56, á Hólmavík í gær


  Suðurnesjabátarnir, 7427. Diddi GK 56 og 2106. Addi afi GK 97, á Hólmavík í gær © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 7. apríl 2010

08.04.2010 12:27

Hilmir ST 1


   7456. Hilmir ST 1, á Hólmavík í gær © mynd Jón Halldórsson. holmavik.123.is. 7. apríl 2010

08.04.2010 10:22

Skarfur HF 30


                    6684. Skarfur HF 30, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 7. apríl 2010

08.04.2010 09:01

Norðurljós HF 73


                 2360. Norðurljós HF 73, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 7. apríl 2010

08.04.2010 09:00

Gamli Þór og olíuskip í hættu

Af dv.is í gær:

Frægt skip í bráðri hættu

Gamla varðskipið Þór lá undir skemmdum í Gufunesi er hann slitnaði upp í norðanhvelli sem gerði í fyrrakvöld og nótt.

Gamla varðskipið Þór lá undir skemmdum í Gufunesi er hann slitnaði upp í norðanhvelli sem gerði í fyrrakvöld og nótt. Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson.

 

Litlu munaði að Thor, áður Þór, sem bundinn hefur verið við bryggju í Gufunesi um langt skeið, ræki upp í grjót er hann slitnaði frá bryggju í norðaustanáhlaupinu aðfaranótt þriðjudags.

Einar Helgi Sigurðsson sá að skipið hafði losnað þegar hann kom til vinnu um morguninn. "Það er yfirleitt ófriður þegar svona blæs hér á þessum slóðum. Mér þótti vænt um að sjá að Faxaflóahafnir létu senda hafnsögubát til þess að koma skipinu til bjargar. Þetta var áður hið sögufræga varðskip Þór, sem háði marga hildi fyrir þjóðina í þorskastríðum fyrri ára. Ég skírði meira að segja eitt barna minna þessu nafni. Ég segi það satt að ef ég ætti pening mundi ég kaupa þetta skip og gera það upp," segir Einar í samtali við DV.

"Gekk á ýmsu"
Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, segir að ábendingar hafi borist um að skipið hefði losnað og því hafi verið sendur hafnsögubátur í Gufunes til að hjálpa gamla varðskipinu að bryggju aftur.
"Það gekk á ýmsu. Við urðum til dæmis að senda hafnsögubát að olíuskipi sem lá við Örfirisey og urðum að halda aftur af því í norðaustanbálinu í tvær klukkustundir."
Þess má geta að afar harðir vindsveipir gengu fram af Esju í fyrrakvöld og nótt með þeim afleiðingum að bílar köstuðust til og að minnsta kosti ein hestakerra fauk á hliðina

 

08.04.2010 08:46

Gulltoppur GK 24 - Sighvatur GK 57 - Tony

Hér sjáum við inn í stóra húsið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og þar má sjá bátanna Gulltopp GK 24 og Sighvat GK 57, sem báðir eru á lokastigi varðandi viðgerði, þ.e. viðhald á Gulltoppi og stórviðgerði á Sighvati eftir sjótjónið í haust. Utan við húsið stendur nú Tony sem áður hét Moby Dick, en samkvæmt nýjustu fréttum er áætlað að hann og Ísafoldin sem liggur í Njarðvíkurhöfn fari til nýrra eigenda á Grænhöfðaeyja þann 1. maí nk.


  1458. Gulltoppur GK 24 og fyrir innan hann sést í 975. Sighvat GK 57


   1458. Gulltoppur GK 24 og 975. Sighvatur GK 57 inni í húsinu og utan við það er það Tony ex Moby Dick © myndir Emil Páll, 7. apríl 2010

08.04.2010 08:34

Hafnarfjörður


                                  Frá Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 7. apríl 2010

08.04.2010 00:00

Fjóla BA 150 / Fjóla SH 808 / Fjóla SH 55

Þessi tæplega fertugi eikarbátur, smíðaður á Fáskrúðsfirði, er enn í útgerð.


                                      1192. Fjóla BA 150 © mynd jakobk.blog.is


                                     1192. Fjóla SH 808 © mynd Jón Páll


     1192. Fjóla SH 808, í Stykkishólmi © mynd Ríkarður Ríkarðsson, 24. mars 2008


  1192. Fjóla SH 55, í Stykkishólmi © mynd Ríkarður Ríkarðsson
                            26. september 2009

Smíðanúmer 26 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Nöfn: Fjóla BA 150, Fjóla SH 808 og núverandi nafn: Fjóla SH 55.

07.04.2010 21:26

Hrafn GK búinn að veiða 1000 tonn af gulllaxi

Af grindavik.is
Hrafn GK búinn að veiða 1000 tonn af gulllaxi

Þrjú skip Þorbjarnar hf. í Grindavík hafa veitt töluvert af gulllaxi en sá fiskur er utan kvóta. Veiðarnar hafa gengið vel en Hrafn GK 111 er búinn að veiða um 1000 tonn það sem af er fiskveiðiárinu og er það met, aflaverðmætið er um 100 milljónir króna. Hrafn Sveinbjarnason GK 255 hefur veitt um 700 tonn og Gnúpur GK 11 um 400 tonn en hann landar næsta mánudag. Alls hafa því skip Þorbjarnar veitt um 2100 tonn af gulllaxi á fiskveiðiárinu sem er met.

Að sögn Eiríks Ó. Dagbjartssonar útgerðarmanns veiðist gulllaxinn frá suðaustur-miðum vestur um og norður á Vestfjarðarmið. Mest er samt veitt hér á suðvestur-miðum.

Hér má sjá veiðar Þorbjarnaskipa á gulllaxi undanfarin ár:

2100 tonn 2009-2010 þar sem af er fiskveiðiárinu
1350 tonn 2008-2009
1150 tonn 2007-2008
2050 tonn 2006-2007
1575 tonn 2005-2006
1110 tonn 2004-2005
1005 tonn 2003-2004

Þess má geta að Hrafn GK 111 landaði 620 tonnum af blönduðum afla í gær. Verðmæti aflans var 145 milljónir og stóð veiðiferðin í 31 dag.

07.04.2010 20:15

Jóna Eðvalds SF, heimsótt

Jóna Eðvalds SF 200 hefur verið síðan fyrir páska í stærri dokkinni í Hafnarfirði og útlit er á að skipið verði þar út þennan mánuð. Unnið er að viðhaldi bæði í vél, málningu o.fl. Síðuritari ákvað að koma þar í stutta heimsókn í dag og hitti ýmsa skipverja s.s. ljósmyndarann okkar góða Svafar Gestsson, sem er vélstjóri á skipinu.


 Síðuritari, Emil Páll og ljósmyndarinn góði og vélstjórinn Svafar Gestsson um borð í Jónu Eðvalds SF 200


                           2618. Jóna Eðvalds SF 200 í stærri dokkinni í Hafnarfirði


Unnið er að ýmsum þáttum meðan skipið er í dokkinni © myndir Emil Páll, 7. apríl 2010

07.04.2010 20:11

Ottó, milli Stakks og Hólmsbergs

Halda mætti samkvæmt myndinni að þarna væri skip að sigla milli klettsins Stakks og Hólmsbergs, þar sem Hólmsbergsviti stendur við Helguvík, en svo er ekki. Heldur er þarna togarinn Ottó að fara fyrir Garðskaga, en hann hefur verið í Hafnarfirði og ber kletturinn og bergið svona í, þar sem myndin er tekin í dag á Vatnsnesi í Keflavík.


 Togarinn Ottó á leið fyrir Garðskagann, en ber í bæði klettinn Stakk og Hólmsbergið © mynd Emil Páll, 7. apríl 2010

07.04.2010 10:17

Óli Færeyingur SH 315 ( 3. Ólinn)

Hér kemur svo 3. Ólinn, í eigu þeirra Óla og Ragnars Olsen. Þessi var keyptur frá Vestmannaeyjum í apríl 1998  hét þá Hafdís GK 32. Hann var síðan seldur til Ólafsvíkur 2000 og þaðan síðan seldur til Noregs 2008.


                            2055. Hafdís GK 32 kemur til Rifshafnar í apríl 1998.

 
      Marion bróðurdóttir Óla færeyings,  gefur bátnum nafnið hans, Óli Færeyingur SH 315 © myndir í eigu Óla Olsen.

Viðbótaupplýsingar frá Emil Páli: Framleiddur hjá Selfa Boat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990, seldur úr landi til Noregs 21. maí 2008.

Nöfn: Hafdís GK 32, Óli Færeyingur SH 315, Regína SH 102, Bugga SH 102, Bugga SH 105, Úlla SH 269 og Úlla SH 279.

Ekkert er vitað um bátinn eftir að hann var seldur úr landi til Noregs.

07.04.2010 09:17

Þorsteinn


                             7647. Þorsteinn © mynd Emil Páll, 6. apríl 2010