Færslur: 2010 Apríl

19.04.2010 16:40

Elektron 2 með sjónarspil

Rétt um klukkan níu í morgum sást til norska flutningaskipsins Elektron 2,sem var að koma frá Grundartanga og stefndi á Garðskagaflös, en ekki eins og skip gera núna eftir siglingabann, þá fara þau dýpra er þau sigla fram hjá Garðskaga. Þegar þetta skip var farið að nálgast flösina tók það beygju og sigldi með fram Garðinum í stefnu á Keflavík, en stuttu síðar beygði það aftur og nú í stefnu á Voga og er það var á móts við golfskálann í Leiru tók það enn aðra stefnu og nú á Reykjavík. Fyrir þá sem ekki trúa, þá hefur í allan dag verið hægt að sjá leið skipsins á AIS.
Auðvitað getur þetta allt verið rétt, en engu að síður fannst mér þetta einkennileg athöfn. Birti ég nú fjórar myndir, þ.e. tvær sem ég tók af skipinu í morgun, önnur frá Hólmsbergsvita og hin frá Vatnsnesi og síðan tók ég mynd af MarineTraffic af skipinu sjálfu. Einnig tók ég mynd af skjámyndinni á AIS með myndavélinni minni og hér má sjá hvað um er rætt og því geta menn dæmt sjálfir.

Elektron 2 © mynd af MarineTraffic


         Elektron 2, séð frá Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, 18. apríl 2010


     Elektron 2, séð frá Hólmsbergsvita við Helguvík © mynd Emil Páll, 18. apríl 2010


   Siglingaleið skipsins í morgun, eins og það kom fram á AIS © mynd af skjánum Emil Páll 18. apríl 2010

19.04.2010 15:26

Niels Jónsson EA 106


         1357. Niels Jónsson EA 106 © mynd Bjarni G. á Akureyri í apríl 2010

19.04.2010 11:04

Hafborg EA 152


      2323. Hafborg EA 152, í slipp á Akureyri © mynd Bjarni G. fyrir nokkrum dögum

19.04.2010 08:07

Nunni EA 87 og Dalborg EA 550

Eins og áður hefur komið fram tók Bjarni G. myndasyrpu á Akureyri, er hann staldraði þar við 16. og 17. apríl sl. og birti ég hluta af myndunum úr þeirri ferð í gær, en hinar birti ég í dag.

 
  1851. Nunni EA 87 og 1866. Dalborg EA 550, á Akureyri © mynd Bjarni G. í apríl 2010

19.04.2010 00:00

Elding MB 14 / Arnarborg GK 75 / Arnarborg / Elding

Skip þetta sem er íslensk smíði, hefur gengt ýmsum hlutverkum á þeim rúmu 40 árum sem liðin eru síðan smíði þess lauk. Það hefur verið björgunarskip, fiskiskip, dráttarskip, skemmti- og dráttarskip og síðan skemmtiskip fyrir 100 farþega. Var þó í upphafi smíðaður eftir teikningum af tundurskeytabáti.


                        1047. Elding MB 14 © mynd Skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson


                    1047. Arnarborg GK 75 © mynd tekin af málverki, Emil Páll


      1047. Arnarborg, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, einhvern tíman á árunum 1980-1984


                   1047. Elding, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll


                   1047. Elding, kemur inn til Reykjavíkur © mynd Emil Páll 2009

Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.

Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.

Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.

Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.

Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding

18.04.2010 19:44

Rifsnes SH 44, Birta SH 13 og Bára SH 27

Þrír bátar á jafnmörgum myndum sem teknar voru af Snorra Birgissyni, í Rifshöfn á Snæfellsnesi í gær.


                                               1136. Rifsnes SH 44


                                                   1927. Birta SH 13


              2102. Bára SH 27 © myndir Snorri Birgisson, í Rifshöfn 17. apríl 2010

18.04.2010 17:51

Örvar SH 777


              2159. Örvar SH 777, í Rifshöfn © mynd Snorri Birgisson, 17. apríl 2010

18.04.2010 17:13

Plastarar á Rifshöfn

Hér koma þrjár myndir sem Snorri Birgisson tók í gær af fjórum plastbátum á Rifshöfn.


                      F.v. 2615. Ingibjörg SH 174 og 2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2


                                                   2540. Lilja SH 16


       2560. Stakkhamar SH 220 © myndir Snorri Birgisson, á Rifshöfn 17. apríl 2010

18.04.2010 14:18

Í endurbyggingu

Þennan bát er verið að gera upp á Akureyri og sá Bjarni Guðmundsson ekki  neitt nafn á honum. Búið er að að skipta um nokkur borð og sauma hann upp að hluta.
              Óþekktur í endurbyggingu á Akureyri © myndir Bjarni G. í apríl 2010

18.04.2010 14:15

Sædís SH 138

Þennan var verið að gera kláran fyrir sjósetningu þegar þeir frændur Óli Olsen og Smári Birgisson rákust á hann.


           2555. Sædís SH 138 © mynd Snorri Birgisson, 17. apríl 2010

18.04.2010 13:07

Súlan EA 300 á leið í pottinn?

Bjarni Guðmundsson tók þessar myndir af Súlunni  EA á Akureyri 16 .og 17. apríl sl. og samkvæmt fréttum sem hann fékk þar er skipið væntalega á leið í pottinn, þar sem hún kom illa út úr þykktarmælingum.


   1060. Súlan EA 300 og 1357. Níels Jónsson EA 106 í slippnum á Akureyri
                               © mynd Bjarni G., 16. apríl 2010
                 1060. Súlan EA 300, fær aðstoð við að komast að bryggju á Akureyri


            1060. Súlan EA 300 komin að bryggju © myndir Bjarni G. 17. apríl 2010

18.04.2010 13:04

Saxhamar SH 50, Magnús SH 205, Rifsnes SH 44 og Örvar SH 777 í Rifshöfn

Þessir fjórir bátar lágu í röð aftan við hvorn annan í Rifshöfn í gær.


  F.v. 1028. Saxhamar SH 50, 1342. Magnús SH 205, 1136. Rifsnes SH 44 og 2159. Örvar SH 777 í Rifshöfn í gær © mynd Snorri Birgisson, 17. apríl 2010

18.04.2010 11:25

Ólafsvíkurbátar

Hér koma myndir af fjórum bátum sem voru í höfn í Ólafsvík í gær og Snorri Birgisson festi á mynd.


                                                      1246. Egill SH 195


                                               1587. Geisli SH 41


                                                1849. Sjöfn EA 142


              2468. Kristinn SH 112 © myndir Snorri Birgisson í Ólafsvík, 17. apríl 2010

18.04.2010 10:58

Hilmir SH 197 kemur inn til Ólafsvíkur

Þeir frændur Óli Olsen og Snorri Birgisson slá ekki slöku við að senda mér myndefni af Snæfellsnesi. Í gær tók Snorri mikla myndasyrpu í Ólafsvík og Rifshöfn og sendi mér og fáum við trúlega að njóta hennar allrar í dag. Þó veðrið hafi verið gott í gær, voru þó flestir bátar í landi og því myndaefni æði mikið.
  2370. Hilmir SH 197, kemur að landi í Ólafsvík © myndir Snorri Birgisson 17. apríl 2010

18.04.2010 09:45

Sæhrímnir KE 57 (eldri)

Hér kemur eina skipið sem Ingvar Guðjónsson lét smíða fyrir sig og er skráð vera úr eik, furu og beiki.


            Sæhrímnir  KE 57 (eldri) © mynd Snorrason

Smíðaður í Fredrikssund 1934 úr eik, furu og beiki. Dæmdur ónýtur vegna fúa 1963 og rifinn sama ár.

Mun þetta vera eina skipið sem hinn þekkti útgerðarmaður Ingvar Guðjónsson lét smíða fyrir sig.

Nöfn: Sæhrímnir SI 80, Sæhrímnir ÍS 28 og Sæhrímnir KE 57.