Færslur: 2010 Apríl

14.04.2010 00:00

Haukur Böðvarsson ÍS 847 / Gullþór KE 70 / Gunnbjörn ÍS 302 / Gunnbjörn ÍS 307 / Valbjörn ÍS 307

Þá er komið að seríumyndum og sá sem varð fyrir valinu, var smíðaður í Njarðvík fyrir 25 árum og er enn þá til, að vísu er hann orðinn frekar í hópi litlu togaranna í dag. Á þessum árum hefur hann  borið sjö nöfn eða skráningar og birtast hér myndir með fimm þeirra.


   1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, nánast tilbúinn til sjósetningar í fyrsta sinn framan við Vélsmiðjuna Hörð í Njarðvik © mynd Emil Páll í ágúst 1984.


                      1686. Gullþór KE 70, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1990


                   1686. Gullþór KE 70, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1990


             1686. Gunnbjörn ÍS 302, óbreyttur © mynd Hafþór Hreiðarsson


              1686. Gunnbjörn ÍS 302, eftir breytingar © mynd Hafþór Hreiðarsson


               1686. Gunnbjörn ÍS 302 © mynd Snorrason


                        1686. Gunnbjörn ÍS 307 © mynd Þorgeir Baldursson


                               1686. Valbjörn ÍS 307 © mynd Flickr.

Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst og afhentur Þorsteini hf., 28. janúar 1985.

Kom fyrst til Suðurnesja undir Gullþórsnafninu á skírdag, 12. apríl 1990 og þá til Njarðvíkur.

Fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.

Lengdur, breikkaður, settar nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia, Póllandi 1996. Framkvæmdir tóku fimm mánuði og lauk þeim í október. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin hjá Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi hausti 2000.

Nöfn: Haukur Böðvarsso ÍS 847, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn: Valbjörn ÍS 307.

13.04.2010 22:01

Jón Björn, Bjartur, Una á Neskaupstað í dag

Nú sjáum við Jón Björn NK 111 fara úr höfn á Neskaupstað í morgun til Stöðvarfjarðar þar sem hann fer í áframhaldandi klössun. Á einni myndinni sér í Bjart NK 121 hann landaði 90 tonnum í morgun, svo er Una SU 3 á þriðju myndinni sem Bjarni G. sendi nú í kvöld.                    1453. Jón Björn NK 111, leggur á stað til Stöðvarfjarðar


                          Hér siglir Jón Björn fram hjá 1278. Bjarti NK 121


              1890. Una SU 3, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 13. apríl 2010

13.04.2010 20:22

Glófaxi VE 300 og Sæbjörg SU 39 í Vestmannaeyjum

Þar sem hluti af mynda- og filmusafni mínu sem ég taldi með öllu glatað, hefur nú komið í ljós, er mikið óbirt af myndum frá 8. og 9. áratug síðustu aldar og koma þær inn smátt og smátt eins og verið hefur í dag. Einnig fundust filmur frá sjöunda áratugnum og þær myndir munu einnig koma hér fyrir framan augu lesendur síðunnar. Mynd sú sem hér birtist er ein úr þeim hópi og er sú frá Vestmannaeyjum, en þar var ég mikið upp út gosinu á Heimaey.
Þar sem ég er með öllu óvanur að skanna og fótósjoppa, bið ég lesendur að gefa mér þolinmæði meðan ég er að ná tökum á því.


  244. Glófaxi VE 300, 499. Sæbjörg SU 39 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll á áttunda áratug síðustu aldar

13.04.2010 16:03

Erling KE 45 áður en hann varð kafbátur

Mynd sú sem nú verður sýnd, er frá þeim tíma þegar Vélsmiðjan Hörður var nýbúinn að byggja yfir Erling KE 45 og nokkru áður en sett var í hann stykki hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem orsakaði það að hann varð eins og kafbátur þegar hann var með fullfermi. Stykki þetta var smíðað á dönskum sveitabæ og flutt hingað til lands tilbúið.


                           1361. Erling KE 45 fyrir lengingu © mynd Emil Páll

13.04.2010 14:48

Farsæll GK 162 fyrir allar breytingar

Svona leit Farsæll GK 162 úr þegar hann var nýkominn til landsins og áður en verulegar útlitsbreytingar voru framkvæmdar á bátnum. Sýnist mér hann vera stryttri á neðri myndinni, en þeirri efri.
          1636. Farsæll GK 162, á níunda áratug síðustu aldar © myndir Emil Páll

13.04.2010 13:26

Vísir SF 64


                             1064. Vísir SF 64 © mynd Hilmar Bragason

13.04.2010 08:40

Hitt og þetta eða úr ýmsum áttum

Hérna birti ég fjórar myndir sem eru svona skot út í loftið, atvik sem ég hef smellt af, oftast viðkomandi að óvörum og því ekki af neinu sérstöku tilefni. En allt snýst þetta um einhverja iðju í kring um báta og er tökustaður ýmist Keflavík eða Njarðvik og eru tvær myndanna teknar fyrir helgi og hinar tvær í góða veðrinu í gær.
                                      © myndir Emil Páll, í apríl 2010

13.04.2010 08:25

Hringur GK 18


                        1202. Hringur GK 18 © mynd Hilmar Bragason

13.04.2010 00:00

Njarðvíkursyrpa

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í Njarðvíkurhöfn og undir myndunum nefni ég þau skip sem sjást á viðkomandi mynd.


    F.h. 233. Erling KE 140, 89. Grímsnes GK 555 og við endann sést í 67, Heru ÞH 60


                                              1458. Gulltoppur GK 24


                1546. Frú Magnhildur VE 22, 1581. Faxi RE 24 og 89. Grímsnes GK 555


                                                              67. Hera ÞH 60


                                                         67. Hera ÞH 60


                             1581. Faxi RE 24 og 1546. Frú Magnhildur VE 22


         586. Stormur SH 333, er orðinn ansi lúinn © myndir Emil Páll, 12. apríl 2010

12.04.2010 22:43

Pólstjarnan KE 3 strönduð

Ég get ómögulega munað það hvort 1209. Pólstjarnan KE 3 ex Ólafur Sólimann, sé strönduð þarna fyrir neðan Njarðvíkurslipp, eða eitthvað annað. Myndina tók ég þó sjálfur fyrir áratugum og við bryggju má sjá 1011. Gígju RE 340.    1209. Pólstjarnan KE 3, hugsanlega strönduð? og aftan við hana sést 1011. Gígja RE 340
                                       © mynd Emil Páll,  á árunum 1977 til 1980

12.04.2010 20:21

Línubátarnir Sær NK og Narfi SU lönduðu á Neskaupstað í dag

Tveir línubátar lönduðu á Neskaupstað í dag.Sést Sær NK  vera að fara frá löndunarbryggjunni, en hann var með 3 tonn og Narfi SU að koma í löndun, hann var með 3.3 tonn. Texti og myndir Bjarni Guðmundsson


                                     2318. Sær NK 8, á Neskaupstað í dag


                     2628. Narfi SU 68, kemur inn til Neskaupstaðar í dag


     2628. Narfi SU 68, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 12. apríl 2010

12.04.2010 19:41

Guðrún BA 127 ex GK 69

Búið er að selja Guðrúnu GK 69 til Tálknafjarðar og hefur nú verið skipt um númer á bátnum og heitir hann því Guðrún BA 127. Nýja númerið var sett á bátinn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag og birti ég nú smá myndasyrpu af bátnum eins og hann leit út nú undir kvöldið.
                         2085. Guðrún BA 127 © myndir Emil Páll, 12. apríl 2010

12.04.2010 17:55

Kristbjörg ST 39

Einhver bið hefur verið á því að Kristbjörg ST 39, sem byggð var nánast frá grunni hjá Bláfelli ehf., á Ásbrú (gamla varnarliðssvæðinu), færi norður og hef ég grun um að það tengdist eitthvað vélinni í bátnum. Í dag var henni hinsvegar prufusiglt út á Stakksfirði og tók ég þessar myndir þegar hann kom í land í Njarðvik eftir þá siglingu.
                 2207. Kristbjörg ST 39, í Njarðvík © myndir Emil Páll, 12. apríl 2010

12.04.2010 12:25

Gulltoppur GK 24


         1458. Gulltoppur GK 24, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll 12. apríl 2010

12.04.2010 12:23

Hanna Beta


             5741. Hanna Beta. í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 12. apríl 2010