Færslur: 2010 Apríl

20.04.2010 20:49

Kokkálsvík á Selströnd

Kokkálsvík, er eins og margir vita, en þó ekki allir, vík sú sem höfnin fyrir Drangsnes er í. Mun ég á næstu dögum birta þó nokkuð margar myndir frá þeim stað, sem Jón Halldórsson á holmavik.is hefur tekið.


             Kokkálsvík á Selströnd © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. apríl 2010

20.04.2010 19:30

Haförn SH 40


            630. Haförn SH 40 © mynd Emil Páll. á níunda áratug síðustu aldar

20.04.2010 17:08

Guðmundur Ólafsson KE 48

Hér kemur einn gamall, sem lifði í tæp 40 ár og var fyrsti báturinn sem ég starfaði við, þó það yrði styttra en ég átti von á.


479. Guðmundur Ólafsson KE 48
© mynd Emil Páll í maí 1964

Smíðaður í Stavaag, Noregi 1928. Dæmdur ónýtur vegna fúa 26. nóv. 1965.

Nöfn: Þór SU ??, Þór NK 32, Þór NS 13, Sigurður NS 13 og Guðmundur Ólafsson KE 48.

20.04.2010 15:03

Ólafur II KE 149, Stakkur KE 86, Sæfugl GK 300 og Vísir EA 712

Hér sjáum við fjóra báta í Keflavíkurhöfn og birti ég nöfn þeirra fyrir neðan myndina.


    591. Ólafur II KE 149, Stakkur KE 86, Sæfugl GK 300 og Vísir EA 712, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll á áttunda áratug síðustu aldar.

20.04.2010 11:29

Hnokki MB 14


           6024. Hnokki MB 14, í Grófinni, Keflavík © símamynd Emil Páll, 20. apríl 2010

20.04.2010 08:21

Þekkið þið þennan?

Eina sem ég upplýsi varðandi þessa getraun að myndir er trúlega tekin á sjöunda eða áttunda áratug síðustu aldar og báturinn að koma inn til Keflavíkur.


                 Þekkið þið þennan? © mynd Emil Páll

20.04.2010 08:18

Frá Sandgerði

Hér kemur mynd frá Sandgerðishöfn sem ég tók, sennilega á níunda áratug síðustu aldar. Miðað við bátanna sýnist mér svo vera.


        Frá Sandgerði © mynd Emil Páll, sennilega á níunda áratug síðustu aldar

20.04.2010 00:00

Hilmir GK 88 og Hugur GK 177 - endalok

Eftirfarandi myndasyrpa, fyrir utan myndina frá Snorra af Hug GK, er tekin í maí 1964, er bátarnir Hugur GK 177 og Hilmir GK 88 voru brenndir í Grófinni í Keflavík þann 6. maí það ár. Raunar eins og sést á myndinni virðist aðeins hafa verið brenndur frambyggður bátur. En svo er ekki, heldur Höfðu bátarnir staðið uppi í Dráttarbraut Keflavíkur, Hugur frá árinu áður, en Hilmir frá 1957. Var stýrishús á Hug tekið af stæði sínu og fært fram og báturinn fylltur með brakiinu úr Hilmir eftir að hann hafði verið brotinn niður. Stóð til að brenna þá í Helguvík, en hætt var við það og tók Týr SH 33 bátinn í tog og dró út á ytri höfnina í Keflavík, sem er nokkuð furðulegt því eftir að hætt var við Helguvíkina sem brunastað var ákveðið að brenna bátana í Grófinni, nokkrum bátslengdum frá sleðanum sem bátarnir voru teknir niður úr slippnum, Brunastaðurinn er sami staður og Skessuhellir er á í dag. Sést Týr með bátinn í togi úti á höfninni og eins er honum er komið fyrir í fjörunni fyrir brennuna miklu.
Undir myndunum birtist saga beggja bátanna, en því miður hef ég engar myndir af Hilmi GK 88.


                                  Hugur GK 177 © mynd Snorri Snorrason


    Hér má sjá bátinn Hugur GK 177, búið að færa stýrishúsið fram og fylla bátinn af brakinu úr Hilmir GK 88. Báturinn sem einnig sést á myndinni er 479. Guðmundur Ólafsson KE 48.


        862. Týr SH 33 með Hug GK 177 úti á Keflavíkinni framan við gömlu stokkavörina


    Týr rennir bátnum sem nú skal brenna upp í hellisskútann sem þarna var og er í dag Skessuhellir.


                                         Báturinn í björtu báli, 6. maí 1964


                 Nánast brunninn til kaldra kola © myndir Emil Páll, 6. maí 1964

Hilmir GK 88
var smíðaður í Romsdal, Noregi 1917. Keyptur til landsins tveggja ára gamall og talinn ónýtur 1957.

Nöfn: Real, Soffía VE 269, Tvistur VE 281, Loki VE 281, Óðinn GK 181, Örn RE 86, Aldan SH 88, Hilmir SH 88 og Hilmir GK 88.


Hugur GK 177 var smíðaður í Reykjavík 1916. Ónýtur eftir árekstur 1963.

Nöfn: Draupnir GK 21, Guðrún GK 21, Ágústa VE 250, Ágústa GK 200, Ágústa RE 115, Ágústa MB 37, Ágústa AK 37, Ágústa RE 115, Ágústa HU 11 og Hugur GK 177.

19.04.2010 22:16

Vöttur frá Reyðarfirði sækir lögnina

Þessar myndir tók Bjarni Guðmundsson seinnipartinn í dag þegar Vöttur kom frá Reyðarfirði til Neskaupstaðar að ná í sjólögnina ca 350 metra löng og draga hana inn á Reyðarfjörð. Vöttur lagði af stað um kl 17.30.
                    2734. Vöttur, sækir lögnina © myndir Bjarni G., 19. apríl 2010

19.04.2010 20:47

Inga NK aðstoðar við að ná upp sjólögn

 Inga NK var seinnipartinn í gær að aðstoða við að ná 350 metra langri sjólögn upp úr sjónum frá Hlýraeldi SVN en lögnin og tvær sjódælur eiga að fara í álverið á Reyðarfirði.  Þetta er einhver varúðarráðstöfun hjá álverinu, ef öskufall yrði á austurlandi þá þurfa þeir að kæla einhvern búnað með sjó. Myndir og texti: Bjarni Guðmundsson.


    2395. Inga NK 4, að störfum utan við Neskaupstað © myndir Bjarni G.  18. apríl 2010

19.04.2010 20:36

Draumur, Nunni, Sigurður Pálsson og Níels Jónsson


          1547. Draumur. Aftan við hann 1851. Nunni EA 87, Fyrir ofan Nunna er það 396. Sigurður Pálsson ÓF 66 og fyrir ofan Draum sést í 1357. Níels Jónsson EA 106 © mynd Bjarni G, fyrir nokkrum dögum

19.04.2010 20:03

Frá Hafnarfirði í morgun

Þessi tvö myndaskot tók ég í Hafnarfirði í morgun og mun ekki segja nánar frá því sem á myndunum er.
                  Frá Hafnarfjarðarhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 19. apríl 2010

19.04.2010 19:28

Haffari EA 133

Þetta er glæsilegur bátur sem nú er notaður til sjóstangaveiðiferða og annarra skemmtiferða á Akureyrarpolli.


                    1463. Haffari EA 133, á Akureyri © mynd Bjarni G. í apríl 2010

19.04.2010 17:56

Surprise HF 8 og Sæberg HF 224

Ég fór á hraðferð í gegn um Hafnarfjörð í hádeginu í dag og sá aðeins þrjú myndaskot sem ég birti nú í kvöld. Sjálfsagt hefði verið hægt að finna fleiri ef maður hefði haft tíma til þess.


        137. Surprise HF 8 og 1143. Sæberg HF 224, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 19. apríl 2010

19.04.2010 17:09

Toni

Spurning hvort þetta sé dráttarbátur þeirra í slippnum á Akureyri? Alla vega var festing milli hans og Súlunnar er Súlan var dregin að bryggju á Akureyri, en um það var rætt í gær, hér á síðunni.


                         6574. Toni © mynd Bjarni G. 17. apríl 2010