Færslur: 2010 Apríl
10.04.2010 08:15
Rifshöfn, Óli Færeyingur (4.) og Skarðsvík
Hér eru myndir af fjórða bát þeirra feðga Óla Olsen og Ragnars Olsen. Þennan keyptu þeir í apríl 2000 og gerðu út á net til 2005 og seldu 2006. Þessi var smíðaður í Njarðvík 1988 og hét fyrst Reykjanes GK 19, SK 1913. Hann var keyptur til Ólafsvíkur 1994, fékk þá nafnið Hringur SH og seldur til Hafnarfjarðar 1997 þar sem hann fékk nafnið Snúður HF og síðan Hafdís HF og því næst Óli Færeyingur SH 315. Seldu þeir hann til Keflavíkur þar fékk hann nafnið Þórey KE og var seldur þaðan til Akraness og heitir í dag Hellnavík SU 59, skráður með heimahöfn á Breiðdalsvík.

1913. Óli Færeyingur SH 315
1913. Óli Færeyingur SH 315
Rifshöfn um 1980
© myndir í eigu Óla Olsen
10.04.2010 00:00
Guðbjörg ÍS 46 / Snæfugl SU 20 / Gnúpur GK 11

1363. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Snorrason

1363. Snæfugl SU 20 © mynd Þór Jónsson

1363. Gnúpur GK 11 © mynd Þór Jónsson

1363. Gnúpur GK 11 © mynd Þór Jónsson

1363. Gnúpur GK 11 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur
Smíðanúmer 113 hjá Flekkifjord Slipp & Mask., Flekkifjord, í Noregi 1974. Seldur til Noregs í júní 1982, en keyptur til baka nokkrum dögum síðar. Seldur síðan til Noregs aftur í desember 1994 og þaðan til Rússlands, en mun í dag vera frá Ukraníu.
Nöfn: Guðbjörg ÍS 46, Guðbjörg, Snæfugl SU 20, Gnúpur GK 11, Grúpur GK 112 og Timoley Zhelyapi
09.04.2010 22:01
Ísak AK 67

1986. Ísak AK 67 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

1986. Ísak AK 67
09.04.2010 19:28
Með metafla af grásleppumiðunum
Fékk núna áðan senda þessa athyglisverðu frétt úr Skessuhorni.is frá því í dag:
Eiður Ólafsson skipstjóri á Ísak AK 67 frá Akranesi og háseti hans Kristófer Jónsson komu með hvorki meira né minna en rúm fjögur tonn af grásleppuhrognum, um 35 tunnur, úr vitjun í gær. Vigtarmenn við Akraneshöfn telja þetta Íslandsmet ef ekki heimsmet í aflabrögðum á grásleppuveiði en þeir á Ísak hafa verið einstaklega fengsælir á vertíðinni sem byrjaði 10. mars, stundum verið að fá upp undir þrjú tonn úr vitjun. Eiður segir að þeir séu nú komnir með 18 tonn af blautum hrognum, sem er um 150 tunnur. Eiður sagði í samtali við Skessuhorn reyndar aldrei heyrt af öðrum eins afla og Ísak kom með í gær og vertíðin í heild sinni hafi gengið vel. Þetta sé gríðarleg búbót núna þegar verð á grásleppuhrognum er í hámarki. "Norðaustan áttin sem hefur verið ríkjandi hefur reynst okkur vel á Faxaflóanum, en núna í sunnan áttinni er ég með megnið af netunum í bátnum.
Við höfum verið að sækja langt, allt upp í fimm tíma siglingu suður af Snæfellsnesinu," sagði Eiður en nú fer að styttast í vertíðinni hjá honum þar sem að hver bátur má einungis stunda grásleppuveiðarnar í 60 daga.
09.04.2010 16:00
Öflugur Hólmavíkurvefur
Oft og mörgum sinnum hef ég verið hreint út dolfallinn yfir því hversu duglegur hann Jón Halldórsson er að uppfæra vef sinn holmavik.123.is, bæði með myndum úr sjávarútvegi, landbúnaði og nánast hverju sem er af Ströndunum og hef því oft fengið afnot af myndum frá þessum vinsæla vef, sem skapast auðvitað af gæðum hans.
Í dag og í gær eru a.m.k. fjórar færslur um sjávarútveg og birti ég aðeins frá honum eina mynd úr hverri færslu en vísa lesendum frekar á vefinn þar sem fleiri myndir og í sumum tilfellum, einhver fróðleikur líka, má finna. Sem fyrr segir er þetta vefurinn holmavik.123.is
2437. Hafbjörg ST 77
6814. Kristín SU 168
7363. Bensi Egils ST 13 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
Á vef Jóns, holmavik.123.is má finna upplýsingar um það hversvegna ofanbirtar myndir voru teknar og í sumum tilfellum fleiri myndir því fylgjandi.
09.04.2010 15:42
Meira um útrás Ægis
Unnið er að frágangi samninga um að varðskipið og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SIF, verði leigð út í sumar, ásamt áhöfnum, í verkefni erlendis á vegum Evrópusambandsins. Meginhlutverk skipsins verður að gæta ytri landamæra Schengen-svæðisins frá maí fram í október en Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen-samstarfið.
Mun Ægir fylgjast með umferð á hafi úti og skila upplýsingum til stjórnstöðvar sem staðsett verður í landi. Á meðal búnaðar sem settur verður um borð í Ægi er m.a. kæling á aðalvélar og ljósavélar, annóðukerfi í sjókistur, loftkæling í íbúðir, nætursjónaukabúnaður og fleira. Áætlað er að varðskipið fari frá Reykjavík seinnipartin í apríl og komi aftur til Íslands í október.
09.04.2010 13:34
Óvenjuleg sjón í nútímanum

Trébátarnir á myndinni eru f.v. 923. Röstin GK 120, 467. Sæljós ÁR og 1381. Magnús KE 46, en stálbátarnir eru f.v. 1125. Gerður ÞH 110, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325 og Tony, ex Moby Dick © mynd Emil Páll, 9. apríl 2010
09.04.2010 13:21
Magnús, Kristín, Erling og Halldór

1381. Magnús KE 46 á leið eftir umferðargötu í Njarðvík og innan um íbúðarhús

Hér er hann kominn á leiðarenda og aftan við hann sést í annan bát í eigu sömu útgerðar, en það er 5796. Kristín ST 61

Eins og margir vita, hét báturinn áður m.a. Kofri ÍS 41, eða árið 2002-3 og var þá endurbyggður af Halldóri Magnússyni, sem fylgdist í morgun með því þegar komið var með hann á leiðarenda. Sést hann hér t.v. ásamt Erling Brim Ingimundarsyni, útgerðarmanni og eiganda bátsins © myndir Emil Páll, 9. apríl 2010
09.04.2010 08:48
Heimir SU 100 / Skagaröst KE 34

762. Heimir SU 100 © mynd Snorrason

762. Skagaröst KE 34 © mynd Snorri Snorrason

762. Skagaröst KE 34, drekkhlaðin af síld
Smíðaður í Nyköbing M. Danmörku 1958. Úreltur i des. 1991. Fargað 11. maí 1992.
Var sjósettur í Limafirði sem Vörður, en nafnið Heimir SU 100 varð síðan ofan á.
Nöfn: Heimir SU 100, Skagaröst KE 34, Skagaröst ST 34, Ingibjörg ST 37 og Ingibjörg BA 204.
09.04.2010 07:25
Stuðlafoss og Vörður
Í framhaldi af myndum Ragnars Emilssonar af bátsflaki skammt frá Selvogsvita, er birtist hér 2. apríl sl. hafa orðið þó nokkrar skemmtilegar og fræðandi umræður um bátinn og fyrir mig sem er forfallinn bátagrúskari hefur ýmsum spurningum verið svarað sem ég vissi ekki um. Umræður þessar hafa komið fram sem álit undir myndunum, eða sem einkapóstur til mín eða jafnvelt tölvupóstur. Einn þeirra sem tekið hafa þátt í þessum skemmtilegu umræðum er Sigurjón Friðriksson sem sendi mér myndir þær sem nú verða birtar af bátnum bæði sem Stuðlafoss SU 550 og sem Vörður SU 550.
Myndin af Stuðlafossi var tekin á Reyðarfirði en ekki er vitað hver tók myndina. Seinni myndin er tekin þar sem "Vörður er að leggja af stað frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar með bein til mölunar. Sú mynd er úr safni Friðriks, föður Sigurjóns, en hann gerði bátinn út ásamt Kjartani og Ara Vilbergssonum, Erni Friðgeirssyni og Stefáni Stefánssyni. Seinni bátarnir voru síðan í eigu "Varðarútgerðarinnar" sem pabbi Sigurjón ásamt Kjartani og Ara stóðu að.
Varðarútgerðina þekkja fleiri, því hún gerði m.a. síðar, út báta með nöfnunum Heimir SU.
Stuðlafoss SU 550, á Reyðarfirði
Vörður SU 550, að leggja af stað frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar með bein til mölunar
09.04.2010 00:00
Röstin og Birta
Síðan eru myndir og frásögn af Birtu VE 8, myndir sem sýna hana eftir að hún var laus við Röstina og sigldi að nýju að bryggju í Njarðvík. Allt um Birtu hefur verið greint frá hér á síðunni.
Þá er þriðji hlutinn en hann er um Röstina, þennan fræga hálfrar aldar gamla bát, sem gekk einu sinnu undir nafninu Seníverbáturinn eftir að hafa komið sem Ásmundur GK 30 með fullfermi af smygli frá Belgíu, en sú saga verður ekki sögð nú, þar sem frekar stutt er síðan ég birti allt um bátinn. Birti ég mynd af honum m.a. við slippbryggjuna og eins eftir að búið var að taka hann upp í slipp í Njarðvik.
BIRTA VE 8 og RÖSTIN GK 120

Hér hefst leikurinn og fyrst þarf því að Birta að draga Röstina út úr röðinni

1430. Birta VE 8, bakkar út úr höfninni með 923. Röstina GK 120 á síðunni

Áfram er bakkað

Hér hefur Birta tekið Röstina upp að síðunni

Saman sigla bátarnir síðan í átt að slippnum

Hér eru þeir farnir að nálgast slippbryggjuna

Hér eru þeir komnir að slippbryggjunni

Birta notuð eins og um hafnsögubát væri að ræða og þarf því að ýta Röstinni að sleðanum

Hér er Birta laus við Röstina
BIRTA VE 8

1430. Birta VE 8, siglir frá slippbryggjunni

Tekin beygja í átt að Njarðvíkurhöfninni

Beygt inn í höfnina

Skildi þetta vera síðasta sjóferðin hjá Birtu, eða á eftir að endurbyggja hana, um það er stór spurning?
RÖSTIN GK 120

923. Röstin GK 120, úti á Njarðvíkurhöfn

Hér er Röstin við slippbryggjuna í Njarðvík

Röstin, komin upp í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 8. apríl 2010
08.04.2010 21:10
Grindavík: 30 landanir á þremur tímum
Það var líf og fjör við bryggjuna síðdegis í gær þegar handfæra- og línubátarnir streymdu til löndunar. Hvorki fleiri né færri en 30 bátar lönduðu á þriggja tíma tímabili og var því nóg að gera við að færa kör til og frá, upp á bíl og koma aftur með tóm kör. Flestir bátarnir voru með um 5 til 8 tonn í róðri, uppistaðan í aflanum er þorskur.
Ágætis fiskirí var í gær en alls lönduðu bátarnir um 200 tonnum.


08.04.2010 17:40
Magnús KE 46





1381. Magnús KE 46, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 8. apríl 2010
08.04.2010 17:37
Rauður rækjubátur og blár netabátur


89. Grímsnes GK 555 og 233. Erling KE 140, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 8. apríl 2010
08.04.2010 14:00
Birta VE 8 og Röstin GK 120
Eftir miðnætti í nótt mynd ég birta syrpu af myndum sem teknar voru í morgun er Birta sem er gangfær kom Röstinni að slippbryggjunni í Njarðvík, en núna birti ég tvær myndir úr þeirri syrpu.
Um framtíð Birtu er allt óráðið, en trúlega verður reynt að selja bátinn, aðilum sem treysta sér til að gera hann upp að nýju.


1430. Birta VE 8 og 923. Röstin GK 120 í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 8. apríl 2010
