Færslur: 2010 Janúar
15.01.2010 00:01
Einn góður
© af heimasíðu Fjölnis SU 57
15.01.2010 00:00
Morocco

Um borð

Um borð
Svið
Svið
Tveir með fiska

Við skipshlið © myndir Svafar Gestsson
Þá er að ljúka þessum skemmtilegu myndasyrpum Svafars Gestssonar, en aðeins er eftir að birta fjórar myndir frá Morocco og þá eru þær allar komnar inn. Vonandi koma þó fleiri myndir frá honum síðar meir, því margir hafa haft gaman að því að skoða ýmislegt sem sjómenn lenda í á ferðum þeirra til framandi landa. En eins og sjálfsagt einhverjir muna, þá hafa birts myndir frá Svafari sem hann tók í Morocco, Ghana, Portúgal, Póllandi, Las Palmas, Skotlandi og kannski víðar. Auk mynda af skipum og veiðum hér við landið okkar.
14.01.2010 20:49
Tveir Bátalónsbátar: Sólberg ÞH 302 og Tjaldanes ÍS 522

1295. Sólberg ÞH 302, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðanr. 414 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Fór á áramótabrennu 31. desember 2001.
Nöfn: Sædís KÓ 5, Bresi AK 9, Anton ÞH 330, Fleygur KE 113, Sólberg ÞH 302, Sólberg ÍS 302 og Björgvin Már ÍS 468.

1316. Tjaldanes ÍS 522, við bryggju í Sandgerði og aftan við hann sést í 1294. Sæljóma GK 150 © mynd Emil Páll 1983
Smíðanr. 415 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1973. Lagt í Njarðvík 1990. Fargað 11. júní 1992.
Nöfn: Hergilsey NK 38, Sæfinnur GK 122, Tjaldanes ÍS 522 og Bjarnveig RE 98.
14.01.2010 20:02
Benni KE 18

1493. Benni KE 18 © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1977. Afskráður 2006.
Nöfn: Ástvaldur NK 52, Árni ÞH 127, Sigmar NS 83, Stakkanes RE 105, Látrungur SU 205, Benni KE 18, Pá GK 231, Smári GK 231 og Smári BA 231,
14.01.2010 19:59
Olíuskipi gert að sigla fjær landi við Reykjanes
Af vef Landhelgisgæslunnar:
Olíuskip snýr við að ósk varðstjóra LHG þegar komið var á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes
Fimmtudagur 11. janúar 2009
Um síðastliðna helgi höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við olíuskipið Futura sem er 16 þúsund brúttótonn að stærð og var komið á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes. Var skipið upplýst um að það hefði átt að fara ytri siglingaleiðina fyrir Reykjanes vegna stærðar skipsins og farms (sjá nánar heimasíðu Siglingastofnunar og reglugerð um afmörkun siglingaleiða, svæði sem ber að forðast og tilkynningaskyldu skipa fyrir Suðvesturlandi).
Var vaktahafandi stjórnanda skipsins einnig tilkynnt að réttum yfirvöldum eða Siglingastofnun verði send tilkynning um málið. Spurði þá stjórnandi skipsins hvort hann eigi þá að snúa við og fara ytri leiðina? Var honum sagt að gera það. Sneri þá Futura við í innri rennunni og hélt ytri leiðina fyrir Reykjanes.
Mynd; www.shipfoto.co.uk
14.01.2010 18:09
Tveir góðir (eða kannski þrír)

Halldór Magnússon (t.v.) og Markús Karl Valsson með smábátahöfnina í Grófinni í baksýn. Myndin er tekin á svölunum í veitingahúsinu Duus við Grófina í dag © mynd Emil Páll 14. jan. 2010.
Halldór er þekktur sem mikill hagleiksmaður og fyrir að gera upp gamla báta, svo þeir verða nánast eins og nýir á eftir. Markús þarf vart að kynna en hann heldur úti skipasíðunni krusi.123.is
14.01.2010 17:47
Þórarinn KE 26

900. Þórarinn KE 26 © mynd Emil Páll
Smíðaður á Siglufirði 1942. Endurbyggður 1950 og 1958. Dekkaður af Nóa Kristjánssyni, Akureyri 1950. Skráður sem fiskibátur 1952. Hálf ónýtur stóð báturinn uppi í Örfirisey í Reykjavík í fjölda ára og var að lokum afskráður 1996.
Nöfn: Valur EA 712, Níels Jónsson EA 712, Vísir EA 712, Þórarinn KE 26, Haförn AK 25, Dóri ÍS 252, Sólrún NS 26 og Sigurfari II RE 16.
14.01.2010 11:58
Ver KE 45

875. Ver KE 45 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1934. Dæmdur ónýtur vegna fúa í sept. 1965.
Nöfn: Ver VE 318 og Ver KE 45.
14.01.2010 10:38
Vísir KE 70 / Nökkvi VE 65 sekkur í sandinn

902. Vísir KE 70 © mynd Snorri Snorrason

902. Nökkvi VE 65, sekkur í sandinn á Svínafellsfjöru, vestan Ingólfshöfða
© mynd úr safni Tryggva Sig.
Smíðaður á Ísafirði 1946 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 8. febrúar 1946. Strandaði 9. maí 1980 á Svínafellsfjöru 4 sm. vestan við Ingólfshöfða.
Nöfn: Vísir GK 70, Vísir KE 70, Vísir GK 17, Vísir GK 101, Máni SU 38 og Nökkvi VE 65.
14.01.2010 10:31
Vilborg KE 51 / Blakkur RE 335 / Skálavík SH 208

893 Vilborg KE 51 © mynd Snorrason

893. Blakkur RE 335 © mynd Emil Páll

893. Skálavík SH 208 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1955. Talinn ónýtur 20. okt. 1987.
Nöfn: Vilborg KE 51, Blakkur RE 335 og Skálavík SH 208
14.01.2010 10:26
Vörður EA 748 landar í Njarðvík

Frá löndun úr 2740. Verði EA 748 í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll 14. janúar 2010
13.01.2010 23:27
Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 - saga hans, myndir og endalokin

103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 að veiðum © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Síldarlöndur úr Hrafni Sveinbjarnarsyni III © mynd Tryggvi Sig.

103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 © mynd Tryggvi Sig.

103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, eftir að búið var að lengja hann og byggja yfir hann © mynd Hafþór Hreiðarsson

103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, strandaður á Hópsnesi við Grindavík 12. febrúar 1988 © mynd Valur

Sjórinn langt kominn með að brjóta 103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, niður á strandstað © mynd af google, ljósm.: ókunnur
Smíðanr. 5 hjá M. Klevern Mek. Verksted A/S, Ulsteinvik, Noregi 1963. Yfirbyggður og lengdur 1982. Strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. febrúar 1988.
Átti að heita Bjarni Sæmundsson, en þar sem hafrannsóknarskip var væntanlegt með því nafni, var hætt við þá nafngift og þessi sett á bátinn.
Bar aðeins þetta eina nafn.
13.01.2010 23:11
Thebe
Thebe © mynd Frits Olinga-Delfzijl / MarineTraffic.com
13.01.2010 20:47
Mummi GK 120 / Mummi ÍS 366

Líkan af 685. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll

685. Mummi GK 120 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

685. Mummi ÍS 366 © mynd Snorrason
Smíðanúmer 5 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 1. apríl 1946. Fórst í róðri út af Barða, Vestfjörðum 10. okt. 1964 ásamt 4 mönnum.
Var upphaflega smíðaður fyrir Björn Ólafsson frá Mýrarhúsum, en hann seldi bátinn meðan hann var í smíðum.
Nöfn: Mummi GK 120 og Mummi ÍS 366.

