13.01.2010 23:27

Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 - saga hans, myndir og endalokin

Myndasería sú sem nú birtist er um sögu Hrafns Sveinbjarnarsonar III GK 11 allt frá því að hann kom til landsins og þar til sjórinn braut hann í smáeindir, eftir að hann strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. febrúar 1988.


    103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 að veiðum © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


       Síldarlöndur úr Hrafni Sveinbjarnarsyni III © mynd Tryggvi Sig.


           103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 © mynd Tryggvi Sig.


        103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, eftir að búið var að lengja hann og byggja yfir hann © mynd Hafþór Hreiðarsson


   103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, strandaður á Hópsnesi við Grindavík 12. febrúar 1988 © mynd Valur


   Sjórinn langt kominn með að brjóta 103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, niður á strandstað © mynd af google, ljósm.: ókunnur

Smíðanr. 5 hjá M. Klevern Mek. Verksted A/S, Ulsteinvik, Noregi 1963. Yfirbyggður og lengdur 1982. Strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. febrúar 1988.

Átti að heita Bjarni Sæmundsson, en þar sem hafrannsóknarskip var væntanlegt með því nafni, var hætt við þá nafngift og þessi sett á bátinn.

Bar aðeins þetta eina nafn.