Færslur: 2009 Nóvember
03.11.2009 12:52
Höfrungur II AK 150 / Erling KE 140
120. Höfrungur II AK 150 © mynd Snorri Snorrason
120. Erling KE 140 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Thaules Mek. Verksted A/S, Avaldsnes, Noregi 1957. Yfirbyggður 1985.
Átti að seljast Hólmadrangi hf. á Hólmavík í okt. 1994, en Grindavíkurbær neytti forkaupsréttar og seldi bátinn Sóltindi hf. í Grindavík, sem var í raun skúffufyrirtæki frá Keflavík, sem fékk bátinn og flutti síðan fyrirtækið til Keflavíkur til að komast hjá kvótalögunum. Átti að seljast í niðurrif til Danmerkur í sept. 2008 og fara utan í togi togarans Grétu SI, en af því varð aldrei og liggur því enn við bryggju í Þorlákshöfn.
Nöfn: Sangolt, Höfrungur II AK 150, Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og Kambaröst RE 120.
03.11.2009 08:31
Magnús SH 205 / Sægrímur GK 525
2101. Magnús SH 205, ný sjósettur í Njarðvík 1990
2101. Magnús SH 205, ný yfirbyggður 1992
2101. Sægrímur GK 525, eins og skipið lítur út í dag
2101. Sægrímur GK 525, kemur inn til Njarðvíkur 2009 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 2 hjá Skipabrautinni hf. í Njarðvík 1990. Lengdur og breikkaður hjá Skipabrautinni, Njarðvík 1992. Nýtt bakkaþilfar og fleiri breytingar gerðar hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Akranesi 1994.
Nöfn: Magnús SH 205, Gulltoppur ÁR 321, Gulltindur ÁR 32, Portland VE 97 og núverandi nafn Sægrímur GK 525.
03.11.2009 00:00
Víðir II GK 275 / Ljósfari GK 184 / Portland VE 97
219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls
219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls
219. Víðir II GK 275 © mynd Emil Páll
219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll
219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll
219. Portland VE 97 © mynd Benóný Benónýsson
Smíðaður hjá Gravdal Skipsbyggeri í Sunde í Noregi 1960. Endurbyggður Sandgerði 1989. Lengdur Njarðvík1989 og breytt í togskip hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1998.
Þekkt sem mikið aflaskip, er það hét Víðir II og var undir stjórn Eggerts Gíslasonar.
Nöfn: Víðir II GK 275, Ljósfari GK 184, Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og núverandi nafn Portland VE 97
02.11.2009 22:31
Rússi landar í Keflavík
Rússneskt skip í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
02.11.2009 18:33
Smábátahöfn Tálknafjarðar
Smábátahöfn Tálknafjarðar © úr Flota Tálknafjarðar, Bibby Villers
02.11.2009 18:25
Viktoría BA 45
2331. Viktoría BA 45 í Smábátahöfninni á Tálknafirði í ágúst 2004
2331. Viktoría BA 45 að fara út í mokfiskerí sumarið 2004 © myndir úr Flota Tálknafjarðar, Árni Grétar
02.11.2009 13:34
Hvítanes
216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr Faxa, Heimir Stígsson 1964
Þó einkennilegt sé, þá er ekkert um þetta skip í hinum mikla bókaflokki Íslensk skip eftir Jón Björnsson, sem skip frá Keflavík, aftur á móti finnst það sem Hvítanes, Reykjavík, en það varð það aldrei.
Smíðanr. 314 hjá August Pahl í Hamborg í Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf. Keflavík, í Hamborg 2. október 1953, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom skipið til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.
Selt úr landi til Kýpur 15. maí 1978. Skipið brann 19. des. 1986 í höfninni í Muhammed Bin Qasin. Rifið 1. mars 1987 í Gadani Beach.
Nöfn: Steendiak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aestos, Sadaroza og Faisal I
02.11.2009 12:43
Barðinn GK 187 / Erling KE 140
233. Barðinn GK 187
233. Erling KE 140 © myndir Emil Páll
02.11.2009 12:38
Sigurður Pálmason HU 333 / Erling KE 140
1016. Sigurður Pálmason HU 333 © mynd Birgir Karlsson
1016. Erling KE 140 © mynd Emil Páll
02.11.2009 00:00
Kaupmannahöfn og nágrenni
Emma Maersk stærsta gámaskip heims, 397 m. langt og 53 metrar á breidd
Drottningaskipið Dannebrog
Köbenhavn
Christianshavns - Kanal
Nyhavn © myndir Gunnar Jóhannsson
01.11.2009 21:29
Oasis of the Seas rétt slapp undir Stórabeltisbrúnna
Stærsta farþegaskip í heimi Oasis of the Seas fór undir Stórabeltisbrúna í gærkvöldi og það mátti ekki muna miklu þar sem það er 360 metra á lengd og 72 á hæð og gegnumsnittið á brúnni er 65 metrar búið var að sérsmíða skorstein sem er hægt að lækka og svo var keyrð full ferð svo skipið risti dýpra og þá rétt slapp það undir, það munaði víst aðeins 1,10 metrum.
Svona lítur Oasis of the Seas út með skorsteinana uppi © myndir Gunnar Jóhannsson 2009
01.11.2009 17:24
Frá síldveiðum Jónu Eðvalds SF utan við Stykkishólm fyrir nokkrum dögum
Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi þessar myndir af síldveiðum á Breiðarfirði, utan við Stykkishólm fyrir nokkrum dögum. Með myndunum fylgdi þessi texti:
Við máttum taka 700 tonn og koma með til vinnslu í Skinney-Þinganes. Við fengum í 3 köstum 600 tonn og létum það duga þar sem farið var að skyggja og sigldum síðan sem leið lá norðurfyrir land. Ég hef frétt úr vinnslunni að þetta sé stór og góð síld sem er verið að vinna úr þessum farmi. Um sýkingu veit ég ekki en hún lítur vel út. Við komum til hafnar um 2 leitið í gær og byrjuðum að landa um kl 16:00. Reiknum með að klára í nótt og förum þá aftur í Breiðafjörð og tökum annann skamt. Síðan er allt í óvissu með framhaldið.
Sendum við honum bestu þakkir fyrir, en eins og menn vita hefur hann verið afkastamikill í að fóðra okkum með skemmtilegum myndum.
Í brúnni, Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri og Jóhannes Dammer, yfirstýrimaður
Veiðarnar fara fram rétt utan við Stykkishólm © myndir Svafar Gestsson 29. okt. 2009
01.11.2009 16:23
Hólmsbergið, Stakkur og Alpine Magnolía
Hér platar aðdráttur myndavélarinnar nokkuð, en myndefnið er Hólmsbergið, Hólmsbergsviti og Stakkur og efsti hluta yfirbyggingar á olíuskipinu Alpine Magnolía sem er í Helguvík kemur þarna, eins og upp úr berginu. Samkvæmt myndinni mætti halda að búið væri að gera veg út í Stakkinn, en svo er ekki, heldur er verið að gera sjóvarnargarð út frá Hafnargarðinum í Helguvík og ber hann svona í, þó töluvert sund sé í raun þarna á milli © mynd Emil Páll í dag 1. nóv. 2009
01.11.2009 12:10
Guðrún Guðmundsdóttir ST 118
488. Guðrún Guðmundsdóttir ST 118, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1980
Sm. á Ísafirði 1942. Sökk í Njarðvíkurhöfn 16. feb. 1981, náð upp og brenndur undir Vogastapa 30. apríl 1981.
Nöfn: Guðrún ÍS 97, Guðrún RE 20, Guðrún BA 38, Guðrún ÍS 126, Guðrún ST 118, Guðrún Guðmundsdóttir ST 118 og Möskvi KE 60
01.11.2009 11:34
Freyr ST 11 / Kópanes RE 164
1985. Freyr ST 11, í Njarðvík © myndir Emil Páll 1989
1985. Kópanes RE 164, á Eyjafirði © mynd Þorgeir Baldursson 2006
Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989 eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur 20.júlí 1989. Lengdur í miðju hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði sumarið 1994.
Nöfn: Freyr ST 11, Njörður KE 208, Björn Kristjónsson SH 164, Kópanes SH 164, Kópanes EA 14 og Kópanes RE 164.
