01.11.2009 16:23

Hólmsbergið, Stakkur og Alpine Magnolía


      Hér platar aðdráttur myndavélarinnar nokkuð, en myndefnið er Hólmsbergið, Hólmsbergsviti og Stakkur og efsti hluta yfirbyggingar á olíuskipinu Alpine Magnolía sem er í Helguvík kemur þarna, eins og upp úr berginu. Samkvæmt myndinni mætti halda að búið væri að gera veg út í Stakkinn, en svo er ekki, heldur er verið að gera sjóvarnargarð út frá Hafnargarðinum í Helguvík og ber hann svona í, þó töluvert sund sé í raun þarna á milli © mynd Emil Páll í dag 1. nóv. 2009