01.11.2009 21:29

Oasis of the Seas rétt slapp undir Stórabeltisbrúnna

Hér sjáum við frábæra mynd sem Gunnar Jóhannsson í Danmörku tók er stærsta farþegaskip heims sigldi undir Stórabeltisbrúnna í gærkvöldi og mátti ekki miklu muna. Um miðnætti birtast fleiri myndir eftir Gunnar, sem er frábær ljósmyndari, en hann er með vefsíðu og er tengill á hana hér til hliðar.


Stærsta farþegaskip í heimi Oasis of the Seas fór undir Stórabeltisbrúna í gærkvöldi og það mátti ekki muna miklu þar sem það er 360 metra á lengd og 72 á hæð og gegnumsnittið á brúnni er 65 metrar búið var að sérsmíða skorstein sem er hægt að lækka og svo var keyrð full ferð svo skipið risti dýpra og þá rétt slapp það undir, það munaði víst aðeins 1,10 metrum.


    Svona lítur Oasis of the Seas út með skorsteinana uppi © myndir Gunnar Jóhannsson 2009