Færslur: 2009 Nóvember
29.11.2009 21:52
Herjólfur
2164. Herjólfur © mynd Marine Traffic, J.J. Listo í feb. 2009
2164. Herjólfur © mynd Marine Traffic í des. 2008
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 21:48
Wilson Clyde
Wilson Clyde © mynd Marine Traffic, Hannes van Rijn
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 21:17
Björgun Háks - fleiri myndir
Nýlega birti ég mikla myndasyrpu sem Sigurlaugur tók við björgun á prammanum Háki fyrir nokkrum árum. En af tæknilegum ástæðum kom ekki ein myndanna sem þá átti að koma og hefur hann nú sent hana aftur og síðan bætti hann þremur við frá þessari skemmtilegu björgunarsögu sem var tíunduð með hinum myndunum og verður því ekki endurtekin nú, sú frásögn, heldur vísast í greinina sem fylgdi hinum myndunum.

Beðið eftir köfun og gert sjóklárt

Kristján Þ. Jónsson, II stýrimaður að fara í köfun við Hák

Stein Clausen að gera slöngubátinn kláran til að fara í Hák

Þarna er verið að ýta Hák upp að prammanum svo hægt sé að húkka gilsinum á Hák, eftir að kafaranir voru búnir að ákveða að slá stroffu á gálgann og rétta Hák þannig við og dæla úr tönkunum eftir því sem þeir kæmu upp úr sjó og unnum við þetta og gekk það vel © myndir Sigurlaugur
Beðið eftir köfun og gert sjóklárt
Kristján Þ. Jónsson, II stýrimaður að fara í köfun við Hák
Stein Clausen að gera slöngubátinn kláran til að fara í Hák
Þarna er verið að ýta Hák upp að prammanum svo hægt sé að húkka gilsinum á Hák, eftir að kafaranir voru búnir að ákveða að slá stroffu á gálgann og rétta Hák þannig við og dæla úr tönkunum eftir því sem þeir kæmu upp úr sjó og unnum við þetta og gekk það vel © myndir Sigurlaugur
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 20:30
Delta / Álsey VE 2
Delta © mynd Shipspottos, Luis G. Herrera
Delta © mynd Shipspottos
Delta © mynd Shipspottos
2772. Álsey VE 2, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll 2009
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 18:46
Kári GK 146 / Aníta
399. Kári GK 146, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
399. Aníta, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í júní 2009
Smíðaður hjá Halmstad Varv. Halmstad, Svíþjóð 1954. Stytting hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.
Nöfn: Sigurfari SF 58, Farsæll SH 30, Örninn KE 127, Kári GK 146, Afi Aggi EA 399 og núverandi nafn Aníta.
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 18:35
Oddrún RE 126 / Þorsteinn KE 10
357. Oddrún RE 126, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
357. Þorsteinn KE 10, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Anderson & Ferdinadsen, Gilleleje, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Stýrishús af 724. Pólstjarnan ÍS 85 var sett á bátinn, þegar Pólstjarnan var úrelt.
Nöfn: Breiðfirðingur SH 101, Breiðfirðingur RE 262, Þorkell Árnason GK 262, Oddrún RE 126, Þorsteinn KE 10, Svavar Steinn KE 76, Svavar Steinn GK 206 og Ver RE 112.
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 15:26
Bergþór Hávarðarson bráðkvaddur
Bergþór Hávarðarson, um borð í Dúu RE 400 þar sem hann var vélstjóri, er báturinn dró Fanney HU 83 til Njarðvíkur 26. júní sl © mynd Emil Páll í júní 2009
Bergþór Hávarðarson © mynd Þóra Björk á síðunni vinaminni.123.is
Þó ég sé nú ekki mikið fyrir að minnast látins fólks, geri ég nú undantekningu, þar sem ég var að frétta að ævintýramaðurinn Bergþór Hávarðarson hafi orðið bráðkvaddur 10. nóv. sl. Um hann er fjallað á síðunni vinaminni.123.is.
Bergþór þessi, þó hann væri ekki allra, var með skemmtilegri mönnum sem maður hefur kynnst á ævinni. En ég sem blaðamaður kynntist honum mikið og vel, er hann bjó í nokkur ár um borð í gamla Búrfellinu í Njarðvíkurhöfn, með þá bjargföstu trú sína að gera skipið að viðgerðaskipi fyrir skútur, staðsett á St. Martin í nágrenni við Porto Rico í Mið-Ameríku.
Nokkra ára barátta hans við kerfið, sem fannst þetta vera tóm della sigraði hann þó og flaggaði skipinu til Svíþjóðar og gaf því nafnið Ásbjörn. En það duggði ekki til, því þó hann kæmi þessu skipi sem allir töldu ónýtt, fyrir eigin vélarafli til Garðabæjar, endaði það með að verða kurlað niður uppi á Akranesi.
Nú fyrir nokkrum mánuðum, eftir að ég birti mynd af honum og Svafari Gestssyni á síðu Þorgeirs, sem tekin var á Húsavík, er þeir voru þar með Ghanamönnum árið 2006 varðandi sölu á olíubátnum Héðni Valdimarssyni, flutti Svafar mér kveðju hans.
Áður hafði ég oft fengið kveðjur frá Bergþóri og eins átti hann það til að hringja í mig svona til að spalla en hann var mjög fróður og hafði gaman að segja frá. Því vil ég nú minnast hans með þessum orðum, enda einn af þeim sem maður man alltaf eftir.
- Blessuð sé minning hans -
Emil Páll Jónsson
Svafar Gestsson og Bergþór Hávarðarson, ásamt Ghanamönnum á Húsavík 9. apríl 2006, en þangað komu Ghanamennirnir til að skoða gamla olíubátinn Héðinn Valdimarsson
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 13:51
Börkur NK 122 með stutta viðdvöl í Keflavík
1293. Börkur NK 122, siglir fram hjá Vatnsnesinu á leið sinni inn Stakksfjörðinn
1293. Börkur NK 122, búinn slá af ferðinni og beygja í átt að hafnargarðinum í Keflavík
1293. Börkur NK 122, nánast kominn að bryggju í Keflavík
Börkur NK 122, hafði á öðrum tímanum í dag stutta viðkomu í Keflavíkurhöfn. Raunar var stoppið aðeins í mínútum talið, en ástæðan var sú að í Keflavík fór í land fiskifræðingur sem verið hefur með skipinu við síldarrannsókn á Breiðamerkurdýpi og víðar.
1293. Börkur NK 122, tók síðan strikið út Stakksfjörðinn, eftir þessa stuttu viðdvöl í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll í dag 29. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
29.11.2009 00:00
Gísli Árni RE 375 / Sikuk
1002. Gísli Árni RE 375, í Reykjavík © mynd Emil Páll
1002. Gísli Árni RE 375, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson
1002. Gísli Árni RE 375, landar á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson
1002. Gísli Árni RE 375, var á rækjuveiðum á gullaldarárum rækjuveiðanna © mynd Pétur Sigurgeir Pétursson
Sikuk, í höfn í Kanada © mynd í eigu Óskars Franz
Smíðanr. 49 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S i Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965 og var afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973. Lengdur Noregi 1973. Yfirbyggður 1977. Lengdur aftur 1990. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1992, sem flutt hafði verið notuð frá Noregi. Seldur til Nýfundalands (Kanada) 10. feb. 2004 og nú á haustmánuðum var honum flakkað til Karabíska hafsins, en er þó áfram í eigu sama aðila í Kanada.
Árið 1966 setti Eggert Gíslason, skipstjóri og eigandi Gísla Árna RE 375 síldveiðimet á skipið sem stóð allt til ársins 1994. Frá 1978 var Magnús Þorvaldsson skipstjóri á skipinu og fylgdi því við eigandaskipti. Skipið átti að afhendast til Vopnafjarðar að lokinni loðnuvertíð 1996, en kom þangað á sumardaginn fyrsta 25. apríl. Eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið lá það í höfn á Reyðarfirði þar til það var selt út í febrúarbyrjun 2004, eða í rúm 3 ár.
Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og núverandi nafn Sikuk.
Skrifað af Emil Páli
28.11.2009 22:34
Síldarlöndun úr Guðfinni KE 32 / Happasæll KE 94
Síldarlöndun úr 475. Guðfinni KE 32 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur
475. Happasæll KE 94 © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar
475. Happasæll KE 94, áður en hvalbakur var settur á hann © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar
475. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn með hvalbak © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar
475. Happasæll KE 94. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 8 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar (Dráttarbraut Akraness), Akranesi, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og lauk smíði bátsins 5. janúar 1955. Fór hann í sinn fyrsta róður 8. janúar 1955. Úrelding í júní 1982. Brann og sökk norður af Hraunum í Faxaflóa 23. júlí 1982.
Nöfn: Guðfinnur KE 32, Farsæll SH 30 og Happasæll KE 94.
Skrifað af Emil Páli
28.11.2009 20:46
Þórir Jóhannsson GK 116 / Öyfisk N-34-ME
Stærsta plastskip sem verið hefur í skipastól Íslendinga fram að þessu a.m.k.

1860. Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd Þorgeir Baldursson

Öyfisk N-34-ME © mynd í eigu Óskars Franz
Stærsta plastskip í skipastól Íslendinga.
Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd. Skrokkurinn var framleiddur hjá Ateliers et Chantiers
og Maritimes d'Hanfleur, í Hunfleur í Frakklandi 1988. Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993. Endurskráður sem vinnubátur 1994 og þá aðallega notaður sem rannsóknarskip fyrir neðansjávar-myndavél. Seldur til Noregs 3. nóv. 1995.
Þó heimahöfn hafi verið í Garði, var hann aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum, en ástæðan fyrir heimahöfninni var betri fyrirgreiðsla. Eftir sölu til Noregs og meðan feðgarnir Jón Magnússon og Magnús Daníelsson, Njarðvík voru með bátinn var hann gerður út frá Hanstholm í Danmörku.
Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk SF-4V og aftur núverandi nafn: Öyfisk N-34-ME.
1860. Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd Þorgeir Baldursson
Öyfisk N-34-ME © mynd í eigu Óskars Franz
Stærsta plastskip í skipastól Íslendinga.
Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd. Skrokkurinn var framleiddur hjá Ateliers et Chantiers
og Maritimes d'Hanfleur, í Hunfleur í Frakklandi 1988. Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993. Endurskráður sem vinnubátur 1994 og þá aðallega notaður sem rannsóknarskip fyrir neðansjávar-myndavél. Seldur til Noregs 3. nóv. 1995.
Þó heimahöfn hafi verið í Garði, var hann aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum, en ástæðan fyrir heimahöfninni var betri fyrirgreiðsla. Eftir sölu til Noregs og meðan feðgarnir Jón Magnússon og Magnús Daníelsson, Njarðvík voru með bátinn var hann gerður út frá Hanstholm í Danmörku.
Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk SF-4V og aftur núverandi nafn: Öyfisk N-34-ME.
Skrifað af Emil Páli
28.11.2009 20:32
Freydís ÍS 80 - Fríða SH 565 - Gísli Súrsson GK 8 - Jóhanna GK 86
7062. Freydís ÍS 80, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009
1565. Fríða SH 568, í höfn í Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009
2608. Gísli Súrsson GK 8, í höfn í Grindavík © mynd Marine Traffic
7259. Jóhanna GK 86, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Skrifað af Emil Páli
28.11.2009 19:38
Elsti bátur landsins
Hér fyrir aðeins neðar á síðunni segjum við frá elsta báti landsins og birtum þrjár myndir af honum þ.e. sem Sæborg KE 102, Bergþór KE 5 og Fengsæl ÍS 83. Myndin af honum eins og hann er í dag var ekki mjög góð og því höfum við nú fengið senda nýja og góða mynd af honum, sem var tekin 20. júlí á síðasta ári og um leið og við birtum hana, sendum við kærar kveðjur til Sigurjóns Vífils fyrir sendinguna.

824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík © mynd Sigurjón Vífill 20. júlí 2008
824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík © mynd Sigurjón Vífill 20. júlí 2008
Skrifað af Emil Páli
28.11.2009 18:07
Gullfoss
70. Gullfoss og Surtseyjargosið © veggmynd úr safni Emils Páls frá 1963, Ljósm. ókunnur
70. Gullfoss © mynd Snorri Snorrason
70. Gullfoss © mynd Shippotting, Kees Heemskerk
Skrifað af Emil Páli
