29.11.2009 00:00

Gísli Árni RE 375 / Sikuk


                        1002. Gísli Árni RE 375, í Reykjavík © mynd Emil Páll


  1002. Gísli Árni RE 375, á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


  1002. Gísli Árni RE 375, landar á Patreksfirði © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


  1002. Gísli Árni RE 375, var á rækjuveiðum á gullaldarárum rækjuveiðanna © mynd Pétur Sigurgeir Pétursson


                          Sikuk, í höfn í Kanada © mynd í eigu Óskars Franz

Smíðanr. 49 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S i Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965 og var afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973. Lengdur Noregi 1973. Yfirbyggður 1977. Lengdur aftur 1990. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1992, sem flutt hafði verið notuð frá Noregi. Seldur til Nýfundalands (Kanada) 10. feb. 2004 og nú á haustmánuðum var honum flakkað til Karabíska hafsins, en er þó áfram í eigu sama aðila í Kanada.
Árið 1966 setti Eggert Gíslason, skipstjóri og eigandi Gísla Árna RE 375 síldveiðimet á skipið sem stóð allt til ársins 1994. Frá 1978 var Magnús Þorvaldsson skipstjóri á skipinu og fylgdi því við eigandaskipti. Skipið átti að afhendast til Vopnafjarðar að lokinni loðnuvertíð 1996, en kom þangað á sumardaginn fyrsta 25. apríl. Eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið lá það í höfn á Reyðarfirði þar til það var selt út í febrúarbyrjun 2004, eða í rúm 3 ár.

Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og núverandi nafn Sikuk.