Færslur: 2013 Ágúst
04.08.2013 21:29
Costa Pacifica

Costa Pacifica, á Akureyri © mynd shipspotting Max Fey, 6. júlí 2012
04.08.2013 21:11
50 ara gamall trébátur á Hvammstanga með 8 hö Sabb-vél
- Sendi ég Ásgeiri, kærar þakkir fyrir þetta -


04.08.2013 20:22
Tjaldur SU 179

5655. Tjaldur SU 179 © mynd Óðinn Magnason, 3. ágúst 2013
AF FACEBOOK:
04.08.2013 18:25
Steini Vigg SI 110, í gær


1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 3. ágúst 2013
04.08.2013 18:00
Dagfari ÞH 40
![]() |
973. Dagfari ÞH 40 © mynd í eigu Emils Páls |
Smíðanúmer 409 hjá V.E.B. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1977. Lengdur 1979. Rifinn í Smedegaarde í Esbjerg, Danmörku í júní 2008.
Átta að rífa niður í Krossanesi við Eyjafjörð í nóv. 2007, en ekkert varð af því og því fór hann í eftirdragi með Strák SK (1100) til Danmerkur í júní 2008, báðir á leið í pottinn.
Nöfn: Dagfari ÞH 40, Ljósfari ÞH 40, Kári Sölmundarson RE 102, Ljósfari RE 102, Galti ÞH 320, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Björg Jónsdóttir II ÞH 320, Sigla SI 50, Sigurður Jakobsson ÞH 320, Straumnes RE 7 og Jón Steingrímsson RE 7.
Þær myndir sem vantar eru af eftirfarandi nöfnum: Kári Sölmundarson RE 102, Galti ÞH 320, Björg Jónsdóttir II ÞH 320 og Straumnes RE 7.
04.08.2013 17:42
Aðalbjörg aftur á flot
ruv.is:

Fornminjasjóður hefur úthlutað einni milljón króna til að gera hinn sögufræga bát Aðalbjörgu RE-5 upp. Forsvarsmaður verkefnisins vonast til þess að báturinn komist á flot aftur og fái nýtt hlutverk.
Í Árbæjarsafni stendur báturinn Aðalbjörg RE-5. Saga hennar er löng og skipar stóran sess í sögu Reykjavíkur. Aðalbjörg er þrjátíu tonna eikarbátur sem smíðaður var í Reykjavík á fjórða áratugnum. Þá var atvinnuástand í bænum slæmt og höfðu menn áhyggjur af því að þekking á skipa- og bátasmíðum væri að glatast. Aðalbjörg var gerð út sem vertíðarbátur til árins 1986, og fór þá á safnið þar sem hún hefur staðið síðan. Nú hefur Fornminjasjóður úthlutað einni milljón króna til að gera hana upp.
Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur og forsvarsmaður verkefnisins, segir að styrkurinn sé viðurkenning þar sem bátavernd fái í fyrsta sinn úthlutun úr sjóðnum. Markmið sé að viðhalda þekkingu, rétt eins og þegar Aðalbjörg var smíðuð, en mikilvægast sé þó að koma henni á flot. „Og í stuttu máli má segja að varðveisla upp á landi er ekki æskileg fyrir eikarbáta, þannig að þarf að bregðast núna fljótt við og ganga í verkið að og gera bátinn upp. Og ákjósanlegast væri í raun að koma honum aftur á sjó, það eru kjör aðstæður fyrir báta, að komast á sjó og vera í einhverri virkni,“ segir Guðbrandur.
Hann vonast til þess að Aðalbjörg verði sett á sjó og fái nýtt hlutverk. „Jafnvel í siglingum um sundin, út í Viðey, og svæðinu við gömlu höfnina. Maður veit svo sem ekki hver framtíðin verður, en óneitanlega fannst mér áhugavert að sjá hvernig Húnamenn, Húni II, hvernig menn hafa haldið honum við og fengið honum þetta skemmtilega hlutverk þar sem hann siglir um landið með tónlistarmenn og kemur við í höfnum víða um land. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort Aðalbjörgin geti fengið eitthvað slíkt hlutverk. Skemmtibátur yfir sundin, eða jafnvel hvalaskoðun.“
04.08.2013 17:03
Rex NS 3
![]() |
955. Rex NS 3, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 3. ágúst 2013 |
04.08.2013 15:51
Muninn GK 343 / Þorsteinn Gíslason KE 90
![]() |
||
|
|
04.08.2013 15:02
Steinunn gamla KE 69
![]() |
792. Steinunn gamla KE 69, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1964. Báturinn sem sést aftann við Steinunni gömlu er 479. Guðmundur Ólafsson KE 48 |
Smíðuð í Svíþjóð 1947, endurbyggð og lengd í Dráttarbraut Keflavíkur 1963. Sökk í Sandgerðishöfn 1973, talin ónýt og tekin af skrá sama ár
Nöfn Steinunn gamla GK 363 og Steinunn gamla KE 69.
04.08.2013 13:35
Hilmir KE 7
![]() |
566. Hilmir KE 7, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1964 |
Smíðaður í Lubeck-Travemunde, Þýskalandi 1960. Kjölurinn lagður í byrjun desember 1959. Afhentur 28. feb. 1960 og kom til Keflavíkur 9. mars 1960. Nýtt stýrishús sett á bátinn í Daníelsslipp 1978. Skemmdist af eldi í Hornarfjarðarhöfn 15. júlí 1989. Úreldur 27. des. 1989 og brenndur á áramótabrennu á Höfn 31. des. 1989.
Nöfn: Hilmir KE 7, Jökull SH 77 og Þinganes SF 25.
04.08.2013 12:51
Hafborg KE 54

519. Hafborg KE 54 og bak við hann sést í 479. Guðmund Ólafsson KE 48, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1964
Smíðaður í Hafnarfirði, 1961. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. des. 1980.
Nöfn: Hafborg KE 54, Hafborg ÓF 70, Hafborg SH 87 og Flosi SH 136
04.08.2013 11:47
Guðmundur Ólafsson KE 48


479. Guðmundur Ólafsson KE 48 og einhver óþekkt trilla, í Dráttarbraut Keflavíkur © myndir Emil Páll, 1964
Smíðaður í Stavaag, Noregi 1928. Dæmdur ónýtur vegna fúa 26. nóv. 1965.
Nöfn: Þór SU ??, Þór NK 32, Þór NS 13, Sigurður NS 13 og Guðmundur Ólafsson KE 48.
04.08.2013 11:00
Egill Skallagrímsson GK 100

381. Egill Skallagrímsson GK 100 © mynd af teikningu, Emil Páll
Smíðaður í Danmörku 1927. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1. okt. 1969.
Nöfn: Bjarnarey VE 9, Bjarnarey RE 27, Egill Skallagrímsson MB 73, Egill Skallagrímsson AK 73, Egill Skallagrímsson ÍS 130, Egill Skallagrímsson GK 100 og Sæberg SK 38.
04.08.2013 10:00
Jón Finnsson GK 506, Lómur KE 101, Skagaröst KE 34, Sigurbjörg KE 98, Silfri KE 24 og Stakkur KE 86

124. Jón Finnsson GK 506, 145. Lómur KE 101, 762. Skagaröst KE 34, 740. Sigurbjörg KE 98, 5690. Silfri KE 24 og 785. Stakkur KE 86 á Sjómannadaginn í Keflavík © mynd Emil Páll, 1964






