Færslur: 2013 Ágúst
30.08.2013 10:30
Ísak AK 67, í Keflavík í gær
![]() |
1986. Ísak AK 67, í Keflavík í gær © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2013 |
29.08.2013 22:20
Guðrún SH 156, út af Vatnsnesi í Keflavík, í gær










2753. Guðrún SH 156, út af Vatnsnesi í Keflavík, í gær © myndir Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 22:09
Óli Gísla HU 212 og Happasæll KE 94

2714. Óli Gísla HU 212 og 13. Happasæll KE 94, út af Vatnsnesi í Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 21:15
Óli Magg BA 30

2578. Óli Magg BA 30, að landa í Keflavíkurhöfn, í gær

2578. Óli Magg BA 30, á siglingu út Stakksfjörðinn, hér staddur fyrir utan Helguvík, í gær, eftir löndun © myndir Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 20:55
Anna EA 305 - nýja línuskipið hjá Samherja
2870. Anna EA 305, en ekki 30, eins og stendur á því á mynd þessari © mynd Sigurbrandur Jakobsson, fyrir 5 dögum, í ágúst 2013
Jafnframt eru þessar upplýsingar um skipið:
Skipaskránúmer 2870. Kallmerki TFCG, IMO nr. 9244738, DNV nr. 22885
Skipið var smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngera yfirhalningu árið 2008 þar sem vinnsludekkið var meðal annars endurbyggt og vistarverur endurbættar. Skipið er mjög vel með farið og vel útbúið til línuveiða en skipið er með brunn í miðju skipinu, fremst í vélarrúmi þar sem línan er dregin í gegnum en fá skip í heiminum eru þannig útbúin.29.08.2013 20:30
Sigurður farinn í sína hinstu för - nýtt skip í smíðum
![]() |
183. Sigurður VE 15 í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013
Ruv.is:
Sigurður VE, eitt af eldri aflaskipum íslenska flotans, siglir nú sína hinstu för til niðurrifs í Danmörku. Útgerð skipsins á von á nýju skipi í stað tveggja eldri.
53 ára skip
Sigurður var smíðaður í Þýskalandi fyrir rúmlega hálfri öld fyrir Ísfell á Flateyri, fyrirtæki Einars Sigurðssonar, sem nefndur var Einar ríki. Skipið kom til landins árið 1960. Eftir sameiningu útgerða varð það hluti af flota Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrst var Sigurður svokallaður síðutogari. Hann átti að nota til karfaveiða við Nýfundnaland. Þegar karfinn hvarf þar um slóðir var skipinu lagt. 1963 hélt skipið aftur til togveiða með góðum árangri. Tíu árum síðar var Sigurði breytt í nótaveiðiskip.
Yfir milljón tonn
Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri Sigurðar í hinstu siglingu skipsins, segir að Kristbjörn Árnason, sem var jafnan kallaður Bóbi, hafi fiskað meira en milljón tonn þau 30 ár sem hann var með skipið. Skipið komst í fréttirnar fyrir fleira en aflabrögð. Sumarið 1997 var Sigurður færður til hafnar í Noregi vegna loðnuveiða innan norskrar lögsögu sem útgerðin var sektuð fyrir.
Nýtt skip í stað tveggja eldri
Nú verður Sigurður að brotajárni í Danmörku. Helgi Marinó Sigmarsson var einn þeirra sem kvöddu Sigurð á bryggjunni í Vestmannaeyjum í gær. Helgi man vel eftir afleysingartúrunum á Sigurði fyrir rúmum fjörutíu árum. Hann vildi nota Sigurð áfram, sem skólaskip. Ísfélagið á von á nýju skipi til landsins í upphafi næsta árs. Það á að leysa tvö af eldri skipum félagsins af hólmi.
mbl.is:
Ísfélag Vestmannaeyja hf hefur gert samning um kaup á skipi sem er í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi. Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs.
Skipið er 80 metra langt og 17 metra breitt og er afar vel búið til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Kælitankar skipsins eru 2.970 rúmmetrar, samkvæmt tilkynningu frá ísfélaginu.
"Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota Ísfélagsins og þáttur í hagræðingaraðgerðum þess ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattlagningar stjórnvalda. Félaginu er ætlað að greiða um tvo milljarða í veiðigjöld og tekjuskatt á þessu ári. Félaginu er því nauðsynlegt að fækka skipum og auka hagræði á öllum sviðum rekstursins.
Gera má ráð fyrir að hið nýja skip leysi tvö af eldri skipum félagsins af hólmi, með tilheyrandi lækkun olíu- og launakostnaðar," segir í tilkynningu.
29.08.2013 20:16
Bjössi RE 277


2553. Bjössi RE 277, í Keflavík © myndir Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 19:16
Guðbjörg, Guðrún, Óli Gísla, Stakkavík, Addi afi, Pálína Ágústsdóttir og Happasæll

2500. Guðbjörg GK 666, 2753. Guðrún SH 156, 2714. Óli Gísla HU 212, 1637. Stakkavík GK 85, 2106. Addi afi GK 97, 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 og 13. Happasæll KE 94, utan við Helguvík, í gær © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 18:13
Guðbjörg GK 666 og Guðrún SH 156

2500. Guðbjörg GK 666 og 2753. Guðrún SH 156 út af Helguvík, í gær © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 17:15
Sólborg RE 270, í gær

2464. Sólborg RE 270, framan við Keflavíkina © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2013
29.08.2013 16:17
Öðlingur SU 19, Óli Gísla HU 212 og Happasæll KE 94, út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær
![]() |
| 2418. Öðlingur SU 19, 2714. Óli Gísla HU 212 og
13. Happasæll KE 94, út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll,
28. ágúst 2013 |
29.08.2013 15:20
Öðlingur SU 19 - og fiskur á hverjum krók




2418. Öðlingur SU 19, út af Vatnsnesi í Keflavík, í gær

Fiskur á hverjum krók - hjá þeim á 2418. Öðlingi SU 19, í gær
© myndir Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 14:18
Örn KE 15, í sleðanum og á Stakksfirði, í gær

2313. Örn KE 14, í sleðanum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

2313. Örn KE 14, siglir út Stakksfjörðinn, á leið sinni til Sandgerðis, í gær
© myndir Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 13:16
Addi afi GK 97 og Óli Gísla HU 212,


2106. Addi afi GK 97 og 2714. Óli Gísla HU 212, út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2013
29.08.2013 12:44
Addi afi GK 97 og Pálína Ágústsdóttir GK 1, út af Helguvík, í gær
![]() |
| 2106. Addi Afi GK 97 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, út af Helguvík, í gær © mynd Emil Páll, 28. ágúst 2013 |


Nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja 

