Færslur: 2013 Ágúst
16.08.2013 21:04
Pétur Þór BA, fær nýtt líf - gerður upp og heitir nú Esther EA 3
Pétur Þór BA sem legið hefur í höfn á Bíldudal í þó nokkur ár, en nú að fá nýtt líf, því nýr eigandi er kominn að honum og mun báturinn verða fluttur til Akureyrar og gerður þar upp. Mun hann fá nafnið Esther EA 3
![]() |
16.08.2013 20:24
Sæbyr ST 25

6625. Sæbyr ST 25 © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2013
16.08.2013 19:45
Svana ST 93
![]() |
6388. Svana ST 93 á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í júlí 2013 |
16.08.2013 19:00
Markús ÍS á botni Flateyrarhafnar og fleiri bátar á Flateyri og Ísafirði
Það er af björgun bátsins að segja að af tæknilegum ástæðum hefur frekari vinnu við björgunina verið frestað fram yfir helgi.
Eina vandamálið við myndirnar eru að þær eru mjög litlar, en vonandi kemur það ekki að sök.


616. Markús ÍS 777, á botni Flateyrarhafnar
2409. Guðrún Kristján
2609. Bliki
2779. Ingólfur

Á Ísafirði og Flateyri © myndir Sigurður Stefánsson, í ágúst 2013
16.08.2013 18:27
Eyborg ST 59, í gær



2190. Eyborg ST 59, kemur til Keflavíkur í gær, en hann hefur komið þangað með makríl, reglulega að undanförnu fyrir Nesfisk í Garði © myndir Emil Páll, 15. ágúst 2013
16.08.2013 18:00
Ella ÍS 119
2568. Ella ÍS 119 © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2013
16.08.2013 17:39
Makrílbátar á Steingrímsfirði í gær
Makrílbátar á veiðum inni á Steingrímsfirði í gær © mynd Jón Halldórsson, 15. ágúst 2013
16.08.2013 17:23
Sundhani ST 3
1859. Sundhani ST 3, á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2013
16.08.2013 16:21
12 tíma bilun að ljúka?
Svo virðist vera að 12 tíma bilun, á kerfinu sé loksins að ljúka. Þó ótrúlegt sé, þá fékk ég þær fréttir í hádeginu að bilun þessi hafi verið hjá hýsingaaðila 123.is en ekki hjá þeim sjálfum. Nú er því spurning hvað líður langur tími þar til 123.is er búið að gera allt klárt svo hægt sé að senda myndir.
15.08.2013 22:30
Á handfærum með Gauja Blakk á Stakki KE 86
Var róið í fyrstu frá Keflavík, en svo komum við líka að landi í Höfnum og eins fórum við upp undir Snæfellsnes og komum þá að landi á Arnarstapa. Aðallega komum við að landi á þessum stöðum til að geta sofið um borð í bátnum, en það var ósköp þæginlegt að sofna við sjávarguttlið. Miðað við daginn í dag, var þetta nokkuð annað, ekkert klósett og handfærarúllurnar dregnar upp með höndunum. Engu að síður var þetta eitt það skemmtilegasta úthald sem ég átti eftir að upplifa.
Oftast vorum við einir í róðrum, en þó kom Einar í Merki, sem var leigubílstjóri með okkur stundum.
Hér birti ég myndir sem ég tók meðan úthaldið stóð yfir og er það ekki endilega mikið um störfin um borð, heldur líka um landslagið sem við sáum frá borði, auk mynda af Gauja, Einari og múkkum, en þeir sóttu mikið að bátunum þegar við kúttuðum aflan, eins og þeir gera raunar enn í dag.

Múkkar við bátshliðina

Múkkar á flugi

Gauji Blakk, eða Guðjón Jóhannsson, við hlið stýrishússins og þarna sjáum við handfærarúllu eins og þá voru notaðar

Einar í Merki


Einar var mikill fuglavinur, eins og sést á þessum tveim neðri myndunum

Á leið inn til Keflavíkur með Hólmsbergið fyrir framan sig og framan við það er nafni bátsins, kletturinn Stakkur

Hér er Snæfellsjökull, í þó nokkri fjarlægð

Stakkur KE 86, stendur á björgunarhring bátsins, sem festur var við lúkkarskappann

Hér nálgust við meira Snæfellsnesið og jökull sést því betur

Það er varla hægt að greina land framundan, en þarna er Garðskaginn að koma í ljós


Garðskagavitarnir báðir koma betur og betur í ljós á þessum tveimur myndum

Hólmsbergið

Siglt inn Stakksfjörðinn og fjallarhringurinn með Keili í baksýn

Hólmsbergsviti, en vegna þess hve filman var orðin léleg eftir þessi tæpu 50 ár sést kletturinn Stakkur ekki © myndir Emil Páll, 1965
15.08.2013 21:59
Southern Actor

Southern Actor, í Sandefjord, Noregi © mynd Tomas Östberg- Jacobsen, 9. ágúst 2013
AF FACEBOOK:
Einar Örn Einarsson Systurskip Hvals 6 (ex Southern Sailor 1946) og Hvals 7 (ex Southern Wilcox 1945). En þeir voru allir í eigu sömu útgerðar og veiddu í sama móðurskipið í Suður Íshafinu. Allir byggðir í Middlesborough í Englandi. Ákaflega sterkbyggðir, stáilið í þeim unnið úr herskipaflökum úr seinni heimrstyrjöldinni. Hnoðaðir allir. Þeir áttu fjölda systurskipa og mörgum þeirra var breytt til annara nota, aðeins þessir 3 eru eftir og þessi sá eini sem er í upprunalegri mynd og skartar gömlu gufuljósavélinni úr Hval 7.
15.08.2013 21:16
Sandnes

Sandnes, í Bergen, Noregi © mynd shipspotting, Utferd, 1. ágúst 2013
15.08.2013 20:18
Ocean Harvest PD 198

Ocean Harvest PD 198, í Lerwick © mynd shipspotting Richard Paton 13. ágúst 2013
15.08.2013 19:21
Nordkapp
![]() |
Nordkapp, í Bergen, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen 6. ágúst 2013 |
15.08.2013 18:20
Masi F-29-H
![]() |
Masi F-29-H, í Hammerfest, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen |




