Færslur: 2013 Júlí
04.07.2013 20:12
Eldur í fiskibáti út af Garðskaga í dag - myndir og frásögn

Bátarnir í innsiglingunni til Sandgerðis í kvöld en sá fimmti slóst í för með á loka sprettingum. F.v. 6745. Eyja GK 305, 7201. Tveir Ásar HF 20, 7647. Þorsteinn, 6794. Æsa GK 115 og Gunnjón

Tveir Ásar HF 20 með Æsu GK 115 í togi og að baki þeim eru björgunarbátarnir Þorsteinn og Gunnjón

Hér beygja þeir inn í Sandgerðishöfn, f.v. Þorsteinn, Æsa, Gunnjón og Tveir Ásar © myndir Emil Páll, í kvöld 4. júlí 2013
Eldur kom upp í fimm tonna fiskibáti Æsu GK 115, með einn mann um borð þegar hann var staddur um 15 sjómílur NV-af Garðskaga í dag
Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum kl. 16.19 og var samstundis óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta og héldu tveir fiskibátar strax á staðinn. Áætluðu þeir 10-15 mínútna siglingu á staðinn. Skipverji bátsins brást hárrétt við þegar eldurinn kviknaði og lokaði öllum aðkomuleiðum að eldinum og virtist það hafa áhrif á útbreiðslu hans. Fiskibátarnir komu nær samstundis á staðinn eða kl. 16.49 og virtist þá ástand um borð vera stöðug, manninn sakaði ekki og var ákveðið að annar báturinn Tveir Ásar HF 29 tæki hann í tog áleiðis til Sandgerðishafnar og var komið þangað á áttunda tímanum í kvöld
Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Njörður Garðarsson úr Reykjanesbæ, Þorsteinn úr Sandgerði og Gunnjón úr Garðinum voru einnig kallaðir út og héldu á vettvang. Auk þess var björgunarskipið Einar Sigurjónsson úr Hafnarfirði sett í viðbragðsstöðu og var það tilbúið að fara með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og búnað til aðstoðar. Slóust björgunarbátarnir Þorsteinn og Gunnjón í för með Æsu og Tveim Ásum en aðrar björgunareiningar voru afturkallaðar, að því er fram kom á mbl.is
7201. Tveir Ásar HF 20 með 6794. Æsu GK 115 á síðunni í Sandgerðishöfn í kvöld

7201. Tveir Ásar HF 20 með 6794. Æsu GK 115 á síðunni koma að bryggju í Sandgerðishöfn í kvöld
Björgunarbáturinn Gunnjón, frá Garði, í Sandgerði í kvöld

7647. Þorsteinn tekinn á land í Sandgerði í kvöld
© myndir Emil Páll, 4. júlí 2013
04.07.2013 19:08
Kap VE 4 og Dala - Rafn VE 508

2363. Kap VE 4 og 2758. Dala - Rafn VE 508, í Vestmannaeyjahöfn © mynd Friðrik Friðriksson, um síðustu helgi, júní 2013
04.07.2013 18:35
Sigurður VE 15, Lóðsinn o.fl. í Vestmannaeyjum
![]() |
04.07.2013 17:40
Hættir á rækju og fara trúlega á makríl
![]() |
Síðasta rækjulöndunin úr 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 að sinni, á Siglufirði, síðan var siglt til Keflavíkur þar sem skipt var um troll og trúlega tekið makríltrollið um borð © Hreiðar Jóhannsson, 1. júlí 2013. Sama held ég að hafi gerst með Berglín, nema hvað hún sigldi til Sandgerðis
04.07.2013 16:44
Orion ex Jóna Eðvalds SF 20, í Dakhla
![]() |
|
AF FACEBOOK: Guðni Ölversson Hrikalega subbulegt prik þetta |
04.07.2013 15:47
Örvar SH 777 - í dag - 2011 með baugju og færi í skrúfunni - Valdimar Axelsson háseti

2159. Örvar SH 777, við bryggju í Reykjavík © mynd faxagengið, faxire9.123.is, í júní 2013

2159. Örvar SH 777, við bryggju í Reykjavík, fyrir nokkrum dögum © mynd faxagengið, faxire9.123.is, 2013

2159. Örvar SH 777, nýkominn í land, veturinn 2011, með baugju og færi í skrúfunni © mynd Sigurbrandur Jakobsson

Valdimar Axelsson, háseti á 2159. Örvari SH 777 © mynd Sigurbrandur Jakobsson, veturinn 2011

Valdimar Axelsson, háseti á 2159. Örvari SH 777, pósar fyrir ljósmyndarann © mynd Sigurbrandur Jakobsson, veturinn 2011
04.07.2013 14:40
Tjaldur SH 270


2158. Tjaldur SH 270 © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 19. maí 2011
04.07.2013 13:44
Drangavík VE 80


2048. Drangavík VE 80, í Vestmannaeyjum © myndir Friðrik Friðriksson, í síðustu viku júní mánaðar 2013
04.07.2013 12:45
Bylgjan VE 75, Kap II VE 7 og Portland VE 97
![]() |
2025. Bylgjan VE 75, 1062. Kap II VE 7, 219. Portland VE 97 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Friðrik Friðriksson, í júní 2013 |
04.07.2013 11:11
Bylgja VE 75 - á sjó, séð frá Steinunni SF 10 og við bryggju í Eyjum

2025. Bylgja VE 75 © mynd frá Geir Garðarssyn, ljósm.: Pálmi, um borð í 2449. Steinunni SF 10, 16. maí 2009


2025. Bylgja VE 75, við bryggju í Vestmannaeyjahöfn í lok síðustu viku © myndir Friðrik Friðriksson, í júní 2013
04.07.2013 10:40
Höfrungur BA 60, Pilot BA 6 og Pétur Þór BA 44
![]() |
1955. Höfrungur BA 60, 1032. Pilot BA 6 og 1491. Pétur Þór BA 44 á Bíldudal © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, í júní 2013
04.07.2013 09:48
Andri BA 101 og Ýmir BA 32
![]() |
| 1951. Andri BA 101 og aftan við hann er 1499. Ýmir BA 32, í höfn á Bíldudal © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, í júní 2013 |
04.07.2013 08:52
Brynjar BA 128


1947. Brynjar BA 128, utan við Bíldudal © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, í júní 2013
04.07.2013 07:00
Draumur og Máni

1547. Draumur og 1487. Máni, á Dalvík © mynd Hreiðar Jóhannsson, 3. júlí 2013
04.07.2013 06:33
Sigurbjörg ÓF 1 á Akureyri
![]() |
1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Akureyri og vélstjóri af Sleipni í forgrunn © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 2. júlí 2013







