Færslur: 2013 Júlí

11.07.2013 21:30

Goðafoss - í dag
             Goðafoss, að nálgast Garðskaga í dag, nýfarinn frá Reykjavík © myndir Emil Páll, teknar úr Garðsjó, 11. júlí 2013

11.07.2013 21:07

Myndir frá EPJ valda skrifum á Hólmavík

Eftirfarandi skrif á vef Jóns Halldórssonar, holmavik.123.is eru í framhaldi af birtingu mynda hér á síðunni. Endurbirti ég nú færslu hans, en tek fram að myndirnar sem eru frá mér eru birtar hjá honum með full leyfi frá mér, enda gott samstarf milli okkar Jóns. og bara gaman þegar gott samstarf er í gangi.
 

Margt er nú kolruglað, þessi bátur er skráður með heimahöfn á Hólmavík en ehf ið í Hafnarfirði..

 
 
 
 
Jón Gunnlaugs ST 444 ..Þannig er í pottinn búið að eigandinn á ættir að rekja til Asparvíkur hér á Ströndum þar sem Jón nokkur Bjarnason eitt sinn í nokkra mánuði var Sjávarúrvegsráðherra og tengist honum talsverðum böndum, og báturinn er á hugmyndarækjuveiðum og er gerður út frá Hafnarfirði, í eigu Jóhannesar H. Sigmarssonar í Hafnarfirði en er skráður á bryggjuhausinn á Hólmavíkurbryggjunni og er skráður í eigu I.F.S. ehf. á Hólmavík, samkvæmt vef Fiskistofu, fyrst og fremst til að komast í rækju byggðarkvótann sem verður úthlutað hér sem annarstaðar á landinu innan fárra vikna? Ef þetta dæmi er ekki verið að fara á bak við allt réttlæti þá veit ég ekki hvað, svipað dæmi og með forsetafrúna sem er flúin land með sína litlu skatta hér á landi voru en Óli kallin hér á fróninu, og Jón Gunnlaugs ST 444 er gerður út frá Hafnarfirði og eigandinn er þar og á heima þar en báturinn Jón Gunnlaugs ST 444 er skráður með heimahöfn á Hólmavík þvílíkt bull er þetta kerfi sem það er, algjör hneykslan fyrir flesta rétt hugsandi landa vora hér á fróninu góða.
 

Myndir Emil Páll skipaáhugamyndabloggari  -  http://emilpall.123.is/

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Strákurinn var með þetta prik á lúðulínu fyrir nokkrum árum

11.07.2013 20:20

Sæborg SU 48, makrílveiðibátur út af Garðinum í dag
            2641. Sæborg SU 48, út af Garðinum og Leirunni, í dag © myndir Emil Páll, 11. júlí 2013


11.07.2013 19:32

Ólafur HF 200, á makrílveiðum í dag
             2483. Ólafur HF 200, á makrílveiðum, úti af Garðinum í dag © myndir Emil Páll og Friðrik Friðriksson, 11. júlí 2013

11.07.2013 19:01

Nanna Ósk II ÞH 133 - í dag


              2793. Nanna Ósk II ÞH 133, siglir inn með Hólmsbergi í Keflavík í átt að Grófinni, í dag


                           Báturinn við munninn að Grófinni, í Keflavík í dag
              2793. Nanna Ósk II ÞH 133, í Grófinni, Keflavík, í dag © myndir Emil Páll, 11. júlí 2013

11.07.2013 18:13

Sóley Sigurjóns landar makríl í Keflavík

Togarinn Sóley Sigurjóns GK 200 kom inn til Keflavíkur í morgun til að landa makríl, eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð.


             Verið að ljúka löndun úr 2262. Sóleyju Sigurjóns GK 200, í Keflavíkurhöfn, eftir hádegi í dag © mynd Emil Páll, 11. júlí 2013

11.07.2013 13:30

Hafdís ÍS 205 / Ýr KE 14                                              1748. Hafdís ÍS 205, árið 1987


                                 1748. Ýr KE 14, árið 1988 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 110 hjá Rönnangs Svets AB í Rönnang, Svíþjóð 1984. Keyptur hingað til lands 1986.

Nöfn: Katty GG 373, Hafdís ÍS 204, Ýr KE 14 og Jón Klemenz ÁR 313. Seldur úr landi til Skotlands 21. des. 1994 og eftir það er ekkert vitað um skipið, hvorki nöfn né annað.

11.07.2013 13:00

Geirfugl GK 66

               88. Geirfugl GK 66, í Grindavík © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 49 hjá Sörviknes Skipsbyggery, Syviksgrend, Noregi 1960. Stækkaður 1980. Lengdur 1981. Yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Sökk 30 sm. N af Skagatá 2. september 2004.

Nöfn: Héðinn ÞH 57, Geirfugl GK 66 og Kópnes ST 46.

11.07.2013 11:12

Jöfur KE 17 - í dag Berglín GK 300


                                1905. Jöfur KE 17, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil PállSmíðanr. 33 hjá Stálvík hf. í Garðabæ. Gefið nafn 16. apríl 1988, hljóp af stokkum 17. apríl og afhentur 28. júlí 1988. Breytt í Póllandi 2004.

Nöfn: Jöfur KE 17, Jöfur ÍS 172 og Berglín GK 300.

11.07.2013 10:26

Hrungnir GK 50 - í dag Fjölnir SU 57


                237. Hrungnir GK 50 o.fl. í Grindavík © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S í Sandefjord, Noregi 1963. Kom nýr til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966.

Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar, 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þrem vikum síðar og var tekin til viðgerðar. Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að  björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.

Endurbyggður í Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað, eftir að hafa strandað aftur og nú á Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.

Yfirbyggður í Njarðvíkurslipp 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebastian, Spáni, sumarið 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. vorið 2007.

Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 ( í 34 ár) og núverandi nafn er Fjölnir SU 57.

11.07.2013 09:35

Mummi GK 120
                                     21. Mummi GK 120 © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 8 hjá Brattvaag Johnsens Skipverft, Brattvaag, Noregi 1959, Lengdur 1966.

Eftir að báturinn komst í norskra eign var honum breytt í tankara (brunnbát) hjá Bugeverk. Endurbyggður hjá Flatsetsund Enineering í Frei í Noregi 2001.

Var í Noregi með IMO nr. 7012867 en af einhverri ástæðu var því breytt í Írlandi í 503.476.

Seldur úr landi til Noregs í ágúst 1990 og þaðan til Írlands 2002.

Nöfn: Auðunn GK 27, Hafsteinn GK 107, Hafsteinn RE 133, Mummi GK 120, Atlanúpur ÞH 263 og núverandi nafn: Brudanes

11.07.2013 08:43

Guðrún ÍS 229
                                       1336. Guðrún ÍS 229 © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 2 hjá Haraldi Aðalsteinssyni, Patreksfirði 1973. Úreldur 19. okt. 1994. Rifinn í jan. 1995.

Nöfn: Tjaldur BA 15, Tjaldur ÍS 229, Guðrún ÍS 229, Guðrún KE 20, Þórður Kristinn HF 40 og Stígandi VE 77

11.07.2013 07:00

Bolli KE 46                              1248. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 20 hjá  Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði, 1972. Úreldur 24. nóv. 1992. Seldur til Noegs í júlí 1993. Kaupandi í Noregi var Lárus Ingi Lárusson, sem var ættaður úr Njarðvik og hafði þá búið ytra í 10 ár. Gaf hann bátnum nafnið Oddbjörg, eftir tengdamóður sinni og sigldi bátnum út. Fór hann frá Njarðvík að kvöldi 30. júlí 1993 og kom til heimahafnar í Noregi 8. ágúst. Í Noregi ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát og var með skipaskrárnúmerið L9567.

Nöfn: Kristín NK 17, Bliki SU 108, Vörðufell HF 1, Vörðufell KE 117, Bolli KE 46 og Oddbjörg. Ókunnugt um frekari sögu.

11.07.2013 06:20

Sigurborg KE 375 - í dag Sigurborg SH 12

            1019. Sigurborg KE 375 - í dag Sigurborg SH 12 © mynd Emil Páll

10.07.2013 23:00

Skemmtileg uppákoma, þó svo að veðrið hafi verið óvinur ljósmyndaranna

Nú birti ég langa myndasyrpu, sem að hluta til er með tvö skip sem hafa í sumar fengið hér mikla myndasyrpu um sig.  Tilefnið nú var að ÁHÖFNIN Á HÚNA var að koma til Keflavíkur til að halda tónleika til styrktar Landsbjörg, en farkostur þeirra er Húni II EA 740. Af því tilefni stóð til að tveir jafnaldrar sem báðir eru fæddir 1963, þ.e. Húni II og Moby Dick myndu mætast undir Hólmsberginu og sigla saman til Keflavíkurhafnar, en það fór þó öðruvísu og sennilega vegna þess að Húni var fyrr á ferðinni en menn áttu von á. En þessi bæði skip hafa áður fengið mikla kynningu hér á síðunni.

Engu að síður hafði björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein, svo og annar minni mætt Húna II úti í Garðsjó og sigldu því með skipinu í átt til Keflavíkur og er þeir voru að nálgast Vatnsnesið í Keflavík mættu þeir Moby Dick sem bættist í hópinn. Því miður var þéttur úði og mikil þoka þess valdandi að myndir voru kannski ekki eins góðar og menn áttu von á, en samt er furða hvað myndatakan tókst, en um borð í Moby Dick voru fjórir ljósmyndarar þ.e. þrír tengdir tveimur skipasíðum og síðan ljósmyndari frá Morgunblaðinu. Hverjir þetta eru sést á þeim myndum sem nú koma og sýna sem aðalmál þessarar færslu,  öll skipin fjögur svo og ýmsar mannamyndir sem gaman er af.

               108. Húni II EA 740 og 2310. Hannes Þ, Hafstein, koma brunandi inn Stakksfjörðinn

                 108. Húni II EA 740, mætir Moby Dick og þar með ljósmyndaragenginu

                   Jafnaldrarnir búnir að mætast og flauta hvor á annan

            Hér er Húni II búinn að mæta Moby Dick og sá síðarnefndi snýr því við og fer á eftir honum

             Markús Karl Valsson (Krúsi stillir myndavélina) er Húni og Moby Dick eru komnir á sömu leið

                             Tveir fimmtugir og báðir mjög glæsilegir þarna á ferð

                   2310. Hannes Þ. Hafstein er frá árinu 1973 og því aðeins 10 árum yngri en Húni II og Moby Dick. Mun þetta vera elsti björgunarbátur landsins sem enn er í notkun

                             2310. Hannes Þ. Hafstein og 7673. Njörður Garðarsson

                  Þeir á 7673. Nirði Garðarssyni fóru margar hringi í kring um okkur, enda vissu þeir að þarna var ljósmyndaragengið. Hér sést loksins almennilega til lands, enda erum við komnir alveg upp undir Keflavíkurhöfn

                   Þótt skyggnið sé slæmt sökum þokunnar og rigningarinnar sést byggðin í Keflavík, þegar 2310. Hannes Þ, Hafstein og 108. Húni II EA 740, beygja inn í Keflavíkurhöfn

           108. Húni II EA 740, kominn að bryggju í Keflavík og 2310. Hannes Þ. Hafstein rennir sér fram fyrir hann þar sem honum var úthlutað pláss

             Hér sjáum við þrjá af fjórum ljósmyndurum sem voru um borð í Moby Dick. F.v. Emil Páll, síðan Reynir Sveinsson, fréttarritari Morgunblaðsins í Sandgerði og Markús Karl Valsson (Krúsi) síðueigandi.

           Fjórði ljósmyndarinn, var Friðrik Friðriksson, en hann var aðstoðarmaður minn í þessari ferð

                                            Guðmundur Falk, skipstjóri á Moby Dick

             Helga Ingimundardóttir framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Keflavíkur sem gerir út Moby Dick og Reynir Sveinsson, fréttarritari MBL.

              Jafnaldrarnir 108. Húni II EA 740 og 46. Moby Dick í Keflavíkurhöfn í dag. Endilega þurfti þokan að vera erfið þegar þessi mynd var tekin

                  Hvalaskoðun Keflavíkur, er með söluskúr og aðsetur á hafnargarðinum í Keflavík

                Margt manna dreif að þegar bátarnir komu að bryggju, hér sjáum við m.a. hafnarverðina Jóhannes Jóhannesson og Jón Pétursson, hafnarstjórann Pétur Jóhannsson og Einar Magnússon stjórnarformann hafnarinnar

                    Helga Ingimundardóttir, Guðmundur Falk og vélstjóri Moby Dick sem ég veit ekki nafnið á, ræða við Krúsa (Markús Karl Valsson) og sonur hans fylgist með

                                 Mugison, sem er einn af hljóðfæraleikurunum um borð

                 Hér er annar hljómsveitarmaðurinn, Jónas Sig, að spjalla við einhvern


   © myndir Emil Páll og Friðrik Friðriksson, í dag, 10. júlí 2013