Færslur: 2013 Júlí

10.07.2013 22:05

Frá Siglufirði


               Frá Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013

10.07.2013 21:21

Hilmir ST 1 og Hlökk ST 66, í dag


                               7456. Hilmir ST 1, á Hólmavík í dag


            2696. Hlökk ST 66, á Hólmavík í dag © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  10. júlí 2013

10.07.2013 20:23

Hafborg SI 4 o.fl.
                   2458. Hafborg SI 4 o.fl. á Siglufirði ©  myndir Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013      

10.07.2013 19:25

Petra SI 18 o.fl.


               2668. Petra SI 18 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013

 

10.07.2013 18:32

Viggó SI 32


             1544. Viggó SI 32, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013

10.07.2013 18:14

Steini Vigg SI 110


   

            1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013

10.07.2013 16:54

Húni II EA 740, Hannes Þ. Hafstein, Njörður Garðarsson og Moby Dick - meira í kvöld

Þrátt fyrir dapurt skyggni náðum við Friðrik Friðriksson sæmilegri syrpu af því þegar Húni II kom til Keflavíkur í dag, en áhöfnin á Húna verður þar með tónleika í dag. Hér birti ég aðeins smá sýnishorn, en þær verða fleiri sem birtast í kvöld ásamt ýmsu fólki. Myndir þessar voru teknar er við fórum út með Moby Dick til að taka á móti Húna, en þeir eru jafnaldra, báðir smíðaðir 1963. Áður voru Húni og Hannes Þ. Hafstein búnir að mætast en sá síðarnefndi er aðeins 10 árum yngri, en hann er elsti björgunarbáturinn hérlendis í dag.

- nánar um þetta síðar í kvöld -


                                108. Húni II EA 740, á Stakksfirði í dag


           Björgunarbátarnir 2310. Hannes Þ. Hafstein og 7673. Njörður Garðarsson


            Jafnaldrarnir 108. Húni II EA 740 og 46. Moby Dick, í Keflavíkurhöfn

                               © myndir Emil Páll. Ath. skyggnið var dapurt enda stanslaus úði

                  - Mikið meira í kvöld og þá myndir frá okkur báðum, mér og Friðrik Friðrikssyni -

 

 

10.07.2013 16:31

Þuríður Halldórsdóttir GK 94 og Víkurberg GK 1


               1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 utan á 979. Vikurbergi GK 1, fyrir margt löngu
                                                  © mynd Emil Páll

10.07.2013 14:31

Nonni GK 64


           991. Nonni GK 64, á Stakksfirði © mynd Emil Páll

 


                      991. Nonni GK 64, við bryggju í Höfnum © mynd Emil Páll

Smíðaður sem nótabátur, á Ísafirði 1950. Dekkaður hjá Ólafi Guðmundssyni á Árbæ við Ísafjörð og tók endurbyggingin mörg ár en báturinn var skráður sem fiskibátur 1965. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. mars 1992.

Átti upphaflega að heita Nói, en hætt var við það.

Nöfn: Nonni ÍS 64, Nonni GK 64 og aftur Nonni ÍS 64.

10.07.2013 13:42

Smíðaður 1955, talinn ónýtur 1968. Endurbyggður 1970. Brotinn niður 2008

Hér er á ferðinni einn af hinum dæmigerðu vertíðar- eikarbátum sem bar mörg nöfn, sem koma fram undir myndinni, ásamt sögu bátsins í stuttu máli


                630. Haförn SH 40, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Scheepsbow Werft N.v. Strandby, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 1968. Endurbyggður eftir teikningu Bjarna Einarssonar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970 og settur aftur á skrá það ár.  Skráður sem skemmtibátur 1997. Tekinn af skrá 9. nóv. 2002, hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp 19. desember 2008.

Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti St 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.

10.07.2013 12:43

Gunnar Hámundarson GK 357 - tæplega sextugur og enn til


                500. Gunnar Hámundarson GK 357 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Hún er stutt saga þessa glæsilega báts, því frá því að hann var hleypt af stokkum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 1954, hefur hann alltaf haldið sama nafni og númeri og gerir ennþá.

Að vísu hefur hann ekkert verið gerður út síðan í júní 2007 og því legið ýmist í Keflavíkur- og/eða Njarðvikurhöfn.

Einu breytingarnar eru að settur var á hann hvalbakur og nýtt stýrishús.

10.07.2013 11:02

Knörrinn - á Ólafsfirði


                 306. Knörrinn, á Ólafsfirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 9. júlí 2013

Smíðaður sem fiskiskip hjá Slippstöðinni, Akureyri 1963. Síðast á veiðum í mars 1994 og eftir það gerður að farþegaskipi.

Nöfn: Auðunn EA 157, Sævar ÞH 3, Árni Gunnlaugs ÍS 33, Hrönn ÓF 58, Hrönn EA 258, Knörrinn ÞH 306 og núverandi nafn, Knörrinn (án númers)

10.07.2013 10:30

Skagaröst KE 70 - nú Grænlenskur


             212. Skagaröst KE 70, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 256 hjá Lindströl Skips & Batbyggeri, Risör, Noregi 1960. Lengdur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1986. Yfirbyggður og breytt í Noregi 199?. Úreltur samkv. samþ. 3. sept. 1994. Seldur úr landi til Grænlands 22, desember 1994.

Kom í slipp í Hafnarfirði i júlí 2002 og var þá gjörbreyttur í útliti frá því sem áður var, er hann var undir íslenskum fána.

Nöfn: Sæþór ÓF 5, Sæfari AK 171, Erlingur Arnar VE 124, Hringur GK 18, Vatnsnes KE 30, Axel Eyjólfs KE 70, Skagaröst KE 70, Ögmundur RE 94, H.B. Lyberth GR 7-240, Anna Kill GR  6-8 og núverandi nafn: Mask Tender GR 6-8.

10.07.2013 09:40

Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10


               93. Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 © mynd Emil Páll

 

Smíðanr. 257 hjá Lundstöls Skips & Batbyggeri A/S, Linstöl, Noregi 1962. Stækkaður 1964. Endurbyggður í Reykjavík 1974-1975, eftir að bruni hafði komið upp í bátnum 29. ágúst 1973 út af Skaftárósi. Dró ms. Esja hann fyrst til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur. Yfirbyggður hjá Karsteinssens, Skagen, Danmörku 1982. Lengdur 1986 í Nyköbing Mors, Danmörku. Fór í pottinn til Danmerkur í október 2005 og dró með sér Val GK, en Valur slitnaði aftan úr um 130 sm. V. af Færeyjum og hirti danskt varðskip síðan bátinn eins og hvert annað rekald úti á rúmsjó og dró til Færeyja og síðan var hann dreginn til Danmerkur eftir þó nokkurn tíma.

Nöfn: Helgi Flóventsson ÞH 77, Sólfari AK 170, Skjaldborg RE 40, Stígandi II VE 477, Hrafn Sveinbjarnason II GK 10, Særún ÁR 400, Náttfari HF 185, Nói EA 477 og Bryjólfur ÁR 3.

 

10.07.2013 08:40

Happasæll KE 94 - i dag Grímsnes BA 555
                               89. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 57 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1963. Lengdur 1966. Yfirbyggður 1987.

Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafalda SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30, Grímsnes GK 555, Grímsnes HU 555 og aftur Grímsnes GK 555 og núverandi nafn: Grímsnes BA 555.