Færslur: 2013 Júlí

27.07.2013 12:31

ÝR KE 14


                                             1748. Ýr KE 14, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur


                                1748. Ýr KE 14, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1988

Smíðanr. 110 hjá Rönnangs Svets AB í Rönnang, Svíþjóð 1984. Keyptur hingað til lands 1986.

Nöfn: Katty GG 373, Hafdís ÍS 204, Ýr KE 14 og Jón Klemenz ÁR 313. Seldur úr landi til Skotlands 21. des. 1994 og eftir það er ekkert vitað um skipið, hvorki nöfn né annað.

27.07.2013 11:46

Þórkatla GK 97, Vörðunes GK 45, Þorbjörn GK 540 og Már GK 55 í höfn í Grindavík

 

             920. Þórkatla GK 97, 951. Vörðunes GK 45, 914, Þorbjörn GK 540 og 23. Már GK 55 í Grindavík © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

27.07.2013 10:51

Heimir KE 77
                              12. Heimir KE 77, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 39 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í South Shields, Englandi 1987. Dæmdur ónýtur 1998. Lá við bryggju í Bolungarvík til hann var fluttur til Krossaness til niðurrifs í nóv. 2007. Þar var þó ekki lokið við að rífa hann heldur var hann fluttur hálf niðurrifinn til Siglufjarðar og þar lá hann lengi í fjöruborðinu.

Kom fyrst til Sandgerðis og var aðeins 4 sólarhringa og 6 klukkustundir á leiðinni frá Noregi. Meðalhraðinn á heimleið var 10 1/2 sjómíla. Sú nýjung var við skipið að lestin var sandblásin og málum með Epoxy-málningu frá Málningu hf. og var það einnig algjör nýjung að málning væri flutt úr héðan til að setja á nýtt skip. Skipið hét í höfuðið á einum aðaleiganda Borgarkletts hf., Árna Magnússyni bónda í Landakoti í Sandgerði. En hann var kunnur sjósóknari á Suðurnesjum og var með fyrstu skipstjórum á þilskipum.

Nöfn: Árni Magnússon GK 5, Árni Magnússon SU 17, Árni Magnússon ÁR 9, Heimir KE 77, Gummi Einars ÍS ???, (stóð aðeins á bátnum í 5 daga), Guðmundur Einarsson ÍS 28, Glaður HU 67, Geysir BA 140 og Geysir RE 82.

27.07.2013 09:49

Óli Gísla HU 212


           2714. Óli Gísla HU 212, í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © mynd Emil Páll, 26. júlí 2103

27.07.2013 09:00

Gamlar úr Höfnum: Stjarnan GK 70, Hrönn KE 56, Sleipnir KE 112 o.fl.


             6172. Stjarnan GK 70, 1601. Hrönn KE 56 og 6483( B1493) Sleipnir KE 112 o.fl.


           6172. Stjarnan GK 70, og 1601. Hrönn KE 56, í Höfnum á Reykjanesi og má segja að þær séu komnar nokkuð vel til ára sinna © mynd Emil Páll

27.07.2013 07:46

Ólafur VE 149
                   1644. Ólafur VE 149, í Njarðvikurhöfn fyrir áratugum. Saga hans var birt hér á síðunni fyrir nokkrum dögum © myndir Emil Páll

27.07.2013 07:00

Nafnlaus í Keflavík

Get engan veginn munað hvaða nafn var á þessum báti, en myndina tók ég fyrir nokkrum áratugum


                              © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum áratugum

26.07.2013 22:30

Hoffell SU 80 / Jón Jónsson SH 187 / Haförn ÁR 115 / Haförn SK 17 / Skálafell ÁR 50

Í gær flutti ég syrpu af 1125, sem seiðast hér Gerður ÞH 110 og fór í gær í drætti hjá Skálafelli ÁR 50 í pottinn, en þangað er raunar för þeirra beggja áætluð og eru þeir nú í hafi á leiðinni út. Birti ég því nú sögu Skálafellsins en það skip var smíðað í Noregi 1959 og var í útgerð hérlendis fram á síðasta haust og er nú farið í sína hinstu för. Skip þetta hefur borið ótrúlega fá nöfn á öllum þessum tíma.


              100. Hoffell SU 80, í heimahöfn sinni Fáskrúðsfirði © mynd í eigu Þórs Magnasonar


                          100. Hoffell SU 80 © mynd Snorrason


       100. Jón Jónsson SH 187 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                     100. Jón Jónsson SH 187 © mynd Snorrason


                        100. Jón Jónsson SH 187 (t.h.) © mynd Hilmar Bragason


                                      100. Haförn ÁR 115 © mynd Ísland 1990


                        100. Haförn SK 17 © mynd af heimasíðu Hoffells SU 80


                      100. Haförn SK 17 © mynd Snorrason


                         100. Skálafell ÁR 50 © mynd Hilmar Bragason 2010


                       100. Skálafell ÁR 50 © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010


                          100. Skálafell ÁR 50 © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010


                         100. Skálafell ÁR 50 © mynd Emil Páll, í okt. 2010


                           100. Skálafell ÁR 50 © mynd Emil Páll, í okt. 2010


           100. Skálafell ÁR 50, í Njarðvíkurhöfn sl. þriðjudag og fyrir aftan bátinn er einmitt 1125. Gerður ÞH 110 en saman fóru þeir í gærdag eins og sést á næstu mynd © mynd Emil Páll, 23. júlí 2013            100. Skálaberg ÁR 50, með 1125. Gerði ÞH 110 í drætti, í gær á leið í pottinn, í þokuslæðingnum, en þarna eru þeir í raun að sigla inn í þokuna, við Hvalsnes © mynd Emil Páll, 25. júlí 2013

Smíðanúmer 3 hjá Einari S. Nielssen Mek. V., Harstad, Noregi 1959. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Njarðvikurhöfn 1993 af Skipabrautinn hf., Njarðvík.

Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en ekki notaður.

Nöfn: Hoffell SU 80, Fagurey SH 237, Jórunn Sigurðar ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17, Haförn SK 27 og núverandi nafn og um leið það síðasta: Skálafell ÁR 50

26.07.2013 21:57

Bolli KE 400 - og kraumandi makríll

Núna rétt áðan fjölmennti fólk niður á Hafnarbraut í Njarðvík til að horfa á kraumandi makríltorfu þar fyrir utan, já eða réttara sagt torfur. Enginn bátur var þar nærri, en á sama tíma var Bolli KE 400 að hringsóla rétt fyrir utan án þess að hann sæi hvað var í gangi, síðan er báturinn kom upp að hafnargarðinum í Keflavík stökk maður um borð í hann með upplýsingar um torfurnar og hélt báturinn þegar á staðinn, en sökum tímaskorts hjá mér gat ég ekki fylgst meira með framvindu mála.

Birti þó tvær myndir sem ég tók af torfunni svo og þrjár myndir af bátnum er hann var að hringasóla upp við landsteinanna hér í kvöld.


                             

                                  6996. Bolli KE 400, út af Vatnsnesi í Keflavík, í kvöld

                               Kraumandi makríll upp í harða landi í Njarðvik, í kvöld


                      6996. Bolli KE 400, kominn að hafnargarðinum í Keflavík, í kvöld
                                                   © myndir Emil Páll, 26. júlí 2013

26.07.2013 20:28

Bragi GK 30 - í dag Dagný RE 113


               1149. Bragi GK 30, í Sandgerði © myndir Emil Páll, um 1987
 

 

 

Smíðanúmer 6 hjá Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum 1971. Endurbyggður af Halldóri Magnússyni í Súðavík. Breytt í skemmtibát í Reykjavík.

Nöfn. Ingi GK 148, Ingi ÍS 148, Jörundur Bjarnason BA 10, Bragi GK 30, Auðunn ÍS 110, Tindur ÍS 109, Sævaldur EA 203, Húní ÍS 68, aftur Ingi GK 148, Ásdís SH 300, Ásdís ÞH 48 og núverandi nafn: Dagný RE 113.

26.07.2013 19:24

Hrönn KE 56, Guðrún KE 20 og Óli KE 16

 

         1601. Hrönn KE 56 ( sá rauði -), 1336. Guðrún KE 20 og 1230. Óli KE 16 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir áratugum síðan

26.07.2013 18:17

Sæljómi GK 150, Matti KE 123 og Júlía VE 123


 

            1294. Sæljómi GK 150, 360. Matti KE 123 og 623. Júlía VE 123 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

26.07.2013 17:21

Þorlákur ÍS 15


                 2446. Þorlákur ÍS 15, í slippnum í Stykkishólmi

                             © mynd Bragi Snær, 4. júní 2013

26.07.2013 16:22

Skálaberg RE 7


           2850. Skálaberg RE 7, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í júlí 2013

26.07.2013 15:25

Makrílveiðar í grænlenskri lögsögu stöðvaðar

Vefur Fiskistofu:

Makrílveiðar íslenskra skipa í grænlenskri lögsögu hafa náð því hámarki, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett. Veiðarnar eru því stöðvaðar frá og með kl 12:00 föstudaginn 26. júlí 2013.