Færslur: 2013 Júlí

21.07.2013 20:19

Glófaxi VE 300


            968. Glófaxi VE 300, í Vestmannaeyjum í gær © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013

21.07.2013 19:21

Portland VE 97

 

         219. Portland VE 97 í Vestmannaeyjum í gær © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013


21.07.2013 18:22

Sigurður VE 15

 

          183. Sigurður VE 15 í Vestmannaeyjum í gær © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013

21.07.2013 17:27

Víkingur ex Ísafold

Farþegaskipið Ísfold hefur nú fengið nafnið Víkingur eins og sést á þessari mynd sem Halldór Guðmundsson tók í Eyjum í gær

            2777. Víkingur ex Ísafold, í Vestmannaeyjum í gær © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013

21.07.2013 16:27

Meira um Skúm RE 90 o.fl.

 

            1151. Skúmur RE 90. 1294. Sæljómi GK 150 og 1251. Knarranes KE 399 í Sandgerði © mynd Emil Páll

21.07.2013 15:34

Skúmur Re 90, Fram KE 105, Sóley KE 15 o.fl.

 

         1151. Skúmur RE 90, 1271. Fram KE 105, 1217. Sóley KE 15 o.fl. í Sandgerði © mynd Emil Páll

21.07.2013 14:31

Sigurjón GK 49


                             963. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 90 hjá Fredrikshavn Skipsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.

Báturinn var seldur til Noregs 1995. eftir úreldingu hér heima þ. 21. mars 1995. Kaupandi var íslendingurinn Lárus Ingi Lárusson sem bjó í Stavanger í Noregi. Ætlaði hann að gera bátinn up í Noregi til endursölu. Þá hafði hann búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði einnig keypt í sama tilgangi (nr. 643). Lagði hann af stað frá Vestmanneyjum í lok sept. 1995 og komst með aðstoð færeyskt varðskips til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan var síðan haldið áfram til Noregs 29. sept.

Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111, en um nöfn eftir ferðina til Noregs er ekki vitað.

21.07.2013 13:30

Skúmur RE 90

Þessi innlenda smíði var til í rúm 30 ár og bar í raun alltaf sama nafnið og númerið þó hann hafi síðustu tvö árin verið skráður með annað númer
                              1151. Skúmur RE 90 © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 24 hjá Bátasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1971. 

Frá því í mars 2001 og þar til hann var fargað í júní 2003 stóð hann uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en þessi ár hafði hann skráninguna GK 191, en allan tímann fram að því var hann með nr. RE 90.

Nöfn Skúmur RE 90 og Skúmur GK 191

21.07.2013 13:07

Stakkavík GK 85, Gosi KE 102, Sævar KE 5 og Pálína Ágústsdóttir GK 1, í dag

            1637. Stakkavík GK 85, 1914. Gosi KE 102, 1587. Sævar KE 5 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 í Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 21. júlí 2013

21.07.2013 12:31

Sigurður Þorkelsson ÍS 200 og Vikar Árnason KE 121


             923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200 og framan við hann sést í 865. Vikar Árnason KE 121, í Skipasmíðastöð Njarðvikur + © mynd Emil Páll, 1985

21.07.2013 11:35

Sigurður Þorkelsson ÍS 200


               923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn  á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.

Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.

Báturinn lá við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Átti eftir að skipt hafði verið um gír að hefja útgerð á hann að nýju, en ekkert varð af því og því lá hann í Njarðvikurhöfn þar til að hann var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur og út kom Orri ÍS 180, sem fór síðan eftir nokkra mánuði á rækjuveiðar fyrir norðurlandi,  þar sem hann hefur verið í haust.

Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.

Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlíðar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120 og núverandi nafn: Orri ÍS 180

21.07.2013 10:45

Gunnar Sveinn GK 237 og Fagranes GK 171

 

          694. Gunnar Sveinn GK 237, 949. Fagranes GK 171( framan við Gunnar Svein)  o.fl.  í Sandgerði © mynd Emil Páll

21.07.2013 09:45

Gunnar Sveinn GK 237


                      694. Gunnar Sveinn GK 237, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Sökk í Skerjadýpi um 40 sm. VSV af Reykjanesi 25. júní 1992.

Nöfn: Níels Jónsson EA 6, Níels Jónsson EA 106, Arnarnes ÍS 133, Arnarnes HF 43, Arnarnes EA 206, Kristján Stefán ÞH 119, Hari HF 69, Káraborg HU 77, Magnús SH 237, aftur Káraborg HU 77, Gígjasteinn SH 237, Gunnar Sveinn GK 237, Geiri í Hlíð GK 237, og að lokum enn og aftur Káraborg HU 77.

21.07.2013 08:51

Erlingur VE 295
           392. Erlingur VE 295, í Vestmannaeyjum fyrir einhverjum áratugum © myndir Emil Páll

21.07.2013 07:50

Stjarnan RE 3, Þróttur SH 4 sem nú er Náttfari o.fl. í slippnum í Njarðvik

 

              202. Stjarnan RE 3. lengst til vinstri og sá sem er lengst til hægri og ofar en hinir er 993. Þróttur SH 4, sem í dag er hvalaskoðunarbáturin Náttfari á Húsavík, í slippnum í Njarðvík einhverntímann á árunum 1968-1975. Aðra þekki ég ekki. © mynd í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, ljósmyndari: Þorgrímur Gestsson