Færslur: 2013 Júlí

03.07.2013 09:46

Blátindur VE 21
             347. Blátindur VE 21, í Vestmannaeyjum, í síðustu viku © myndir Friðrik Friðriksson, í júní 2013

Smíðaður í Vestmannaeyjum 1947. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 11. ágúst 1992. Stóð þá til að varðveita hann sem sýningargrip í Vestmannaeyjum, en ekkert varð af þeim áformum. Var búið að mála bátinn upp og setja á hann upphaflegt númer er þau áform urðu að engu.

Nöfn: Blátindur VE 21, Blátindur KE 88, Blátindur GK 88, Blátindur SK 88 og Blátindur ÓF 61.

03.07.2013 08:43

Portland VE 97 - upphaflega Víðir II GK 275
                 219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum í síðustu viku © myndir Friðrik Friðriksson, í júní 2013 - upphaflega hét þetta skip Víðir II GK 275

03.07.2013 07:00

Sigurður VE 15 - enn í Eyjum
                183. Sigurður VE 15, í Vestmannaeyjahöfn í lok síðustu viku © myndir Friðrik Friðriksson, í júní 2013


Smíðaður í Bremenhaven, Vestur-þýskalandi 1960 sem botnvörpungur (síðutogari), yfirbyggður og breytt úr botvörpungi í fiskiskip 1978. Fyrstu árin eftir þá breytingu var skipið notað eins og hvert annað fiskiskip, en síðan varð það eingöngu nótaskip.

Vetrarvertíðina 1982 var skipið gert út af Hraðfrystistöðinni í Keflavík og varð þá stærsta fiskiskipið sem gert hefur verið út frá Keflavík, auk þess sem það var þá stærsta netaskipið í heiminum.

Frá upphafi hefur það alltaf borið nafnið Sigurður, en var fyrst ÍS 33, síðan  RE 4 og er nú VE 15.
  Samkvæmt fréttum átti að sigla því frá Eyjum til Danmerkur í brotajárn og átti það að fara frá Vestmannaeyjum daginn eftir sl. sjómannadag, en er þó enn í Eyjum.

03.07.2013 06:00

Kristbjörg VE 71


           84. Kristbjörg VE 71, í Vestmannaeyjum í síðustu viku © mynd Friðrik Friðriksson, í júní 2013

02.07.2013 22:54

Höfn í dag: Benni SU 65, Ragnar SF 550, Ásgrímur Halldórsson SF 250, Jóna Eðvalds SF 200 o.fl.

Bjarni Guðmundsson, skapp til Hafnar í dag og tók þá þessar myndir:


                                                        2766. Benni SU 65 o.fl.


                                         2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250


                                                        2618. Jóna Eðvalds SF 200


                                                                2755. Ragnar SF 550


                              Höfn í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 2. júlí 2013

02.07.2013 22:30

Maggi Jóns KE 77 - fór í slipp í gær og á sjó í dag

Í morgun birti ég mynd af bátnum, sem ég tók í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gærkvöldi, en báturinn var tekinn upp fyrr um daginn. Í dag tók ég síðan af honum flotta myndasyrpu, ekki þó í slippnum heldur þegar hann sigldi inn til Sandgerðishafnar upp úr síðdegiskaffinu.
                  2711. Maggi Jóns KE 77, að koma inn til Sandgerðis í dag © myndir Emil Páll, 2. júlí 2013

02.07.2013 21:50

Eldey eða ekki? Séð frá 2449. Steinunni SF 10


                  Eldey, eða ekki?  Séð frá 2449. Steinunni SF 10 © myndir frá Geir Garðarssyni, fyrrv. skipstjóra, ljósm.:  Pálmi, 26. júlí 2009

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Virkilega flottar myndir. Hvernig stendur á því að Geir er hættur skipstjórn. Er kannski bróðir hans líka hættur. Sjónarsviptir af þeim.
 

Emil Páll Jónsson Já báðir hættir sem skipstjórar.

Guðni Ölversson Þeir voru og eru sjálfsagt enn, hörkuduglegir naglar.

02.07.2013 20:50

Svört skúta, á Ísafirði


              Svört skúta á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í júní 2013

02.07.2013 20:20

,,Óli í sjoppunni"

 

           Óli Bjarnason  ( Óli í sjoppunni, eins og hann var alltaf kallaður)  hjá Skeljungstanki á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í júní 2013

02.07.2013 19:50

Frá Vestmannaeyjum
              Frá Vestmannaeyjum, í lok síðustu viku © myndir Friðrik Friðriksson, í júní 2013

02.07.2013 19:20

Fiskanes KE 24 og Jón Gunnlaugs ST 444
             7190. Fiskanes KE 24, siglir fram hjá 1204. Jón Gunnlaugs ST 444, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. júlí 2013

02.07.2013 18:50

Jón Gunnlaugs ST 444 ex ÁR 444 ex GK 444, í sinni fyrstu heimahöfn


            1204. Jón Gunnlaugs ST 444 ex ÁR 444 ex GK 444, í sinni fyrstu heimahöfn, sem var í Sandgerði, næsta heimahöfn var í Þorlákshöfn og núverandi heimahöfn er Hólmavík © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag, 2. júlí 2013

02.07.2013 18:00

Margrét - varla telst þetta rétt merking?

Varla getur þessi merking á bátnum talist rétt. Að vísu er hún rétt öðrumegin, en spelsskrift hinum megin.
          1153. Margrét KÓ 44, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júli 2013
                                       Varla telst þetta vera lögleg merking

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson nei þetta er bjánalegt eins og einnhver sem ekki hefur mikið vit á bátum eða reglum um merkingar þeirra hafi verið þarna á ferðini

Magnús Þorvaldsson Mánudags merking.

02.07.2013 17:30

Varðskipsmenn heimsækja Steinunni SF 10, á hafi úti


             Varðskipsmenn  heimsækja 2449. Steinunni SF 10, á hafi úti, 23. júlí 2009 © myndir frá Geir Garðarssyni, skipstjóra, ljósm.: Pálmi

02.07.2013 16:48

Quenn Viktoría á Ísafirði
             Skemmtiferðaskipið Quenn Viktoría og léttabátar á Ísafirði © myndir Jónas Jónsson, í júní 2013

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Skipstjórinn er Færeysk kona skilst mér