Færslur: 2013 Apríl
02.04.2013 06:51
Jón Pétur RE 411
![]() |
2033. Jón Pétur RE 411, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 1. apríl 2013 |
01.04.2013 23:00
Elín KE 27 - nú Kristín ST 61
Þessi trillubátur var smíðaður í Hafnarfirði 1976 og fékk þá strax þetta nafn, sem hann hélt þar til hann var seldur til Drangsness, en þá fékk hann nafnið Kristín ST 61. Nú er báturinn úti í Garði þar sem gera á hann upp frá grunni, en fyrr í vetur birti ég myndasyrpu af honum þar.
Hér koma nokkrar myndir af bátnum er hann var á veiðum á Stakksfirði, einhvern tímann á árunum 1977 - 1987





5796. Elín KE 27, á veiðum á Stakksfirði með Keflavík og Njarðvík í baksýn © myndir Emil Páll, einhvern tímann á árnum 1977 - 1987.
Upplýsingar um bátinn birtast fyrir ofan myndirnar
01.04.2013 22:45
Freri RE kominn á legudeild
Eins og áður hefur komið fram bæði hér á síðunni sem og í fréttum átti að leggja togaranum Frera RE, þegar hann kæmi úr síðustu veiðiferð og því hlýtur það vera um garð gengið, hvort sem togarinn fær að vera áfram þarna á þessum stað í Reykjavíkurhöfn eða verður í framtíðinni færður annað, seljist hann ekki. Vitað er að hluti áhafnar er kominn yfir á Vigra, samkvæmt fréttum. Hér eru tvær myndir sem ég tók af togaranum í dag.
![]() |
||
|
|
01.04.2013 21:45
Niðurrif Surprise HF 8, strandað?
Eitthvað virðist hafa komið upp á varðandi niðurrifið á Surprise HF 8 í Hafnarfirði, því áður hef ég birt myndir af honum komnum á áfangastað 14. feb. sl., en í dag gat ég ekki séð betur en að ekki væri hafið það verk að brjóta hann niður. Að vísu eins og menn vita er Hafnarfjarðarhöfn sú höfn sem mest er læst og því erfitt að komast að henni og það þó engin erlend skip sé á staðnum og því kalla ég hana hér eftir LOK, LOK OG LÆS. Hvað um það þessar myndir voru teknar í þó nokkri fjarlægð en sýna að báturinn er enn heillegur á staðnum.
![]() |
||||
|
|
01.04.2013 21:19
Tryggvi Eðvarðs SH 2 - í gær og í dag
![]() |
||
|
|
01.04.2013 20:55
Vilborg GK 320 - í gær og í dag
![]() |
||
|
|
01.04.2013 15:25
Hvaða bátur er þetta?
![]() |
Ekki veit ég sjálfur svarið, en hallast helst að því að þetta sé 237. Reykjanes GK 50 eða 237. Hrungnir GK 50 © mynd Emil Páll |
01.04.2013 14:45
Víðir II GK 275 - í dag Portland VE 97
![]() |
|
Sögu þessa báts þarf vart að endurtaka, enda er ég búin að birta hana svo oft, að ég sleppi því nú |
01.04.2013 13:45
Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60
![]() |
217. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1976 - 1986 |
Smíðanúmer 197/11 hjá Skaalurens, Rosendal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Lengd Seyðisfirði 1966, tekinn í tvennt og lengd um rúma 3 metra. Þann 1. mars 1996 var tekin ákvörðun um að farga bátnum.
Gekk á Neskaupstað undir nafninu Stál-Björg.
Nöfn: Vattarnes SU 220, Björg NK 3, Sólborg ÁR 15, Ölduberg ÁR 18, Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, Eyborg EA 59 og Eyborg II EA 159.
01.04.2013 12:45
Stapafell og Kyndill
![]() |
|
Stapafell var smíðað fyrir íslendinga í Þýskalandi 1962 og selt héðan til Grikklands 1978. Kyndill og síðar Kyndill II, var smíðað í Danmörku 1968 og keypt hingað til lands 1973 og selt til Englands 1986 |
01.04.2013 11:45
Hagbarður KE 116
![]() |
144. Hagbarður KE 116 ( sá svarti) í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 3 hjá Hjörungavaag Mek. Verksted A/S, Hjörungavaag, Noregi, en skrokkurinn var smíði nr. 48 hjá Ankelökken Verft A/S í Florö, Noregi 1963, eftir teikningu Sveins Ágústssonar. Kom í fyrsta sinn til Dalvíkur 16. júlí 1963. Yfirbyggður 1985. Seldur úr landi til Noregs 1995 og síðan fór hann í pottinn, en ekki vitað hvert né hvenær.
Nöfn: Loftur Baldvinsson EA 124, Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og Gunnar Bjarnason SH 25. Ekki er vitað um nafn hans í Noregi.
01.04.2013 10:45
Álaborg ÁR 25
![]() |
133. Álaborg ÁR 25, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft, Brandenburg, Þýskalandi 1961. Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt 2008.
Nöfn: Kambaröst SU 200, Bjarni Jónsson ÁR 28, Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 25, Álaborg ÁR 26, Trausti ÁR 80 og Trausti ÍS 111
01.04.2013 10:00
Árni Geir KE 74 - í dag Grímsnes BA 555
![]() |
||
|
|
Smíðanúmer 57 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1963. Lengdur 1966. Yfirbyggður 1987.
Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafaldan SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, aftur Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30, Grímsnes GK 555 og núverandi nafn: Grímsnes BA 555.
01.04.2013 09:34
Í Helguvík í morgun: Frida og Maersk Mikage
![]() |
||||||||||
|
|
01.04.2013 09:00
Haffari GK 240 - í dag Ísborg ÍS 250 - síðasti tappatogarinn
![]() |
78. Haffari GK 240, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1984-1986 |
Smíðanr. 410 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund í Stralsundi í Þýskalandi 1959. Eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var eitt af 12 systurskipum sem komu hingað til lands og gengu undir nafninu Tappatogarar OG ER ÞETTA SÁ EINI ÞEIRRA SEM ENNÞÁ ER TIL. Afhentur nýr 1. mars 1959. Fiskiskip til 1964, þá hafrannsóknarskip og síðan aftur fiskiskip frá 1978. Yfirbyggður 1979. Endurbyggður hjá Marsellíusi á Ísafirði 1986. Komst a spjöld sögunnar i janúar 1999 er hann var gerður út kvótalaus til þess eins að fá á sig dóm. Átti að úreldast 1995, en hætt var við það og eins var búið að selja hann til Esbjerg í Danmörku í Pottinn í júní 2008, en hann fór ekki og aftur var hann seldur þangað í nóvember 2008, en fór þá ekki heldur og er enn í útgerð.
Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn Ísborg ÍS 250

























