Færslur: 2013 Apríl

11.04.2013 22:45

Sigurfari GK 138 og Jóhanna ÁR 206, í Njarðvíkurslipp í dag


               1743. Sigurfari GK 138 og 1043. Jóhanna ÁR 206, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, síðdegis í dag © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 21:45

Magnús SH 205


                1343. Magnús SH 205, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 20:45

Tveir SH-bátar við sömu bryggju í Sandgerði í dag: Magnús og Stormur


              1321. Stormur SH 177 og 1343. Magnús SH 205, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 19:45

Stormur SH 177


              1321. Stormur SH 177, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 18:45

Jóhanna ÁR 206


                1043. Jóhanna ÁR 206, kominn upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú síðdegis © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 17:54

Kiddi Árna HU 19


 


                 6814. Kiddi Árna HU 19, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 16:45

Farþegabátur fyrir Grænland smíðaður á Suðurnesjum í sumar - sjá nánar í kvöld ásamt myndasyrpu


                  Teikning af farþegabátnum - nánar síðar í kvöld ásamt myndasyrpu af mörgum bátum, ýmist nýjum eða ný endurbættum

11.04.2013 15:45

Frá Norðurfirði á Ströndum


                           Frá Norðurfirði á Ströndum © mynd bb.is

11.04.2013 13:45

Jóhanna ÁR 206, í morgun


              1043. Jóhanna ÁR 206, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 12:45

Sigurfari GK 138, á leið í slipp í morgun


 


              1743. Sigurfari GK 138, við slippbryggjuna í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 11. apríl 2013

11.04.2013 11:20

Skemmtileg tenging: Þór, Happasæll KE 13 / Árni Þorkelsson KE 46

Tómas Knútsson, sendi mér þessa skemmtilegu mynd, því skipin bæði á myndinni tengjast. Þarna er varðskipið Þór nýtt og skipherra í þessari ferð var Sigurður Steinar Ketilsson. Báturinn við bryggju sem í dag heitir Happasæll KE 94, var í upphafi í eigu bræðra sem hétur Helgi og Ketill Eyjólfssynir og umræddur Ketill var einmitt faðir Sigurðar Steinars Ketilssonar skipherra. Svona til gamans birti ég einnig mynd af bátnum þegar hann var nýr og var í eigu þeirra bræðra, en þá hét hann Árni Þorkelsson KE 46


              2769. Þór á ytri höfninni í Keflavík og við bryggju er 13. Happasæll KE 94 © mynd Tómas Knútsson. Fyrir ofan myndina kemur í ljós hver tenging þessara tveggja skipa er, þarna.


             13. Árni Þorkelsson KE 46, nú Happasæll KE 94 © mynd í eigu Emils Páls, en hún er komin frá velunnara síðunnar

11.04.2013 10:45

Meya ex 1809 . Jóna Eðvalds SF 200 ex Pétur Jónsson RE


               Meya ex 1809. Jóna Eðvalds SF 200 ex Pétur Jónsson RE , í New Port Dakhla © mynd Svafar Gestsson, 10. apríl 2013

11.04.2013 09:45

Tony við bryggju

Á undanförnum misserum hefur þessi farþegabátur oft verið myndaður með þessu nafni, en alltaf í slippnum í Njarðvík. Greip ég því tækifærið í morgun þegar búið var að slaka honum niður og hjálpa að bryggju, að smella af honum mynd, þar sem hann er á floti.

En eins og ég sagði frá í gær er búið að leigja hann og var hann því settur niður til skoðunnar, en verður síðan tekinn upp í slipp að nýju  og málaður nýjum lit og sett á hann annað nafn. Er þetta tækifæri því það eina sem menn fá til að taka myndir af bátnum við bryggju, undir þessu nafni.


 


               46. Tony, við bryggju í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 11. apríl 2013

 

11.04.2013 08:48

Brúarfoss að nálgast Garðskaga í gær

Þessa mynd tók ég úr mikilli fjarlægð af skipinu er það var að koma frá Reykjavík og nálgaðist Garðskaga á leið sinni til Vestmannaeyja og birti líka mynd af skipinu sem tekin var af því í Rotterdam á síðasta ári.


               Brúarfoss í gærkvöldi á leið sinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja © mynd Emil Páll, 10. apríl 2013


               Brúarfoss, í Rotterdam © mynd MarineTraffic, Pete Roberts, 2012

AF Facebook:

Ragnar Rúnar Þorgeirsson Ef þú hafir tekið mynd af þessu skipi út af Garðskaga á leið til Reykjavíkur. Hefði skipið ekki átt að snúa hinseginn. Bara pæling.
 
Emil Páll Jónsson Ragnar lesa það sem stendur undir myndunum á sjálfri skipasíðunni, ekki það sem kemur fram hér á Facebook. Þessi mynd er af skipinu í Rotterdam, en hin var tekin af skipinu á leið frá Reykjavík, ekki til Reykjavíkur eins og þú segir.
Emil Páll Jónsson Ragnar Rúnar Þorgeirsson, er þetta ekki fljótfærni í þér, þessi pæling heheh.

11.04.2013 07:10

Staryy Arbat


 

 

                     Staryy Arbat © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 9.apríl 2013