Færslur: 2013 Apríl

04.04.2013 17:00

Rósin


                  2761. Rósin, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson

04.04.2013 11:20

Ásberg RE 22, drekkhlaðið í Reykjavíkurhöfn


               1041. Ásberg RE 22, með fullfermi við löndunarbryggju á Granda í Reykjavík © mynd Emil Páll

Ásberg RE 22 er smíðað í Deest, Hollandi árið 1967 bar þetta nafn þau 10 ár sem það var á skrá hér á landi en það var selt til Noregs árið 1977 sem hluti af kaupverði togarans 1509 Ásbjörns RE 50 en áður hafði systurskip Ásbergs, 1026. Ásgeir RE 60 farið upp í systurskip Ásbjörns, 1505 Ásgeir RE 60. Um Ásbergið er það að segja að það endaði sennilega í Chile og er þar sennilegast ennþá

AF Facebook:

 
Jón Páll Ásgeirsson Þeir voru flottir þessir bátar !!!

04.04.2013 10:45

Helgi Magnússon RE 41 og Rúna RE 150

 

            1091. Helgi Magnússon RE 41 og 1262. Rúna RE 150 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

04.04.2013 09:45

Dagfari ÞH 70


                           1037. Dagfari ÞH 70 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 443 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur og yfirbyggður 1977. Endurbyggður í Stálvík hf., Garðabæ frá okt. 1978 til mars 1979, eftir bruna út af Vestfjörðum í okt. 1978. Stytting 1996. Seldur í brotajárn 2005. Rifinn í febrúar 2006. Dró út með sér Sindra SF.

Nöfn: Dagfari ÞH 70, Dagfari GK 70 og Stokksey ÁR 40.

04.04.2013 09:05

Grindvíkingur GK 606 eða Gígja RE 340


              1011. Grindvíkingur GK 606 eða Gígja RE 340, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 51 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1966. Kom til Sandgerðis 23. júlí 1966. Lengdur og yfirbyggður hjá Hákonsen Mekanik, Skudenshavn, Noregi 1974 og aftur 1979. Selt til Svíþjóðar í apríl 1978, en keypt aftur til landsins í sama mánuði.

Meðan Svíar áttu skipið lá það í Grindavíkurhöfn og fór því aldrei úr landi ( í apríl 1978).

Leigt Hauki Guðmundssyni, Íshúsi Njarðvíkur til að nota við björgun á 1246. Guðrúnu Gíosladóttur KE 15, við Noregi frá haustinu 2002. Seldur á uppboði 31. maí  2007 og átti í framhaldi af því að fargast. En síðan birtist allt í einu mynd af bátum í janúar 2010, sem Stokksnes í höfn í Noregi og er ekkert vitað nánar um skipið.

Nöfn: Kristján Valgeir GK 575, Kristján Valgeir NS 150, Grindvíkingur GK 606, Grindvíkingur GK 707, Gígja RE 340, Gígja VE 340, Stakkanes ÍS 847, Stakkanes ÍS 848 og Stakkanes.

04.04.2013 07:30

Birta SH 707


               1927. Birta SH 707, í Kópavogi © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 2. apríl 2013

Smíðaður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1988. Lengdur í miðju 1994 hjá Orra hf., Mosfellsbæ.

Nöfn: Brimnes SH 717, Guðmundur Jensson SH 717, Freyja GK 364, Freyr GK 364, Valdi SH 94, Birta SH 13 og núverandi nafn: Birta SH 707.

04.04.2013 06:45

Oratank

 

           Oratank, í Reykjavík © mynd  MarineTraffic. Sigurður Bergþórsson, 2. apríl 2013

03.04.2013 23:01

Bátur sökk í Sandgerðishöfn

Þessi myndasyrpa er af litlum báti sem sökk í Sandgerðishöfn fyrir fjölmörgum árum og samkvæmt myndunum hefur Sigurður kafari Stefánsson og félagar verið kallaðir á staðinn.
            Skemmtibátur sokkin í smábátahöfninni í Sandgerði fyrir xx árum og Sigurður kafari Stefánsson og félagar mættir á staðinn © myndir Emil Páll

03.04.2013 22:45

Einhver á-in

             Einhver á-in, frá Hafskip, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

03.04.2013 21:45

Langá

                            966. Langá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 
 
 

Smíðanr. 1109 hjá D.W. Kremer Sohn, í Elmshorn, Þýskalandi 1965. Kom í fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur um miðjan apríl 1965,  Seld úr landi til Panama 1985.

Nöfn: Langá, Margrid, Madrid, Mideast, Almirante Eraso, Don Gullo og Andriatik.

03.04.2013 21:25

Verður Gitte Henning, nýja Hoffellið

Nokkur umræða hefur verið um það að Gitte Henning sem er á söluskrá, verði keypt til Fáskrúðsfjarðar sem Hoffell SU. Ekkert hefur þó verið staðfest varðandi málið. Engu að síður birti ég hér mynd af þessu skipi.


           Gitte Henning © mynd af vefnum Dansk fiskeri og Söfart. ljósm.: Birger Josephsen

 

03.04.2013 20:45

Þuríður Halldórsdóttir GK 94 - í dag Röst SK 17


                1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll

 

Smíðanr. 262 hjá Lindstöls Skips & batbyggeri A/S, í  Risör, Noregi 1966. Breytt í skutskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf. Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en var ekki notaður.

Nöfn: Sóley  ÍS 225, Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn Röst SK 17.

03.04.2013 19:45

Sif ÍS 225

                      956. Sif ÍS 225, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Dráttarbrautinni á Neskaupstað 1965. Ónýttist í eldi á Barðaströnd 2. desember 1995. Tekin af skrá og fargað 19. nóv. 1997.

Nöfn: Sif ÍS 500, Sif GK 777, Sævaldur SF 5, Þórður Bergsveinsson SH 3, Sif SH 3, Sif AK 67, Sif ÍS 225, Vísir ÍS 225, Vísir SH 327, Vísir SH 343 og Vísir BA 343.

03.04.2013 18:45

Þórarinn KE 26


                                 900. Þórarinn KE 26 © mynd Emil Páll

 

Smíðaður á Siglufirði 1942. Endurbyggður 1950 og 1958. Dekkaður af Nóa Kristjánssyni, Akureyri 1950. Skráður sem fiskibátur 1952. Hálf ónýtur stóð báturinn uppi í Örfirisey í Reykjavík í fjölda ára og var  að lokum afskráður 1996.

Nöfn:  Valur EA 712, Níels Jónsson EA 712, Vísir EA 712, Þórarinn KE 26, Haförn AK 25, Dóri ÍS 252, Sólrún NS 26 og Sigurfari II RE 16.

03.04.2013 17:45

Vikar Árnason KE 121


               865. Vikar Árnason KE 121, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


Smíðaður á Seyðisfirði 1947.  Talinn ónýtur vegna fúa 1967, en stóð þó áfram uppi hjá Bátanausti hf. í Reykjavík og var þar að lokum endurbyggður og settur aftur á skrá 1971. Úreltur 10. apríl 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.

Nöfn: Einar Hálfdáns ÍS 8, Völusteinn ÍS 8, Völusteinn ST 50, Uggi VE 52, Ari Einarsson GK 400, Friðgeir Trausti GK 400, Vikar Árnason KE 121, Hvalsnes GK 376, Eyvindur KE 37, Eyvindur KE 371 og Guðmundur Ingvar KE 40