Færslur: 2013 Apríl

27.04.2013 18:45

Þórsnes SI 52 / Óli Bjarna KE 37


                955. Þórsnes SI 52 í Keflavíkurhöfn og aftan við hann  er 5796. Elín KE 27


                 955. Óli Bjarna KE 37, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Hér kemur saga 955. en saga 5796. var nýlega sögð hér á síðunni og því sleppi ég því nú.

Smíðaður í Bátasmíðastöð Einars Sigurðssonar á Fáskrúðsfirði 1963.  Báturinn var úreltur 16. sept. 1994 og afskráður 2.des. það ár.  Eftir að báturinn hafði verið afskráður, gaf síðasti eigandi hans, Árni Sigurðsson, Seyðisfirði hann til Fáskrúðsfjarðar til minningar um Einar Sigurðsson skipasmið. En Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsæfi og byggði marga báta. Báturinn er því varðveittur í dag á Fáskrúðsfirði.

Nöfn bátsins voru: Litlanes ÞH 52, Þórsnes SI 52, Óli Bjarna KE 37, Mónes NK 26, Hulda GK 114 og Rex NS 3.

 
 

27.04.2013 17:45

Sæbjörn KE 44


                944. Sæbjörn KE 44, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1977 eða 78

Smíðaður í Hafnarfirði 1961.

Nöfn: Örn EA 149, Sæbjörn AK 77, Sæbjörn KE 44, Sæbjörn KÓ 30 og Snæbjörn Tryggvi VE 50

27.04.2013 16:45

Villi AK 50

                         890. Villi AK 50, í Keflavikurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Reykjavík 1961. Skemmdist af eldi í Patreksfjarðarhöfn 7. okt. 1971. Dæmdur ónýtur, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður á Patreksfirði 1971-1973. Fargað 20. des. 1991.

Nöfn: Víkingur GK 331, Víkingur II GK 331, Kópur KE 132, Elín Einarsdóttir BA 89, Villi AK 50, Villi ÞH 214, Lilli Lár GK 413, Bliki ÁR 40 og Bliki ÁR 400

27.04.2013 15:45

Ingólfur GK 42


              1128. Ingólfur GK 42, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 974 hjá Cook Welton & Gimmel Co Ltd, Beverley, Englandi 1961. Kjölur lagður 30. júní 1961. Afhentur 14. des. 1961.

Skipt um brú og fleiri endurbætur eftir að hafa brunnið illa í júní 1962 út af St. Kilda.

Strandaði 22. des. 1966 við Arnarnes i Ísafjarðardjúpi. Náð aftur út.

Var síðasti síðutogari Íslendinga eða til ársins til 1987 að honum var breytt í skuttogara og um leið yfirbyggður, við bryggju í Njarðvik af Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík.

Skráður erlendis 1993-1994 að hann hlaut B-skráningu hérlendis, með breytingum á lögum fyrir skip án kvóta. Fór til Mexíkó í maí 1996 og þar gerður út af íslensk-Mexíkönsku fyrirtæki sem var í 49% eigu Þormóðs ramma hf., Siglufirði og Granda hf., Reykjavík. Til að halda kvótanum hér heima var hann skráður hérlendis á ný í nokkrar vikur 1996/1997.

Gerður 1999 að þjónustuskipi fyrir túnfiskveiðar í Mexíkó

Nöfn: Boston Wellvale FD 209, Boston Wellvale GY 407, Boston Wellvale, Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70, Arnarnes, aftur Arnarnes SI 70, aftur Arnarnes og  Copasa 1. Veit ekki hvort hann er til ennþá.

27.04.2013 14:45

Sævar KE 19 o.fl.


                      867. Sævar KE 19 o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

           

27.04.2013 13:45

Jóhannes Jónsson KE 79

 

                826. Jóhannes Jónsson KE 79, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll

Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíku hf. 1981 - 1982.  Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á  hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988.

Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505.

Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.

27.04.2013 12:45

Frár VE 78 - þessi gamli öldungur er enn í útgerð

Þessi gamli bátur, sem er enn í útgerð og er einn af elstu stálfiskibátum þessa lands.

                   795. Frár VE 78 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll

               

Smíðaður hjá D.W. Kremer Sohn, Elmshorn, Þýskalandi 1957. Lengdur hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum 1983. Sleginn út af aftan, lengdur, nýtt dekk, hækkað o.fl. í skipasmíðastöðinni Moska Sosnia Rematova í Póllandi 1998.

Nöfn: Stígandi VE 77, Frár VE 208, Frár VE 78, Andvari VE 100, Drífa ÁR 300, Drífa VE 76, Narfi VE 108, Fönix VE 24, Gréta Jó RE 400, Drífa RE 400,  Drífa SH 400 og núverandi nafn er: Drífa GK 100

27.04.2013 11:45

Guðjón Jóhannsson - Gauji Blakk

Það passar vel að á sama tíma og ég er að birta gamlar myndir, skuli ég birta mynd af skipstjóra og útgerðarmanni sem var á fullu á svipuðum tíma og þessir bátar. Hér er að sjálfsögðu um að ræða öðlinginn hann Gauja Blakk, eða Guðjón Jóhannsson eins og hann hét fullu nafni. Ég átti því láni að fagna að hefja sjómennsku í skipsrúmi hjá honum á Stakknum, er við vorum á handfærum eitt sumar. - Blessuð sé minning hans, en Guðjón er löngu fallinn frá.


             Guðjón Jóhannsson, eða Gauji Blakk eins og hann var oftast kallaður

© mynd frá Bjarna Halldórssyni, tengdasyni hans, en ljósmyndari er ókunnur

 

Af Facebook:

Jón Andrés Snæland Já Emil ég þekkti hann ekki mikið enn þetta var öðlingsmaður góður kall.

Sigurður Ólafsson Frábær mynd.

 

27.04.2013 10:45

Óli Toftum KE 1, Vingþór ÞH 166, Ölver RE 40 og Bjargey KE 126

Þessir þrír bátar sem standa hér saman uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eru f.v. 715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver RE 40, stendur að vísu á honum RE 40. Þeir tveir síðarnefndu voru nokkrum mánuðum eftir að myndin var tekinn orðnir brunarústir, því bæði Vingþór og Ölver voru brenndir saman á þessu stæði í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þann 4. maí 1982, en þeir höfðu verið dæmdir ónýtir nokkuð áður. Óli Toftum var hinsvegar gerður áfram út í rúm 3 ár.


               715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver RE 40, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, 1982


             Hér er Óli Toftum kominn í rekstur, en við sjáum hinsvegar í 588. Bjargey KE 126 sem var brennd á staðnum ásamt Vingþór og Ölver, þann 4. maí 1982  © myndir Emil Páll, 1982

27.04.2013 08:45

Óli Toftum KE 1 / Jón Garðar KE 1 - Særún KE, Þórður Sigurðsson KE og Ágúst Guðmundsson GK

Hér koma tvær myndir af bátnum og á þeim eru fleiri bátar eins og fram kemur í myndtextum, en fyrir neðan myndirnar kemur þó aðeins saga Óla Toftum / Jóns Garðars

             715. Óli Toftum KE 1 í Keflavíkurhöfn. Aftan við hann er 842. Særún KE 248 og innan við hann er það 180. Þórður Sigurðsson KE 16

 

                     715. Jón Garðar KE 1 í Sandgerði og aftan við hann er það  225. Ágúst Guðmundsson GK 94
 

                                                             © myndir Emil Páll

              

Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1933. Endurbyggður 1968 og stækkaður 1970. Úreltur 14. maí 1985. Brenndur á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 31. des.1986.

Nöfn. Víðir SU 517, Róbert Dan SU 517, Óskar RE 283, Óskar SU 56, Jakob NK 66, Óli Toftum NK 66, Óli Toftum KE 1, Jón Garðar KE 1 og Guðmundur Ólafsson SH 244.

27.04.2013 08:01

Sólveig RE 96

 

                 756. Sólveig RE 96, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll, 1984

Smíðaður í Hafnarfirði 1959 og var fargað 17. des. 1988, en þá hafði báturinn verið seldur togaraútgerð á Norðurlandi.

Nöfn. Sigurvon GK 206, Magnús RE 96, Villi RE 96, Sólveig RE 96 og Hrappur GK 89.

27.04.2013 07:00

Már KE 31

 

              730. Már KE 31 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll. Þar sem svo stutt er síðan að ég birti sögu bátsins, sleppi ég því nú

26.04.2013 23:00

Vopnafjörður og nágr.                  Alli, Ingó og Svenni á Faxa Re, ánægðir með veðurblíðuna á Vopnafirði
                                                     Á stefnunni inn til Vopnafjarðar


                 Frá Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  í apríl 2013


 

26.04.2013 22:30

Varðskip í dag, út af Siglufirði


               Varðskip, í dag út af Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 26. apríl 2013

26.04.2013 21:30

Klakksvík, í Færeyjum


 


                 Frá Klakksvík, í Færeyjum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  23. apríl 2013