Færslur: 2013 Apríl

15.04.2013 22:18

Særif SH 25

 

                 2652. Særif SH 25 í Grindavík © mynd Bragi Snær, 22. mars 2013

15.04.2013 21:25

Ásta GK 262 og Frú Magnhildur GK 222

             1231. Ásta GK 262 og 1546. Frú Magnhildur GK 222 í Sandgerðishöfn © mynd Bragi Snær 21. mars 2013
           

            

15.04.2013 20:45

Valþór NS 123


            

              1081. Valþór NS 123 í Hafnarfirði © mynd Bragi Snær, 15. apríl 2013

15.04.2013 19:45

Siggi afi HU 122


             2716. Siggi afi HU 122, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 7. apríl 2013

15.04.2013 18:45

Ásbjörn RE 50


            1509. Ásbjörn RE 50 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 7. apríl 2013

15.04.2013 17:45

Siglufjörður í dag: Sigurborg SH 12, Múlaberg SI 22, Siglunes SI 70, Gulltoppur GK 24 o.fl.


                                        1281. Múlaberg SI 22

                                        1281. Múlaberg SI 22


             1146. Siglunes SI 70, 1458. Gulltoppur GK 24 og 1281. Múlaberg SI 22


                        1019. Sigurborg SH 12, 1281. Múlaberg SI 22 o.fl.

                 Siglufirði í dag © myndir Hreiðar Jóhannsson, 15. apríl 2013

15.04.2013 16:45

Portland VE 97


            219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 14. apríl 2013

Smíðaður hjá Gravdal Skipsbyggery í Sunde í Noregi 1960. Endurbyggður og yfirbyggður Sandgerði 1989, lengdur Njarðvík 1989 og breytt í togskip hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1998.


Nöfn: Víðir II GK 275, Ljósfari GK 184, Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og núverandi nafn: Portland VE 97

15.04.2013 15:45

Flugaldan ST 54 - í dag Skúli ST 75

 

                    2754. Flugaldan  ST 54 - nú Skúli ST 75 © mynd Emil Páll,  2008

15.04.2013 14:49

Geirfugl GK 66 - í dag Bergur Vigfús GK 43

               2746.  Geirfugl GK 66 - nú Bergur Vigfús GK 43 © mynd Emil Páll, í sept. 2008

15.04.2013 13:45

Litlafell


             1165. Litlafell við olíubryggjuna (trébryggjuna) í Keflavík © mynd frá Sigurði Ólafssyni

Smíðað hjá Lindenau SY í Kíl Þýskalandi 1964. Keypt hingað til lands 1971 og selt úr landi 1990

Nöfn: Sionux, Litlafell, Þyrill, Vaka, Tarina, Ramona og Halmia

 

 

15.04.2013 13:00

Geir KE 1 og Bjarmi EA 760 mætast


            450. Geir KE 1 og 327. Bjarmi EA 760 mætast © mynd frá Sigurði Ólafssyni

 

450.

Smíðaður hjá D.W. Kremer Sohn, Elmshorn, Þýskalandi 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Fyrsti stálfiskibáturinn sem smíðaður var fyrir íslendinga í Þýskalandi. Kom til Keflavíkur 8. febrúar 1956.

Lá við bryggju í Sandgerði allt árið 2006 og í lok þess árs var hann afskráður sem fiskiskip, en þó skráður áfram sem skip til ársins 2008. Átti afð fara í brotajárn 2008, en af því varð ekki og í sept. 2009 dró Birta VE 8 bátinn inn í Voga þar sem til stóð en að fylla hann að járni og draga erlendis næsta sumar. Ekkert varð þó úr því og eftir að hafa legið um hríð í Vogum var hann dreginn til Njarðvíkur og endaði hann lífdaga sína með því að vera kurlaður niður þar í slippnum.

Nöfn: Geir KE 1, Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74.

327.

Smíðaður í Nykobing, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.  Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Dalvík 18. des. 1955.

Úrelding 1. desember 1981. Sökkt N af Hraunum 9. júní 1982.

Nöfn: Bjarmi EA 760, Gullvík KE 45, Vatnsnes KE 30, Vatnsnes KE 130 og Stafnes KE 130.

15.04.2013 11:20

Syrpa frá Keflavíkurhöfn fyrir mörgum árum og þeir bátar sem ég þekki nafngreindir


                Fyrir miðri höfninni er 103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, aðeins yfir innan hann er 145. Lómur KE 101 og við Vesturbryggjuna þ.e. þá sem næst er ljósmyndaranum eru 740. Sigurbjörg KE 98, 601. Ingiber Ólafsson GK 35, 221. Vonin KE 2. Aðra báta þarna í Keflavíkurhöfn þekki ég ekki.


                Þarna er Færeyingur sem ég þekki ekki að troða sér að litlu bryggjunni í Keflavík. Framan við stýrishúsið á honum sést í Sæmund Ke 9 og við hafnargarðinn sést 201. Steingrímur Trölli KE 81. Aðra þekki ég ekki.


                 Ljósi báturinn til vinstri er 848. Júlíus Björnsson EA 216 og við endan á þeirri bryggju er 145. Lómur KE 101. Við Hafnargarðinn er 448. Gautur (gamla varðskipið), aðra þekki ég ekki.


                 Þó fáir bátar séu þarna í höfn, þekki ég engan þeirra.


         Þarna er þétt setinn bekkurinn eins og sagt er og þar sem myndir er ekki nógu góð giska ég helst á að sá sem er lengst til vinstri sé 475. Guðfinnur KE 32, en þori ekki að giska á aðra 

                                   Keflavíkurhöfn © myndir frá Sigurði Ólafssyni

15.04.2013 10:45

Páll Pálsson GK 360 og Vonin KE 2

              164. Páll Pálsson GK 360 og 221. Vonin KE 2, í Keflavíkurhöfn © mynd frá Sigurði Ólafssyni
       

164.

Smíðaður á Akrandi 1963. Fórst sem Heiðrún II ÍS 12 í Ísafjarðardjúpi 5. feb. 1968 og með honum 6 menn, þar á meðal faðir og tveir synir hans. Var þetta sama óveður og þegar bresku togararnir Ross Cleveland og Notts Contrý fórust þarna fyrir vestan.

Nöfn: Páll Pálsson GK 360 og Heiðrún II ÍS 12

221.

Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana.

Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise.

 

15.04.2013 09:45

Ólafur Magnússon KE 25


                   711. Ólafur Magnússon KE 25 © mynd frá Sigurði Ólafssyni

 

Smíðanr. 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í Njarðvík 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afskráður sem fiskiskip 2006. Sökk í höfninni á Hvammstanga 29. sept. 2008 og náðist á floti samdægurs. Fargað af Hringrás í sept. 2010

Nöfn: Ólafur Magnússon KE 25, Ólafur Magnússon ÁR 54,  Ólafur ÁR 54, Ólafur Magnússon HU 54, Ólafur Magnússon HU 541, Ólafur Magnússon VE 16,  Ólafur Magnússon HF 77 og Sif HU 39

15.04.2013 08:45

Dettifoss


               33. Dettifoss, í Keflavíkurhöfn © mynd frá Sigurði Ólafssyni

AF Facebook:

Guðni Ölversson essi kom oft á Eskifjörð í den tíð. Maður lét sig aldrei vanta á bryggjuna þegar Fossarnir og SÍS gamli lögðu þangað leið sína.