Færslur: 2013 Apríl

06.04.2013 20:45

Ragnar GK 233, Svanur KE 90, Búðanes GK 101 og Máni GK 36


                     1533. Ragnar GK 233, 929. Svanur KE 90 o.fl. í Keflavíkurhöfn

1533.

Smíðanúmer 454 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1979. Lengdur 1980 og aftur 1998.

Frá því á vetrarvertíð 2005 hefur báturinn legið við bryggju og áfram eftir að hafa verið seldur í jan. 2008. Lengi vel lá hann á Húsavík, en undanfarin ár á Akureyri.

Nöfn: Gísli á Hellu HF 313, Ragnar GK 233, Bylgja II VE 117, Gestur SU 160, Vigur SU 60 og núverandi nafn: Smári ÞH 59.


                 922. Búðanes GK 101, 1533. Ragnar GK 233 og 671. Máni GK 36, í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll

922.

Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1957.

Strandaði í Viðlagavík í Vestmannaeyjum 8. nóv. 1988. Náðist á flot og var dreginn til hafnar í Vestmanneyjum, en talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. sept.  1989.

Nöfn: Þorlákur ÍS 15, Þorlákur ÍS 12, Þorlákur Helgi ÁR 11, Búðanes GK 101, Sigurbára VE 249 og Sigurvon ST 54.

Varðandi aðra nafngreinda báta á myndunum sem ég birti ekki söguna af, er sökum þess að stutt er síðan saga þeirra var birt hér.

06.04.2013 20:15

Áhöfnin kveikti mannskæða elda

mbl.is:

Unnið að slökkvistarfi í Skagerak milli Óslóar og Friðrikshafnar 7. apríl 1990. <em>Skjáskot af vef NRK</em>
Unnið að slökkvistarfi í Skagerak milli Óslóar og Friðrikshafnar 7. apríl 1990. Skjáskot af vef NRK

Áhöfn ferjunnar Scandinavian Star kveikti eldinn um borð er varð til þess að 159 manns fórust í apríl árið 1990. Áhöfnin skemmdi einnig fyrir björgunarmönnum að störfum.

Þetta er helsta niðurstaða nýrrar skýrslu um ferjuslysið. Í rannsóknarnefndinni sem samdi skýrsluna er bæði Norðmenn og Svíar, m.a. slökkviliðsmenn sem komu að björgunaraðgerðunum árið 1990.

Skýrsluhöfundar komust að því að fjórir eldar voru kveiktir víðs vegar um skipið. Sá sem hingað til hefur verið grunaður um að eiga sök á eldsvoðanum lést í þeim eldi sem kveiktur var annar í röðinni.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að um tryggingasvindl var að ræða og að í það minnsta þrír úr áhöfn skipsins komu að máli.

Til að tryggja að eldurinn myndi magnast upp áttu skipsverjarnir við loftræstingakerfi og eldvarnarhurðir.

Slysið var 7. apríl árið 1990 í Skagerak er ferjan var á siglingu milli Óslóar og Fredrikshavn.

Skýrslan var kynnt í Noregi í dag.

Í frétt NRK segir að lögreglan sé gagnrýnd fyrir rannsókn málsins á sínum tíma. Í fréttinni segir að lögreglustjórinn í Ósló hafi haft samband við nefndina vegna skýrslunnar. Lögreglan muni skoða hana vel áður en brugðist verði við henni.

06.04.2013 19:45

Ægir Jóhannsson ÞH 212


               1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 6 hjá Vör hf. Akureyri 1975.  Afhentur 12. júlí 1975. Undanfarin ár, eða frá því að báturinn sigldi á bryggju í Keflavíkurhöfn og skemmdir urðu við stefni bátsins, hefur hann að mestu legið við bryggju, fyrst í Njarðvík og síðan í Hafnarfirði þar sem hann hefur nú legið í nokkur misseri

Nöfn: Ægir Jóhannsson ÞH 212, Erlingur GK 212,  Erlingur GK 214,  Dagný GK 91, Dagný GK 291, María Pétursdóttir VE 14 og núverandi nafn: Birta VE 8

06.04.2013 18:45

Breki VE 61 fyrir breytingar og lengingu


            1459. Breki VE 61, í Keflavíkurhöfn, fyrir breytingar og lengingu © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 57  hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar.

Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn.

Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt.

Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988.

Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.Gert síðan út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Munrmansk, Rússlandi.

Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og  Breki, en er nú farinn í pottinn.

06.04.2013 18:10

Veiða sér til matar í róðri milli Noregs og Íslands

mbl.is:

Fjórmenningarnir við bátinn Auði djúpúðgu. <em>Árni Sæberg</em>

             Fjórmenningarnir við bátinn Auði djúpúðgu. Árni Sæberg

Fjórir Íslendingar hyggjast róa á milli Noregs og Íslands í sumar. Til verksins nota mennirnir sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Enginn hefur gert þetta áður svo vitað sé til. 

Róið verður í fyrsta áfanga frá Noregi til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja áður en farið er til Íslands. Saga Film hefur hafið tökur á heimildamynd um leiðangurinn.

Stysta leið á milli landanna er 1600 kílómetrar en að sögn Eyþórs Eðvarðssonar, sem er einn fjórmenninganna, má gera ráð fyrir því fyrir því að ferðin sé um 2500 kílómetrum í sjó vegna straums og vinda. Auk Eyþórs verða þeir Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox með í för. 

Leggja af stað á þjóðhátíðardegi Norðmanna

Hann segir að meðalhraðinn sé um 5 kílómetrar á klukkustund. Lagt verður af stað frá Kristiansand, 17. maí á þjóðhátíðardegi Norðmanna. „Við verðum vonandi komnir til Íslands undir lok júlí eftir það getur verið allra veðra von og ekki eins gott að róa í slíkum aðstæðum,“ segir Eyþór.

Bátinn keyptu þeir frá Hollandi. Hann vegur 1,6 tonn og er útbúinn rými til gistingar auk stjórnklefa. Eyþór segir tvo róa í einu á meðan tveir hvíla sig allan sólarhringinn. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað út frá kappróðrardegi á sjómannadeginum. Vistir til þriggja mánaða verða um borð.

„Við erum líka með eimingargræjur sem gera okkur kleift að eima vatn. Við þurfum mikið að drekka. Svo erum við með veiðistöng sem við getum notað til að veiða okkur til matar,“ segir Eyþór.

Verða líklega sjóveikir 

Hann segir að báturinn verði í sambandi við Siglingamálastofnun á hverjum degi. Allir hafa þeir farið í slysavarnarskóla sjónmanna. Allir eiga mennirnir rætur að rekja til Vestfjarða og hafa unnið við sjóstörf. „En við verðum líklega sjóveikir, við sleppum líklegast ekki við það,“ segir Eyþór.

Undirbúningur ferðarinnar hófst fyrir einu og hálfu ári. ,,Við höfum nýtt tímann í að koma okkur í form. Við höfum róið í um klukkutíma á dag, lækkað púlsinn til að vera eins og góð dísilvél. Við munum brenna upp undir 7 þúsund kaloríum á sólarhring. Því þurfum við að borða, drekka og sofa vel. En við munum grennast það er ljóst,“ segir Eyþór.

Á slóðir Auðar djúpúðgu

Báturinn heitir Auður djúpúðga eftir kvenskörungnum mikla. „Hún tengir saman allt svæðið sem við róum um. Hún er frá Noregi, hún kynntist Ólafi Hvíta á Orkneyjum, svo fór hún til Færeyja líka. Í Orkneyjum munum við hitta fyrir sagnamann sem segir frá tengslum Íslendinga við Orkneyjar, sama verður gert í Færeyjum. Íslendingar skrifuðu sögu Færeyinga og sögu Orkneyinga. Því viljum við minna á þessi sögulegu tengsl sem þarna eru,“ segir Eyþór.

AF Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson Eyþór Eðvaldsson var á sama námskeiði og ég í Sæbjörgu í síðustu viku að búa sig undir róðurinn

06.04.2013 17:45

Erlingur GK 6


 


               1449. Erlingur GK 6, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 59 hjá Sterkoder Mekverksted í Kristiansund í Noregi 1975. Kom í fyrsta sinn hingað til lands, til Keflavíkur á Þorláksmessu (23. desember) 1975. Þ. 23. mars 1976 kom hann í fyrsta sinn til löndunar í Sandgerði og var þá fyrsti togarinn sem komið hefur að bryggju í Sandgerði.
Stækkaður og breytt sem flutningaskip fyrir lifandi nautgripi og önnur dýr, á árinu 2009.

Nöfn: Erlingur GK 6, Þórhallur Daníelsson SF 71 og Baldur EA 71. Seldur úr landi til Nýja-Sjálands 19. nóv. 1993. Þar er hann ennþá til og hefur borið frá því hann kom þangað nafnið Baldur.

06.04.2013 17:10

Stærsta sólarrafhlöðuskip heims á leið til Ísland

Siglir með golfstraumnum
 
Skipið Tûranor PlanetSolar hefur þegar siglt í kringum heiminn en það var sjósett í mars árið 2010.

Skipið Tûranor PlanetSolar hefur þegar siglt í kringum heiminn en það var sjósett í mars árið 2010. PlanetSolar.org

Stærsta sólarrafhlöðuskip heims – Tûranor PlanetSolar – er á leið til Reykjavíkur. Skipið er með 537 fermetra stóran sólskjöld og alls komast fjörutíu farþegar um borð í skipið. Það mun sigla með golfstraumnum í sumar, í maí og fram í ágúst. Skipið mun sigla frá Miami í Bandaríkjunum til New York og Boston, þaðan af til Reykjavíkur og svo áleiðis til Bergen í Noregi.

Skipstjórinn er Gérard d’Aboville en hann hafði þetta að segja um leiðangurinn í fréttatilkynningu um málið: „Það er mjög heillandi að vera skipstjóri stærsta sólarrafhlöðuskips í heimi!“ Tilgangur leiðangursins er að leita svara við loftlagsbreytingavandanum, en um borð í skipinu verður loftlagsfræðingurinn Martin Beniston, prófessor við Genfarháskóla. 

 

06.04.2013 16:48

Haukur GK 25

                    1378. Haukur GK 25, í Sandgerði © mynd Emil Páll
 

Smíðanúmer 37 hjá Storviks Mekverksted A/S, Kristianssand, Noregi 1970. Endurbyggður Kristjanssand, Noregi 1974.  Skráður í Danmörku 24. sept. 1991, en var þó áfram við bryggju í Sandgerði. Seldur úr landi til Rússlands  í nóvember 1992. Fékk síðan heimahöfn í Úruguvay.

Strandaði og sökk við Noreg í sept. 1973, náð aftur upp tveimur vikum síðar.

Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 17. apríl 1974.

Nöfn: Öksfjord, Framtíðin KE 4, Haukur GK 25, Haukur GK 134, Chapoma M-7777 og núverandi nafn: Chapoma.

06.04.2013 16:00

Kolmuni 2013

                  - AF síðu Faxa RE 9 - Faxagengið -

Góðan og margblessaðan daginn lesendur góðir. Þá er páskafríinu lokið hjá Faxamönnum en þeir mættu til skips síðastliðin þriðjudagsmorgun upp á Skaga en skipinu var svo siglt til Reykjavíkur þar sem loðnunótinni var spólað í land og veiðafæri sem tilheyra kolmunnaúthaldinu voru tekin um borð. Það var svo seinnt á miðvikudeginum sem látið var úr höfn. Það er skemmst frá því að segja að þessa stundina er Faxinn á siglingu 92 sjómílur suður af Suðurey í Færeyjum, á gráa-svæðinu svokallaða á milli Færeyja og Skotlands en það verður að segjast eins og er að svartkjafturinn hefur ekkert verið að flækjast fyrir okkur frekar en öðrum skipum á þessu svæði.

Kv.Faxagengið.

Loðnunótin farin í land á Skarfabakkanum.

Kolmunnatrollið komið um borð.

Varatrollið og kolmunnapokarnir komnir um borð.

Viðey

Vonandi ekki langt að bíða eftir svona Kolmunnahali.

 

 

06.04.2013 15:45

Guðmundur RE 29 - í dag Sturla GK 12


                1272. Guðmundur RE 29, í Reykjavík - í dag heitir hann Sturla GK 12 © mynd Emil Páll

06.04.2013 14:25

Gullfaxi VE 101


                1105. Gullfaxi VE 101, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 7 hjá Stálvík hf., Stykkishólmi 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Frá því í sept. 2002 stóð báturinn uppi í dráttarbrautinni á Húsavík og í apríl 2007 var hafist handa við að rífa hann til förgunar. Eigandi bátsins hafði þá verið lýstur gjaldþrota og tók sveitarfélagið Norðurþing við bátnum til förgunar.

Nöfn: Jón Helgason ÁR 12, Gullfaxi VE 101, Gullfaxi ÍS 190, Bliki EA 12, Guðrún Jónsdóttir SI 155, Þorleifur EA 88, Ólafur GK 33, Reynir AK 18 og Reynir GK 177.

06.04.2013 13:45

Hafdís SI 131

 

              7396. Hafdís SI 131, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. apríl 2013

06.04.2013 12:45

Stella GK 23


 


               2669. Stella GK 23, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 2. apríl 2013

06.04.2013 11:45

Maron HU 522, á landleið í morgun


 


 


               363. Maron HU 522, á siglingu í Garðsjó í morgun © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. apríl 2013

06.04.2013 11:03

Sunna SI 67


              7185. Sunna SI 67, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. apríl 2013