Færslur: 2013 Apríl

11.04.2013 06:33

Nivenskoye, rússnenskur togari að toga á kolmunnamiðunum

                 Nivenskoye, rússnenskur togari að toga á kolmunnamiðunum. © mynd  Faxagengið, faxire9.123.is 8. apríl 2013

10.04.2013 23:01

Auðunn og erlent varðskip á Stakksfirði

Tilefni þessara myndatöku man ég ekki en þarna er á ferðinni erlent varðskip á Stakksfirði og hafnsögubáturinn Auðunn eitthvað að snúast í kring um það og að lokum er ein mynd af krökkum sem eru að koma frá borði og virðast fulltrúar Rauðakrossins á Suðurnesjum vera viðstaddir.
                                                        ©    myndir Emil Páll

10.04.2013 22:45

Aðalsteinn Jónsson SU 11 að toga á kolmunnamiðunum


 

                   2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 að toga á kolmunnamiðunum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 9. apríl 2013

 

           

10.04.2013 21:45

Lundey NS-14 á kolmunnamiðunum suður af Færeyjum


 


 

                     155. Lundey NS-14  á kolmunnamiðunum suður af Færeyjum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 9.apríl 2013

 

             

10.04.2013 20:45

Fiskines KE 24, í dag


              7190. Fiskines KE 24, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 10. apríl 2013

10.04.2013 19:45

Höfnin í Henningsvær, Noregi

 

              Höfnin í Henningsvær, Noregi. Þarna út þennan vog var fiskverkun eftir fiskverkun. © mynd og myndatexti Jón Páll Jakobsson, Noregi -  09. apríl 2013

10.04.2013 19:00

Kópnes ST 64 o.fl.


              7465. Kópnes ST 64 o.fl. © mynd Jón Halldórsson, Holmavik.123.is 9. apríl 2013

10.04.2013 18:00

Húsið af Selnum tekið í land

Rétt upp úr hádeginu í dag var húsið af sandflutningaskipinu Selnum tekið af skipinu og sett á vörubílspall, í Njarðvíkurhöfn. Er þetta gert þar sem fara á með húsið inn í Hafnarfjörð og sandblása það, en skipið sjálft fer upp í Njarðvíkurslipp þar sem það verður tekið í gegn.

Viðhald var ekki vanþörf, enda er skipið búið að fara víða að undanförnu m.a. til Færeyja og Bretlands og vera þar í verkefnum auk verkefna hérlendis.


                     Húsið komið upp á vörubílspall, í Njarðvík í dag


              5935. Selur, stýrishúslaus við bryggju í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 10. apríl 2013

AF Facebook:

Tómas J. Knútsson synd að það skildi ekki sandblásið í Sandgerði hjá Fúsa og co

10.04.2013 17:06

Faxi GK 90


                   649. Faxi GK 90 © mynd í eigu Tómasar Knútssonar

Smíðaður í Svíþjóð 1956. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 19. júlí 1973.

Nöfn: Faxi GK 90, Unnur VE 80 og Kristján Guðmundsson ÁR 15

10.04.2013 15:45

Hav Sand: Tollafgreitt á Stakksfirði á leið til Reykhóla

Þó það sé ekki einsdæmi, þá gerist það annað slagið að skip sem eru á leið að Reykhólum, erlendis frá koma við á Stakksfirði til að fá tollafgreiðslu. Eitt slíkt tilfelli var rétt eftir hádegi í dag er Færeyska skipið Hav Sand fékk slíka afgreiðslu. Til að hún færi fram sá Auðunn um að ferja tollþjóna milli skips og lands.


 


                 Hav Sand siglir út Stakksfjörðinn rétt eftir hádegi í dag, að lokinni tollafgreiðslu © myndir Emil Páll, 10. apríl 2013

10.04.2013 14:45

Fyrrum Moby Dick og Sægrímur í ferðamennsku

Í dag verður verður Tony, eða fyrrum Moby Dick tekinn niður úr slippnum í Njarðvík, en þó tekinn fljótt aftur í slipp þar sem hann verður málaður og sett á hann nýtt nafn, að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur en þeir eru eigendur bátsins. Hafa þeir leigt hann til Hvalaskoðunar Keflavíkur (Helgu Ingimundardóttur), sem áætlar að gera hann út til hvalaskoðuna frá Keflavík í sumar.

Þá mun Sægrímur GK 525, senn fara til ferðaþjónustu, en hann mun sigla út frá Grindavík og verður farþegum boðið að taka þátt í netaveiðum, samkvæmt heimildum mínum. Nánar mun ég fjalla um það mál síðar.


                Tony ex Moby Dick, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll


                  2101. Sægrímur GK 525 að koma inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll

10.04.2013 14:08

Gamall á leið út frá Keflavík


                Ekki þekki ég þennan, en tel að hann sé á leið út frá Keflavík © mynd frá Sigurði Ólafssyni

10.04.2013 12:45

Skálafell RE 20 og Ólafur Magnússon GK 525

Myndir þær sem ég birti nú, eru mér mikill fengur, því ég man ekki eftir að fyrir mín augu hafi áður borist myndir af þessum bátum undir þessum nöfnum. Myndir þessar sendi Sigurður Ólafsson mér, en þær eru úr dánabúi föður hans og sendi ég honum KÆRAR ÞAKKIR FYRIR. AÐ AUKI KOM ÞRIÐJA MYNDIN EN HÚN BIRTIST Á EFTIR.

Fyrir neðan myndirnar kemur saga beggja bátanna í stuttu máli


               623. Skálafell RE 20 í Dráttarbraut Keflavíkur 1946

 

              916. Ólafur Magnússon GK 525 og 623. Skálafell RE 20, í Dráttarbraut Keflavíkur, sennilega árið 1946 © myndir frá Sigurði Ólafssyni

916.

Smíðaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur í Keflavík 1946, númeri breytt í KE 25 1. febrúar 1949. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. jan. 1978.

Nöfn: Ólafur Magnússon GK 525, Ólafur Magnússon KE 25, Þórður Ólafsson SH 140, Auður BA 46 og Ólafur SH 44.

 

623.

Smíðaður hjá Júlíusi Nýborg, Hafnarfirði 1943. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 22. sept. 1987

Nöfn: Súgandi RE 20, Skálafell RE 20 og Júlía VE 123

 

10.04.2013 11:20

Fengur SU 33 - myndasyrpa af honum er hann kom inn til Sandgerðis í gær


 


 


 


 


 


 


                 5907. Fengur SU 33, að koma inn til Sandgerðis í gær © myndir Emil Páll, 9. apríl 2013

10.04.2013 10:45

Sunna Líf KE 7 í gær


 


              1523. Sunna Líf KE 7, að koma inn til Sandgerðis í gær © myndir Emil Páll, 9. apríl 2013