Færslur: 2013 Apríl

28.04.2013 14:45

Havsula AA-81-A


                  Havsula AA-81-A, Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting frode adolfsen, 25. apríl 2013

28.04.2013 13:51

Sjómannadagurinn - ekki hátíð hafsins

 •  
  Nú er rúmur mánuður í Sjómannadaginn, hér er grein sem ég skrifaði í fyrra til að minna menn á að Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins, heldur er þetta dagur sjómanna og útgerðarmanna og verður að fá að halda nafninu sínu.
  -------------
  Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður sem og aðra ættingja vorum svo sannarlega stoltir af því að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga.
  Sjómannadagurinn er órjúfanlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja að allir tengist sjómönnum á einn eða annan hátt eins og víða í útgerðarbæjum landsins. Á Sjómannadaginn kynnum við sjómannsstarfið, minnumst þeirra sem hafa látist og sérstaklega þeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiðrum aldna sjómenn og ekki hvað síst gerum við okkur glaðan dag með fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sér Sjómannadaginn öðrum augum, ekki sem Sjómannadag heldur sem dag hátíðar hafsins. Það er óskiljanlegt að sjómenn skuli ekki mótmæla því að Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eignarnámi og nefndur Hátíð hafsins í Reykjavík með vitund og vilja stærstu sjómannafélaga landsins.
  Hafið hefur tekið líf margra sjómanna sem voru ættingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Þess má geta til fróðleiks að á árunum 1962 til 1992 árin sem undirritaður stundaði sjó frá Vestmannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bátum frá Eyjum, og eru þá taldir með þeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduðu tímabundið sjó annarsstaðar á landinu á sama tíma. Þessi tala um dauðaslys á sjó er mun hærri og skiptir hundruðum ef taldir eru allir þeir sjómenn sem fórust á þessu tímabili. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þessara manna, og er minningarathöfn við minnisvarðann við Landakirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum það viðeigandi að minnast þeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir þeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallaður er Hátíð hafsins? Að mínu viti er þetta fráleitt og móðgandi fyrir íslenska sjómenn. Þessi gjörningur Sjómannadagsráðs er farinn að smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir að breyta nafni dagsins.
  Í Þorlákshöfn þar sem flest snýst um sjóinn, hafa þeir á síðustu árum apað þetta eftir Reykjavíkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir því hvað Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvægur hvað varðar kynningu á starfi sjómanna, hann er okkar hátíðisdagur, ekki hátíð hafsins. Í lögum um Sjómannadaginn segir m.a: Við tilhögun Sjómannadagsins skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
  1. Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
  2. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
  3. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
  4. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
  5. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins.
  Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráðsins er líka: „Að beita sér í fræðslu og menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar.“ Með því að uppnefna Sjómannadaginn Hátíð hafsins er ekki verið að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, því síður eflir það samhug sjómanna eða kynnir þjóðinni áhættusöm störf þeirra og mikilvægi. Engan starfandi sjómenn hef ég hitt sem er ánægður með þessa nafnbreytingu. Nokkrir segja þetta afleiðingu þess að sum af stéttarfélögum sjómanna hafa verið sameinuð stórum landfélögum og þar með hafa tekið völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkaðan áhuga á sjómannsstarfinu. Forustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér að ef Faxaflóahafnir hefðu ekki tekið þátt í kostnaði við hátíðahöld Sjómannadagsins, hefði dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna þá sett þau skilyrði til styrkja, að nafn Sjómannadagsins verði þurrkað út og breytt í Hátíð hafsins? Samþykkti Sjómannadagsráð þessa nafnbreytingu Hvað vakir fyrir þeim 34 stjórnarmönnum sjómannafélaga og stjórn Faxaflóahafna að vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni Sjómannadagur ?.. Er þetta kannski einn liðurinn enn til þess að þagga niður í sjómönnum?.Allir hugsandi sjómenn hljóta að sjá að þessi breyting á nafni Sjómannadagsins er niðurlægjandi fyrir sjómannastéttina.

   
  Sigmar Þór Sveinbjörnsson
  Stýrimaður.

28.04.2013 13:45

Búland

 

                    Búland á siglingu Maggi greinilega að leita að makríl © mynd og myndatexti:  Svafar Gestsson, í dag 28. apríl 2013

28.04.2013 12:45

Quant ex 2253. Elliði GK 445

 

             Quant ex 2253. Elliði GK 445 að taka trollið © mynd Svafar Gestsson,  í dag 28. april 2013

28.04.2013 11:45

Komnir í heimahöfn - Jón Páll, í Noregi í gær

Já komnir í heimahöfn vertíð lokið, síðustu fiskarnir fór núna á fullu tungli létu sig hverfa svo Lofotenkanturinn er núna bara eins og eyðimörk svona er þetta bara og hefur verið hann kemur til að hrygna svo hverfur hann. einhvert fiskerí er með strandþorsk (kystþorsk) inn í fjörðunum en þar meiga bara litlu bátarnir bátar undir 15m, annars verður því svæði lokað á morgun sunnudag útaf þar er eingöngu strandþorskur og fiskifræðingarnir telja hann í hættu svo vilja draga úr veiðum á honum meðan Barentshafsþorskstofninn skreien bara stækkar og stækkar.
 
Síðustu dagarnir voru hrein hörmung 700 kg svo 400 kg og í gær 250 kg.
 


              Hér sjáum við Holmen draga, en við vorum tveir eftir þarna og svo nokkra trillur sem voru inn í firðinum


                            Síðasta færið tekið á vertíðinni


                                       Henningsvær

Nú er bara að ganga frá bátnum, þrifa, taka net í land og fara til Íslands og hlaða batteríin fyrir næstu vertíð.

                               © myndir og texti Jón Páll Jakobsson, Noregi, í gær, 27. apríl 2013

 

28.04.2013 10:45

SMÁBÁTAHÖFNIN Í FUGLAFIRÐI, FÆREYJUM

 

                 Smábátahöfnin í Fuglafirði í Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  í apríl 2013

28.04.2013 09:45

Kaptian Gorbachev og Alma, vinir Hoffells SU

 

                Kaptian Gorbachev og Alma, vinir Hoffellsins frá Fáskrúðsfirði í Fuglafirði © mynd Faxagengið, daxire9.123.is í  apríl 2013

28.04.2013 08:45

Faxi RE 9 o.fl. í Fuglafirði í Færeyjum

 

               1742. Faxi RE 9 o.fl í Fuglafirði í Færeyjum © mynd Faxagengið í apríl 2013

28.04.2013 07:45

Polar Amaroq ex EROS í Færeyjum

 

                     Polar Amaroq ex EROS  á leið frá Fuglafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  26. apríl 2013

28.04.2013 06:52

Fagraberg FD 1210

 

                     Fagraberg FD 1210 landaði tæpum 3000 tonnum hjá Havsbrún í Fuglafirði, Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  26. apríl 2013

27.04.2013 23:00

Erlend skip í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Hafnarfirði og Reykjavík

Hér sjáum við syrpu með erlendum skipum sem eru í fjórum höfnum fyrir nokkrum árum, en ártalið kemur fram undir myndunum og í sumum tilfellum smá frásögn af veru skipana


                 Alert FR 336, í Njarðvíkurhöfn, 1995. Ástæðan fyrir komu þessa skoska báts var að sækja hingað skrokk sem var í Njarðvikurslipp og var hann síðan dreginn til Skotlands og lokið frágangi á honum sem fiskiskipi, en sem slíkur sökk  hann þó fljótlega.


                    Fagraenni KG 323, sem var á veiðum hér við land, hafði stutta viðkomu í Sandgerði árið 2008, en man ekki ástæðuna.
                 Frengen. Á myndinni fyrir ofan þessa er það í Reykjavíkurhöfn en hér er það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Báðar myndirnar eru teknar 2009. Skip þetta var með tengingu hingað til lands, hvað varðar eigendur.

                     Grigoriy Mikheev, í Keflavíkurhöfn, árið 2008. Skip þetta og sum önnur sem eru hér fyrir neðan voru með farþega um borð, sem sumir hverjir fóru hér í land og aðrir komu í staðinn


                Hanse Explorer, í Keflavíkurhöfn, 2008. Skip þetta var einskonar farþegasnekkja


                 Kiel NC 105, í Hafnarfjarðarhöfn í júní 2009. Hér var um að ræða togara sem tengdist innlendum aðila og landaði oftast þegar það kom til Hafnarfjarðar.


                  Polar Pioneer, í Keflavíkurhöfn 2008, skip þetta sigldi með farþega um norðurhöfin og skipti í sumum tilfellum um farþega hér.


                 Rússneskt skip sem ég man ekki nafnið á, í Keflavíkurhöfn 2008. Þetta var hér á svipaðir línu og t.d. Polar Pioneer.


           Tale Chaser, á hafnargarðinum í Njarðvík 24. feb. 2009. Skemmtibátur þessi var fluttur hingað inn án tilskylinna leyfa og var síðan boðinn upp, en endaði samt með því að vera rifinn á staðnum, enda hafði veðrið séð um bátinn að mestu.
                                               © myndir Emil Páll

27.04.2013 22:45

Benedikts Sæmundsson GK 28


                992. Benedikt Sæmundsson GK 28, á útleið frá Hafnarfirði, alveg nýr, árið 1965 © ljósmyndari Emil Páll

Smíðaður hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1965, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Breytt í húsbát, staðsettum í Reykjavíkurhöfn

Nöfn: Benedikt Sæmundsson GK 28, Svanur ÞH 100, Svanur ÞH 105,  Aron ÞH 105, Fiskines GK 264, Byr NS 192, Byr ÓF 58, Jakob Valgeir ÍS 84, Máni ÍS 54, Máni HF 54, Jón Forseti ÍS 108, Jón Forseti ÓF 4, Jón Forseti ÍS 85 og  núverandi nafn: Jón Forseti RE 300

27.04.2013 21:45

Sæbjörg VE 56

 
                   989. Sæbjörg VE 56, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll
 
Smíðanr. 45 hjá Kaarbös Mekaniske Verksted A/S í Harstad í Noregi. Þá var skipið það 6. sem stöðin hafði smíðað fyrir íslendinga.  Er skipið kom til landsins 23. júlí 1965, var talið stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggt Danmörku sumarið 1978.

Skipið bar aðeins tvö nöfn, þ.e. Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56. Rak skipið upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.

27.04.2013 20:45

Sigurpáll GK 375


                          978. Sigurpáll GK 375 í Sandgerðishöfn


                            978. Sigurpáll GK 375 í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll

Smíðanr. 1 hjá Hasund Mek Verksted A/S og nr. 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S í Ulteinsvik, Noregi 1964. Yfirbyggður 1964. Fór í pottinn til Danmerkur í okt. 2007.

Er skipið kom fyrst hingað til lands og þá til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964 vildu sumir meina að hann væri fyrsti skuttogari Íslendinga. Síðan hafa menn talið hann fyrsta fiskiskipið með skuttrennu hér á landi, en síðar kom í ljós að lítill bátur á Vestfjörðum  var á undan með skutrennu.

Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14.

27.04.2013 19:45

Boði KE 132, að koma inn til Keflavíkur

 

                     971. Boði KE 132, að koma inn til Keflavíkur  © myndir Emil Páll
 

              

Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi  1986.

Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.

Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.

Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364,  Boði KE 132, Boði GK 24,  Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25