Færslur: 2013 Apríl
03.04.2013 16:45
Sigurbjörg KE 98 - báturinn sem vildi ekki sökkva - sjá texta hér fyrir neðan
![]() |
|
740. Sigurbjörg KE 98, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll Smíðaður í Danmörku 1946. Sjá söguna um úreldinguna, hér fyrir neðan |
Sigrún AK 71 lenti í miklum hrakningum á norðaverðum Faxaflóa 4. - 5. janúar 1952 ( sjá Víking bls. 11, 1. - 2. tbl. 1952).
Úrelding 3. nóv. 1986. Þegar átti að farga bátnum fóru menn með hann norður fyrir Rit og opnuðu þeir ventla en vegna veðurs vildu þeir ekki hanga yfir honum meðan hann færi niður. Endalok bátsins hafði verið fyrirséð og því var hann skilinn eftir sökkvandi á reki.
Versnandi veður mun hinsvegar hafa valdið því að sú gamla rak upp, fyrr en varði og brotnaði þar í spón. Það mun svo hafa verið ærinn starfi hjá Landhelgisgæslunni, ásamt fleirum að hirða stórviði úr bátnum á reki um allan sjó.
Nöfn: Sigrún AK 71, Sigurbjörg KE 98, Sigurbjörg KE 14 og Sigrún KE 14
03.04.2013 15:45
Sigurbjörg ÞH 62
![]() |
|
Smíðaður á Akureyri 1959. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 19. feb. 1992 Nöfn: Sigurbjörg ÞH 62, Draupnir ST 150, Nói HF 150 og Bogafell HF 72. |
03.04.2013 14:45
HDMS Triton (F358)
|
|
||
03.04.2013 13:45
Rán EA 710
![]() |
|
Sm. Akureyri 1942. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 25. mars 1987 Nöfn: Rán EA 710, Már KE 31 og Már KÓ 13 |
03.04.2013 12:46
Máni GK 36
![]() |
|
671. Máni GK 36, í Grindavík © mynd Emil Páll Smíðaður hjá Faaborg Skips & Badeby, í Faaborg, Danmörku 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en ekki notaður. Lá síðustu árin við bryggju í Þorlákshöfn og var á þeim tíma eða 8. des. 2004, sleginn á nauðungaruppboði, en ekkert gerðist í hans málum fyrr en hann var hífður á land á árinu 2007 og fargað í framhaldi af því. Raunar hafði hann verið afskráður sem fiskiskip árið 2006. Nöfn: Máni GK 36, Máni BA 166, Máni GK 257, Haförn ÁR 115, og aftur Máni GK 36. |
03.04.2013 11:20
Merkileg mynd: Símon Gíslason KE 155
![]() |
|
Verð ég að viðurkenna að ég hef ekki séð margar myndir af bátnum, undir þessu nafni sem var það síðasta áður en bátnum var breytt yfir í frambyggðan bát. Hér kemur saga bátsins í stuttu máli. Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið. Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki. Báturinn lág í nokkur ár við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Þó margir teldu að þar með væru dagar hans taldir, þá kom fram bjartsýnn aðili sem vildi gera hann út og auglýsti nú eftir áramót eftir áhöfn á bátinn. Ekkert varð þó úr útgerð á þeim tíma, né unnið við gírinn. En það átti eftir að breytast og var báturinn tekinn enn á ný upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og nú koma hann úr blár að lit og eftir ýmsa erfiðleika fór hann á rækjuveiðar fyrir norðurlandi og er í dag gerður út frá Húsavík -o- Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip. Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlífar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120 og núverandi nafn er Orri ÍS 180. |
03.04.2013 10:45
Ölver RE 40 / Ölver KE 40
![]() |
||
|
|
03.04.2013 09:45
Gunnjóna Jensdóttir ÍS 117
![]() |
|
Smíðaður í Danmörku 1954. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 27. maí 1988. Nöfn: Freyja VE 260, Sigurberg RE 97, Sigurberg GK 85, Sæhrímnir ÍS 100, Freydís ÓF 60, Freydís BA 97, Gunnjóna Jensdóttir ÍS 117 og Sandafell HF 82. |
03.04.2013 08:55
Þorsteinn KE 10 og Sigurpáll GK 375
![]() |
| 357. Þorsteinn KE 10, utan á 185. Sigurpáli GK 375, sem þarna er í endurbyggingu í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll |
357.
Smíðaður hjá Anderson & Ferdinandsen, Gillelje, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Stýrishús af 724. Pólstjórnunni ÍS 85, var sett á hann eftir að Pólstjarnan var úreld.
Hefur legið í Reykjavíkurhöfn sennilega frá 2008 og sökk þar 25. júlí 2010 og síðan aftur á síðasta ári, en veit ekki hvað varð um bátinn eftir það
Nöfn: Breiðfirðingur SH 101, Breiðfirðingur RE 262, Þorkell Árnason GK 262, Oddrún RE 126, Þorsteinn KE 10, Svavar Steinn KE 76, Svavar Steinn GK 206 og Ver RE 112.
185.
Smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B i Marstrand, í Svíþjóð 1963. Kom til Sandgerðis laust fyrir kl. 20 laugardginn 13. apríl 1963 eftir 7 mánaða smíðatíma. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. Keflavík 1974-1977. Yfirbyggður 1987. Lengdur, skutur sleginn út og nú brú, gert í Þýskalandi 1987.
Báturinn var dreginn logandi til Njarðvíkur 29. mars 1974 af Ásgeir Magnússyni II GK 59, en eldur kom upp í bátnum er hann var staddur 8 sm. út af Stafnesi.
Aftur kom upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og stórskemmdist hann og var ákveðið að gera ekki við hann heldur láta hann í pottinn. Slitnaði báturinn aftan úr Brynjólfi ÁR sem var að draga hann og var einnig á leið í pottinn, er skipin voru við Færeyjar. Kom Færeyska varðskipið Brymill að því mannlausu á reki og tók það í tog og dró til Færeyja að morgni 10. okt. 2005. Var skipið síðan dregið til Esbjerg í Danmörku, en þangað hafði förinni verið heitið og þangað kom það í maí 2006.
Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6.
03.04.2013 07:30
Glófaxi VE 300 og Sæbjörg SU 39 í Eyjum
![]() |
| 244. Glófaxi VE 300, 499. Sæbjörg SU 39 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar |
244.
Smíðanúmer 3 hjá Skipaviðgerður hf. Vestmannaeyjum 1964, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í febrúar 1965.
Endurbyggður eftir bruna hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja 1978 og yfirbyggður í Bátalóni í Hafnarfirði 1985.
Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Helga Bergvinsson, Vestmannaeyjum, en hann hætti við áður en smíði lauk.
Vegna töku á sjónvarpsmyndinni ,,Sigla himinfley" árið 1994, var báturinn látinn heita ,,Ási í bæ VE 500" í myndinni.
Seldur ú r landi til Ghana 8. ágúst 2003 og er þar ennþá, held ég.
Nöfn: Gullberg NS 11, Gullberg VE 292, Glófaxi VE 300, Glófaxi II VE 301, Krossey SF 26, aftur Glófaxi II VE 301, Sæfaxi VE 30, MV. Kristi Sophie og núverandi nafn: Living Kristi.
499.
Smíðaður í Hafnarfirði 1962. Talinn ónýtur og afskráður 1992.
Nöfn: Gunnar Einarsson GK 334, Gnoðin VE 34, Sæbjörg NK 37, Sæbjörg GK 28, Sæbjörg SU 39, Hafbjörg ÁR 39, Kristín EA 37 og Hafrenningur II ÍS 94
03.04.2013 07:00
Hamrasvanur SH 201
![]() |
238. Hamrasvanur SH 201, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 200 hjá Bolsönes Verft A/S, Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf. við bryggju í Njarðvík 1978. Seldur úr landi til Hollands 21. júní 1996 og er það til ennþá.
Nöfn: Eldborg GK 13, Albert GK 31, Hamra-svanur SH 201, Hamrasvanur II SH 261. Ensis VE 7 og núverandi nafn: Ensis KG 8.
02.04.2013 23:05
Aðalsteinn Jónsson SU 11, á veiðum á Breiðafirði í síðasta mánuði - myndasyrpa









2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, á Breiðafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 18. mars 2013
02.04.2013 22:45
Elín Ósk
![]() |
Elín Ósk, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. apríl 2013 |
02.04.2013 21:45
Sigurborg SH 12, í dag frá óvanalegu sjónarhorni
![]() |
1019. Sigurborg SH 12, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. apríl 2013 |
02.04.2013 20:45
GULLEYJAN þ.e. Þerney Re 1, myndir úr 3. veiðiferð 2013
Þeir á Þerney RE 1, eru duglegir að skrifa um veru sína úti á sjó á Facebooksíðu sína. Þetta kom núna undir kvöldið
![]() |
||
|
|

















