Færslur: 2013 Apríl
23.04.2013 17:45
Ólafur Ingi KE 34
![]() |
182. Ólafur Ingi KE 34 © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek Verksted A/S í Nygaard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Fór 5. apríl 1999 og kom síðastu viku júlímánaðar 1999 úr stórum breytingum, m.a. breikkun. Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var skipið þá gert að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður en þó mun stærri. Miklar breytingar s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokkinum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósvél. stýrisútbúnaður, stýri, skrúfa o.fl. hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku frá nóv. 2005 til mars 2006. Kom heim úr þeirri ferð, beint til Patreksfjarðar 22. mars það ár.
Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Sædís ÁR 220, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestri BA 63.
23.04.2013 16:45
Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 og Hamravík KE 75 - myndir og sagan
![]() |
||||
|
|
23.04.2013 15:49
Njarðvík: Hamravík KE, Sveinn Guðmundsson GK , Sævar KE, Þórður Sigurðsson KE , Bára GK o.fl.
![]() |
F.v. 82. Hamravík KE 75, 709. Sveinn Guðmundsson GK 315, 867. Sævar KE 19, 180. Þórður Sigurðsson KE 16, 964. Bára GK 24 o.fl. © mynd Emil Páll
23.04.2013 14:45
Bjarmi og Valberg
Gamli trillubáturinn sem upphaflega var smiðaður á Siglufirði 1938 og verið var að gera upp í Keflavík er kominn út. Var hann tekinn út nú fyrir nokkrum mínútum, en ég fjallaði vel um endurbyggingu hans fyrr í vetur.
![]() |
||
|
Þá er búið að sjóetja Valberg VE 10 ex VE 5, sem var í endurbótum hjá Bláfelli á Ásbrú.
|
23.04.2013 14:10
Búrfell KE 140, Keflvíkingur KE 100 og Framtíðin KE 4
![]() |
17. Búrfell KE 140, 967. Keflvíkingur KE 100 og 1378. Framtíðin KE 4 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
23.04.2013 12:45
Búrfell KE 140
![]() |
17. Búrfell KE 140, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 36 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, en skrokkurinn hafði smíðanúmer 49 hjá Ankerleöken Verft A/S í Flörö í Noregi árið 1963. Lagt í maí 1991, tekinn af íslenskri skipaskrá 1992.
Eftir að báturinn hafði verið úreltur hóf Bergþór heitinn Hávarðarson undirbúning að því að breyta honum í viðgerðarskip fyrir skútur og fór verkið fram við bryggju í Njarðvik. Eftir baráttu við íslensk stjórnvöld og fyrrum eiganda, þar sem m.a. átti að draga bátinn til Írlands til niðurrifs, bjargaði það málunum að útgerð dráttarskipsinsHvanneyri sem átti að draga hann út varð gjaldþrota. Tókst Bergþóri þó að lokum að vinna sigur í málinu 27. mars 1993 og flaggaði hann þá sænska fánanum á bátnum og gaf honum nafnið Ásbjörn. Var báturinn þinglýstur sænskum ríkisborgara f.h. Bergþórs. 1. maí 1993. Þann 11. sept. 1993 fór Ásbjörn í reynslusiglingu. 1. júní 1996 lét Ásbjörn síðan aftur úr höfn og nú sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Garðarbæjar og síðan var förinni heitir til St. Martin, í nágrenni Porto Rico í Mið-Ameríku, endurskráðum með íslenskum fána. Þangað átti hann að draga með sér einn úreltan 44. Kristbjörgu VE 70. Ekkert varð þó úr þessum áformum og fóru leikar þannig að eftir þó nokkra veru var báturinn færður út á Arnarvoginn í lok október 2002. Fljótlega var honum þó lagt við bryggju í Hafnarfirði, þaðan var hann að lokum dreginn um mánaðarmótin mars/apríl 2004 upp á Akranesi þar sem hann var tættur niður í brotajárn.
Meðan báturinn var í Njarðvíkurhöfn bjó Bergþór um borð í honum.
Nöfn: Ásbjörn RE 400, Búrfell ÁR 40, Búrfell KE 140, Búrfell KE 45, Búrfell EA 930 og Ásbjörn
23.04.2013 11:20
Harpa og Gígja með fullfermi í Njarðvík, í denn
Hér sjáum við tvö af þeim fiskiskipum sem tengdust Fiskiðjunni í Keflavik, vera að koma eða komnir til Njarðvíkur með fullfermi.
![]() |
||||||||
|
|
23.04.2013 10:30
Happasæll KE 94 ex Drangur
![]() |
38. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Florö í Noregi 1959, sem farþegaskip og var breytt í fiskiskip 1982. Kom fyrst sem Happasæll til heimahafnar í Keflavík 14. ág. 1982. Úreltur i maí 1986. Sökkt 70 sm. SV af Reykjanesi 18. júlí 1986.
Bar aðeins tvö nöfn: Drangur og Happasæll KE 94.
23.04.2013 09:45
Gunni Jó SI 173
![]() |
2139. Gunni Jó SI 173 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. apríl 2013
23.04.2013 09:01
Sigla afmælishring um Ísland
Fréttablaðið /visir.is:
Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri.
Aðstandendur Húna hafa leitað til bæjaryfirvalda á áætluðum fjórtán viðkomustöðum og falast eftir styrkjum til siglingarinnar, meðal annars með því að fá felld niður hafnargjöld. „Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig í tengslum við strandmenningu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar,“ segja Hollvinir Húna II í bréfi til sveitarfélaganna.
Lagt verður upp frá Akureyri 11. maí og siglt austur og suður fyrir land áður en Húni kemur aftur til heimahafnar 23. maí. Á Húsavík slæst Knörrinn, sem var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963 eins og Húni, með í förina. Almenningi verður boðið að skoða bátana.
Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár áður en hann var tekinn af skipaskrá 1994. Var þá ætlunin að koma bátnum fyrir kattarnef á áramótabrennu en hann var þó settur aftur á skipaskrá 1995 og gerður út sem hvalaskoðunarbátur í nokkur ár frá Skagaströnd og Hafnarfirði.
Húni II er gerður út frá Akureyri. Báturinn er notaður undir samkvæmi og til skemmtisiglinga.
23.04.2013 09:00
Mávur SI 90 og Þorleifur EA 88
![]() |
2795. Mávur SI 90 og 1434. Þorleifur EA 88 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. apríl 2013
23.04.2013 07:20
Edda SI 200, Þorleifur EA 88, Múlaberg SI 22 og Sóley Sigurjóns GK 200
![]() |
1888. Edda SI 200, 1434. Þorleifur EA 88, 1281. Múlaberg SI 22 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. apríl 2013
23.04.2013 06:56
Gandí seldur til Færeyja
Ein nýggjur rækjutrolari er ávegis í føroyska flotan, skipið er smíða í 1986 í Noreg.
Les meira á > http://www.skipini.fo/
23.04.2013 06:34
Múlaberg SI 22 og Sóley Sigurjóns GK 200
![]() |
1281. Múlaberg SI 22 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. apríl 2013
22.04.2013 23:00
Björgunaræfing á sjómannadegi í Keflavík fyrir mörgum árum, jafnvel áratugum















Björgunaræfing í Keflavíkurhöfn, á sjómannadag fyrir fjöld fjölda ára © myndir Emil Páll




















