Færslur: 2012 Desember
12.12.2012 23:00
Sóley, á sundunum við Reykjavík

1894. Sóley, á sundunum við Reykjavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is í des. 2012
12.12.2012 22:00
Knolli BA 3




1893. Knolli BA 3, á Reykhólum © myndir Bjarni Guðmundsson, 10. júlí 2011
12.12.2012 21:00
Helga María AK 16

1868. Helga María AK 16, í Reykjavík © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is í des. 2012
12.12.2012 20:21
Stórglæsileg Akureyrarsyrpa frá því í fyrradag og í dag 12.12.12
Bjarni Guðmundsson, á Neskaupstað tók þessa glæsilegu myndasyrpu á Akureyri og eru þær ýmist teknar þann 10. des, eða í dag 12.12.12
![]() |
||||||||||||||||||||||||||
|
|
12.12.2012 20:00
Erika GR 18-119


Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK og Hákon ÞH © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is i des. 2012
12.12.2012 19:07
Björgunarlaunin vegna Alma afgreidd
Af vef Ríkisútvarpsins ( skjáskot)
![]() |
||
|
12.12.2012 19:00
Hásteinn ÁR 8

1751. Hásteinn ÁR 8, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 8. des. 2012
12.12.2012 18:52
Sæmilegt kropp innan um hvalavöðurnar
af vef H.B. Granda:
,,Við vorum að leggja af stað frá miðunum áleiðis til Vopnafjarðar með um 1.100 tonna afla. Ingunn AK fór á undan okkur en Lundey NS er enn á miðunum,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, er við náðum tali af honum í morgun. Faxi var þá staddur um 60 sjómílur NNA af Hornbjargi og framundan var 225 sjómílna sigling til Vopnafjarðar.
Það er sjaldgæft að öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda séu samtímis að veiðum en að þessu sinni helgast það af því að verulegt hlé hefur orðið á veiðum vegna óveðurs upp á síðkastið.
,,Við vorum nýkomnir á miðin þegar við þurftum að leita vars á Ísafirði og síðan komumst við út að nýju í sólarhring áður en við þurftum að halda aftur til Ísafjarðar. Skipin söfnuðust þar saman en auk HB Granda skipanna voru Jón Kjartansson og grænlenska skipið Erika á sömu slóðum og við. Þegar veðrið gekk niður þá gátum við farið út og leitað saman og fundum loðnu austan við það svæði sem við höfðum áður verið á,“ segir Albert en í máli hans kemur fram að loðnan veiðist líkt og fyrr aðeins eftir að það rökkvar á daginn, yfir kvöldið og nóttina þar til það birtir að nýju.
,,Það hefur ekki verið mikill kraftur í veiðunum en sæmilegt kropp. Við höfum verið að fá í kringum 100 tonn í kasti og það hefur verið töluvert fyrir þessu haft. Það er með ólíkindum hve mikið er af hvölum á veiðisvæðinu, heilu hjarðirnar af hnúfubökum, og sumir hafa verið svo óheppnir að fá hvalina inn í næturnar. Það er erfitt að forðast það í myrkrinu en við sluppum sem betur fer við það að þessu sinni,“ segir Albert.
Loðnan, sem veiðst hefur síðustu sólarhringa, er af ágætri stærð og síðasta mæling, sem Albert vissi til að gerð hefði verið um borð í Faxa var upp á um 41 stykki í kílóinu.
12.12.2012 18:00
Saltnes

1736. Saltnes eig. Saltnes hf., RE (86-90) Smíðað í Noregi 1978 og bar alltaf nafnið Altnes nema meðan það var Saltnes og hélt Altnes nafninu þar til það sökk í Kattergat 13. jan 1998 © mynd shipspotting, Frits Olinga, í Hollandi 28.júlí 1986
12.12.2012 17:00
Sólrún ÍS 1

1679. Sólrún ÍS 1 © mynd úr Ægi, í mars 1983
Af Facebook:
-
Emil Páll Jónsson Þetta var skrokkur sem var dreginn til Njarðvíkur og kláraður þar og því er Sólrún ÍS 1 fyrsta nafnið.
12.12.2012 16:51
Varðskipið Týr staðsett fyrir norðan
Af vef Landhelgisgæslunnar:
Varðskipið Týr siglir síðar vikunni norður fyrir land og verður staðsett á Húsavík næstu vikur. Eykst þar með umtalsvert geta og viðbragð Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar á svæðinu. Auk þess eykst öryggi og langdrægi þyrlna þegar mögulegt er að staðsetja varðskip tímanlega við ytri mörk langdrægis þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er búin HIFR búnaði sem gerir henni kleift að taka eldsneyti frá varðskipunum.

Undirbúið að TF LÍF fái eldsneyti frá varðskipi. Slangan hífð upp í þyrluna.
Landhelgisgæslan verður þar með varðskip staðsett í tveimur landshlutum sem á að stytta hámarkstíma til muna fyrir varðskip að komast á vettvang verkefna, þ.e. slysa, aðstoðar, löggæslu og eftirlits innan efnahagslögsögunnar. Aukast þar með til muna líkur á að hægt sé að ná til skipa og fólks í vanda í tæka tíð. Varðskipin Þór og Ægir verða staðsett á SV-verðu landinu og Týr fyrir norðan. Ef kemur að útkalli fyrir norðan eða austan land verður áhöfninni flogið eða henni ekið landleiðina á Húsavík.
12.12.2012 16:28
Herjólfur er ekki gott skip til siglinga í Landeyjahöfn
mbl.is:
Siglingastofnun segir að Herjólfur sé ekki gott skip til siglinga í Landeyjahöfn enda hafi ferjunni aldrei verið ætlað að sigla þangað. Skipið risti of mikið og sé ekki nógu stefnufast.
Þá segir að vegna þess hve Herjólfur sé kvikur gagnvart öldu og straumi sé mikilvægt að umsjónaraðilinn geri úttekt á stjórnhæfni skipsins.
Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að vegna óhapps Herjólfs í innsiglingu hafi ferjan Baldur um tíma siglt á milli lands og Eyja. Það sé í annað skipti frá opnun Landeyjahafnar, en í fyrrahaust hafi Baldur leyst af um 5 vikna skeið á meðan Herjólfur var í slipp. Þá var enn mikill efnisburður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en þó þurfti aldrei að fella niður ferðir Baldurs vegna dýpis. Fram kemur að afleysingarnar hafi þvert á móti sýnt að með hentugra skipi gangi siglingar í Landeyjahöfn vel.
Bent er á, að nú í haust hafi ölduhæðin verið svipuð og í fyrra en meiri en árin 2009-10. Dýpið hafi þó verið nægjanlegt því sandburður hafi minnkað til muna. Þó megi reikna með að fyrir Herjólf lokist höfnin fljótlega en gæti miðað við reynslu verið opin fyrir Baldur jafnvel allt árið. Þá sé rétt að halda því til haga að strax haustið 2008, þegar bankahrunið olli frestun á smíði ferju, hafi það verið mat Siglingastofnunar að með áframhaldandi notkun á Herjólfi yrði Landeyjahöfn ekki siglingafær allt árið.
Afleysing Baldurs, sem sé mun grunnristara skip en Herjólfur og þannig líkari þeirri ferju sem höfnin sé gerð fyrir, sýni að það mat hafi verið rétt.
„Herjólfur er ekki gott skip til siglinga í Landeyjahöfn enda var honum aldrei ætlað að sigla þangað. Hann ristir of mikið og er ekki nógu stefnufastur. Brýnt er að greina hvernig stendur á því að innfjarðarferja sem þarf undanþágu til að sigla milli lands og Eyja skuli eiga auðveldara með siglingar í Landeyjahöfn en Herjólfur. Vegna þess hve Herjólfur er kvikur gagnvart öldu og straumi er mikilvægt að umsjónaraðili Herjólfs geri úttekt á stjórnhæfni skipsins,“ segir á vef Siglingastofnunar.
Jafnframt sé nauðsynlegt að koma straummælingum í horf við Landeyjahöfn. Hefðbundnar straummælingar hafi ekki gengið vel vegna mikils ölduróts en í undirbúningi sé uppsetning á mælingum með radar í landi sem skili jafnóðum meðalstraumum og stefnu á tilteknu svæði. Um sé að ræða nýlega tækni sem ekki hafi verið notuð fyrr í Evrópu.
„Einnig er áríðandi að eigendur og rekstraraðili Herjólfs komi straummæli sem er um borð í Herjólfi í lag því hann hefur ekki verið nothæfur. Sá mælir á að greina þann straum sem mætir skipinu á hverjum tíma,“ segir Siglingastofnun.
12.12.2012 16:00
Sóley SH 24 og Súla ÁR


1674. Sóley SH 24 og 7090. Súla ÁR, í Grundarfirði © myndir Heiða Lára, 20. júlí 2011
12.12.2012 15:00
Sæbjörg

1627. Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is í des. 2012
12.12.2012 14:00
ASKJA / Lynx / Gullholm

1619. Askja, smíðuð í Noregi 1973, er ennþá til og heitir núna Avents lv og er frá Grikklandi © mynd Hilmar Snorrason, 1984

Lynx ex 1619. Askja © mynd shipspotting, frode adolfsen, 27. júní 1992

Lynx ex 1619. Askja © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. júní 1996

Gullholm ex ex Lynx ex 1619. Askja © mynd shipspotting, Aage, 7. sept. 2005


















