Færslur: 2012 Desember

22.12.2012 07:00

Skip í höfn á Siglufirði


                 Skip í höfn Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. des. 2012

22.12.2012 00:00

Ólafur Friðbertsson IS 34 / Albert Ólafsson KE 39 / Kristrún RE 177 / Kristrún II RE 477

Þessi bátur hefur aðeins borið 5 skráningar og birtast hér myndir af fjórum þeirra, en sú fimmta var sett upp vegna deilu við stéttarfélag.


                            256. Ólafur Friðbertsson ÍS 34 © mynd Snorri Snorrason


                             256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll


                256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Snorrason


                         256. Kristrún RE 177 © mynd Þorgeir Baldursson           256. Kristrún II RE 477, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 2. nóv. 2011


Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S i Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór. Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði og var þetta fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður hf., byggði yfir. Kom fyrst til Keflavíkur 7. júlí 1982. Breytt og lengdur hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1992.

Í framhaldi af deilu milli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og útgerðar skipsins varðandi brot á kjarasamningi sjómanna, skráði útgerð skipsins það í Hafnarfirði og fékk þá nr. HF 39. Var þetta gert í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík, að því er gefið var upp í blaðaviðtali.

Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39, aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn: Kristrún II RE 477.

21.12.2012 23:00

Hólmsteinn GK 20


               573. Hólmsteinn GK 20, að koma inn til Sandgerðis fyrir fjölda ára © mynd Emil Páll. Bátur þessi er nú varðveittur á Garðskaga.

21.12.2012 22:00

Voru ekki allir í útgerð þá


           Þegar þessi mynd var tekin á sínum tíma, voru þeir þrír bátar sem hér eru fyrir innan litlu bátanna, í Sandgerðishöfn, án þess að vera í útgerð. Síðan þá hefur einn þeirra farið í útgerð, annar í varðveislu og sá þriðji fór í klippurnar í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 16. maí 2008, Umræddir bátar eru 929. Röstin GK 120 sem nú er í útgerð sem Orri ÍS 180. 573. Hólmsteinn GK 20, sem nánar er fjallað um í næstu færslu og þriðji er 450. Eldey GK 74 sem var klipptur niður í Njarðvikurslipp og fjallað var um hér fyrir nokkrum dögum.

21.12.2012 21:00

Hilmir ST 1


                 566. Hilmir ST 1, á Hólmavík © mynd Guðjón H. Arngrímsson, 2008. Saga bátsins var birt hér á síðunni fyrir stuttu síðan og verður því ekki endurtekin nú.

21.12.2012 20:00

Sleipnir KE 112


                 560. Sleipnir KE 112, í Grófinni, Keflavík © mynd Guðmundur Falk. Bátur þessi lauk tíma sínum á brennu.

21.12.2012 19:00

Hólmsteinn ÁR 27


              542. Hólmsteinn ÁR 27, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll. Þessi bátur endaði í Sandgerðishöfn, en þar hafði hann verið bundinn í mörg ár sem Mummi KE 30 og var að lokum fargað.

21.12.2012 18:00

Hafrún HU 12 - 3ji elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í útgerð hérlendis


               530. Hafrún HU 12, 3. elsti stálfiskibáturinn hérlendis sem enn er í útgerð © mynd MarineTraffic, Árni Geir Ingvarsson, 23. ágúst 2006.

21.12.2012 17:36

Eigendur Sólplasts fengu í dag viðurkenninguna JÓLAHúS SANDGERÐISBÆJAR 2012


Hlíðargata 37 er jólahús Sandgerðisbæjar 2012
 

 
Afhending viðurkenningar fyrir jólahús Sandgerðisbæjar 2012 fór fram í Vörðunni kl. 15:00 í dag. Umhverfisráð Sandgerðisbæjar valdi Hlíðargötu 37 sem jólahús ársins fyrir skemmtilega uppsetningu og nýbreytni í skreytingum.

Eigendur hússins eru Kristján Nielsen og Sigurborg Sólveig Andrésdóttir. Auk viðurkenningarinnar hlutu þau að launum gjafabréf frá HS Orku hf. og HS Veitum hf. að verðmæti kr. 20.000.

Í umhverfisráði eru Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Hafsteinn Friðriksson og Margrét Bjarnadóttir. Starfsmaður ráðsins er Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála.

21.12.2012 17:00

Sæljós ÁR 11


               467. Sæljós ÁR 11, í Reykjavíkurhöfn ( þessi við bryggjuna) © mynd Emil Páll, í mars 2009. Undanfarin ár hefur verið dundað við að breyta bátnum í sumarbústað og er búið að fjarlægja allt fiskitengt úr bátnum og á síðasta ári sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Njarðvikur þar sem hann var tekin upp í slipp. Fyrr á þessu ári kom hinsvegar babb í bátinn, því þá kom í ljós að hann er illa fúinn og því fátt sem bendir til annars en að hann verði að lokum brotinn niður í Njarðvíkurslipp.

21.12.2012 16:00

Þorri VE 50


               464. Þorri VE 50, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í mars 2009. Þessi bátur hefur legið í Reykjavíkurhöfn í nokkur ár og bendir allt til þess að verið sé að breyta honum í sumarbústað eða tómstundabát.

21.12.2012 15:00

Búðafell SU 90 - Elsti stálfiskibátur landsins, sem enn er í rekstri


              363. Búðafell SU 90 © mynd Snorri Snorrason. Umræddur bátur er enn í útgerð og er mynd t.d. af honum í færslunni hér á undan. Hann heitir í dag Maron HU 522 og er gerður út frá Njarðvík

Eftirtaldir bátar eru elstu stálfiskibátarnir hérlendis sem enn eru í útgerð:

1. 363. nú Maron HU 522, frá janúar 1955.
2. 741. nú Grímsey ST 2, frá janúar 1956
3. 530. nú Hafrún HU 12, frá febrúar 1956

Sá 4.  var ekki smiðaður fyrir íslendinga, auk þess sem hann er ekki í útgerð í dag, þó svo að hann sé enn við bryggju. Um er að ræða 91. nú Þóri II SF 177, hann er frá því í júní 1956.

21.12.2012 14:00

Maron, Reynir, Sægrímur og Grímsnes


           Þessir fjórir bátar, eiga það sameiginlegt að þegar myndin var tekin í Njarðvikurhöfn í mars 2009 voru þeir allir gerðir út á netaveiðum af fyrirtækjum tengdum Hólmgrími Sigvaldasyni. Þeir eru f.v. 363. Maron GK 522, 733. Reynir GK 355, 2101. Sægrímur GK 525 og 89. Grímsnes GK 555. Rauðu bátarnir eru enn í útgerð á vegum fyrirtækja Hólmgríms, en Maron er nú með nr. HU 522 og Grímsnesið er BA 555. Reyni hefur verið fargað, en hann spilaði stórt  hlutverk í kvikmyndinni Djúpið, sem Breki VE © mynd Emil Páll

21.12.2012 13:00

Fagriklettur HF 123


               162. Fagriklettur HF 123, síðar Pólaris og hefur verið gerður út frá Noregi við einhverja þjónustu, að ég held © mynd Emil Páll, 1. mars 2009

21.12.2012 12:00

Hvalur 8 RE 388


               117. Hvalur 8  RE 388, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll, 1. mars 2009