Færslur: 2012 Desember

19.12.2012 19:00

Jökull SH 15


                          450. Jökull SH 15, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1992
Bátur þessi bar mörg nöfn, en það fyrsta var Geir KE 1 og það síðasta Eldey GK 74 og lauk ævi sinni á því að vera tættur niður í Njarðvíkurslipp fyrir alls ekki svo löngu.

19.12.2012 18:21

Neskaupstaður: Siver Copenhagen í gær og Svanur í dag

Í gær kom Silver Copenhagen til Neskaupstaðar og losaði bretti og  í morgun kom Svanur að losa stál vegna stækkunar á höfninni. Af því tilefni sendi Bjarni Guðmundsson okkur þessar myndir.

 


                                    Silver Copenhagen, að losa bretti í gær


                Svanur, kom með stál vegna stækkunar á höfninni

  © myndir Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað 18. og 19. des. 2012

 

 

 

19.12.2012 18:00

Bliki SH 35


               423. Bliki SH 35, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum.
Bátur þessi hafði verið keyptur frá Snæfellsnesi og var á leið til nýrrar heimahafnar á Austfjörðum er hann fékk á sig slæmt brot og komst við illan leik inn til Keflavíkur og eins og sjá má á myndinni brotnaði m.a. frammastrið. Ekki fór hann þó lengra heldur dæmdur óviðgerðarhæfur.

19.12.2012 17:00

Binni í Gröf KE 127


               419. Binni í Gröf KE 127, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, um 1980. Bátur þessi var áður þekkt aflaskip Fram GK 328 og eftir þetta nafn sem hann ber hér á myndinni var hann seldur vestur á firði þar sem hann var fékk nafnið Nonni ÍS og fljótlega ónýttur, til að nota rúmmetrana upp í nýtt skip, samkvæmt þáverandi reglum

Af Facebook:

  • Ragnar Rúnar Þorgeirsson Er hugsanlegt að þetta sé Fram sem ég fór á mína fyrstu vertíð í kringum 1967. Hann er allavega mjög líkur honum. Jón Eðvaldsson var skipstjóri þá. Hann drukknaði við krísuvíkurberg þegar trilla sökk undan honum. Blessuð sé minning hans. Þetta var góður kall. Fram var frá Hafnarfirði.

     
    Emil Páll Jónsson Já Ragnar, lesa það sem stendur um bátinn, Þetta er gamli Fram GK 328 eins og stendur í textanum með myndinni.

    Emil Páll Jónsson Það kemur önnur mynd af bátnum síðar í dag og þá sem Fram GK 328
  •  

19.12.2012 16:00

Farsæll GK 162


              402. Farsæll GK 162, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, fyrir mörgum áratugum. Rámar mig í að þetta hafi verið fyrsti báturinn sem bar þessa skráningu, en hvað um það hann er ekki lengur til.

19.12.2012 15:00

Erlingur VE 295


            392. Erlingur VE 295, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 1986. Bátur þessi var keyptur hingað til lands í upphafi og var á leið til sinnar heimahafnar í Garði í sinni fyrstu ferð er hann strandaði á austur á Söndum og björguðu Vestmanneyingar bátnum út og síðan varð hann þeirra. Hann er horfinn sjónum okkar í dag.

19.12.2012 14:00

Þröstur KE 51
                   363. Þröstur KE 51, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, fyrir áratugum síðan

Hér er á ferðinni merkilegur bátur sem er með elstu ef ekki elsti stálfiskibáturinn í dag. Já hann er ennþá til og er í fullri útgerð, undir nafninu Maron HU 522,
GERÐUR ÚT FRÁ NJARÐVÍK.

19.12.2012 13:00

Bjarni KE 23 / Matti KE 123


                                      360. Bjarni KE 23, á leið inn til Sandgerðis


            360. Matti KE 123, í Njarðvíkurslipp. Aftan við hann sést í 623. Júlíu VE 123 og framan við Matta sést í 1294. Sæljóma GK 150 © myndir Emil Páll, fyrir nokkrum áratugum.  Enginn þessara báta er til í dag.

19.12.2012 12:00

Logi GK 121 og Dagfari ÞH 70


             330. Logi GK 121 og 1037. Dagfari ÞH 70, fyrir einhverjum áratugum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll. Hvorugur þessara báta er ennþá til í íslenskum skipastól, en sá litli stendur þó í dag neðan við Fræðasetrið í Sandgerði

19.12.2012 11:00

Hrungnir GK 50


             237. Hrungnir GK 50, í Grindavíkurhöfn, nokkrum dögum áður en það fékk skráninguna Fjölnir SU 57, sem skipið ber ennþá  © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum árum

19.12.2012 10:00

Siggi Sæm og Auðunn


               7481. Siggi Sæm og 2043. Auðunn, við skolpleiðsluna, neðan Pósthússtrætis í Keflavík, í gærmorgun © myndir Emil Páll, 18. des. 2012

19.12.2012 09:00

Sædís Bára GK 88, kominn til sjávar að nýju


                 2829. Sædís Bára GK 88, komin í sjó að nýju eftir yfirbygginguna, í Njarðvik © mynd Emil Páll, í gær, 18. des. 2012

19.12.2012 08:00

Petra ST 20 o.fl. á Hólmavík


         7099. Petra ST 20 o.fl. í Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is og nonni.123.is  17. des. 2012

19.12.2012 07:00

Bella Donna og Vatnslistaverkið


           Bella Donna og listaverkið sem tekur á sig skemmtilegar myndir í frostinu, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is og nonni.123.is  17. des. 2012

19.12.2012 00:00

Sæfari GK 89

Í morgun var tekin út úr húsi hjá Bláfelli, á Ásbrú Sæfari GK 89, sem er nýr bátur af gerðinni  Sómi 870. Þar sem þar með er lokið smíði og frágangi tækja varðandi bátinn, er nú aðeins beðið eftir úttekt Siglingastofnunar og eftir að þeir gefa grænt ljós verður báturinn sjósettur, hvort sem það verður í Grindavík sem er heimahöfn hans eða í Grófinni.

Hér er syrpa sem ég tók í morgun af bátum er hann var dreginn út úr húsi Bláfells.
                      2819. Sæfari GK 89, í morgun © myndir Emil Páll, 18. des. 2012. Maðurinn í kuldajakkanum sem sést á fimm myndanna, ýmist með pípu eða án, er Elías Ingimarsson, forráðamaður Bláfells.