Færslur: 2012 Desember

14.12.2012 11:00

Víkingur SK 78


                7418. Víkingur SK 78, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. des. 2012

14.12.2012 10:00

Andrea


                2787. Andrea, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is  í des. 2012

14.12.2012 09:00

Bergur Vigfús GK 43


                 2746. Bergur Vigfús GK 43, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 10. des. 2012

14.12.2012 08:00

Ebba KE 28, Máni GK 109 og Stakasteinn GK 132


                  2238. Ebba KE 28, 2298. Máni GK 109 og 1971. Stakasteinn GK 132, í Sandgerðishöfn © mynd  Emil Páll, 12.12.12

14.12.2012 07:00

Þrjá smáskot: Kristín, Hásteinn og Ísborg

Þessi þrjú smáskot, tók ég svona út í loftið í Njarðvíkurslipp í gærdag.


                                      © myndir Emil Páll, 13. des. 2012

14.12.2012 00:00

Faxi RE 9: Nótinni spólað í land við Skarfabakka, sú stóra komin um borð og síðan á Ísafirði

Hér kemur smá myndasyrpa frá þeim í Faxagenginu og skiptast myndirnar í þrjá flokka, þó ég sýni þær allar í röð hér. Fyrstu sýna þegar síldarnótinni er spólað í land við Skarfabakka þann 3. des. sl.
Þá koma myndir er sýna stóru nótina vera komna um borð þann sama dag og síðan eru myndir af skipinu við bryggju á Ísafirði nokkrum dögum síðar.
           1742. Faxi  RE 9: Síldarnótinni, spilað í land við Skarfabakka, í Reykjavík, stóra nótin komin um borð þann 3. des. 2012 og skipið við bryggju á Ísafirði þann 5. eða 6. des. 2012 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is

 

13.12.2012 23:00

Gunnar Friðriksson


                 2742. Gunnar Friðriksson, Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  6. des. 2012

13.12.2012 22:16

Svefn skipverja hefur oft valdið strandi

Rúv. is:

 
      Jónína Brynja strandaði í Rekavík í lok síðasta mánaðar.
Frá því um aldamót hafa 27 bátar og skip strandað hér við land, á meðan stjórnendur sváfu á verðinum.Jónína Brynja strandaði í Rekavík í lok síðasta mánaðar. Tveir menn voru um borð, þeir komust naumlega upp í fjöru - þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og mennirnir voru hífðir upp og fluttir til byggða. Báturinn var glænýr, hlaðinn dýrum búnaði og miklu var til kostað að bjarga tækjum úr flakinu sem nú er að hverfa í brimið í Rekavík. Stjórnandi Jónínu Brynju var sofandi við stýrið - það staðfestir Jón Ingólfsson forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa.

Nefndin hefur á undanförnum árum aftur og aftur vakið athygli á þessu vandamáli og ekki að ástæðulausu. Síðan árið 2000 hafa 27 bátar og skip strandað hér við land, vegna þess að stjórnendur sváfu á verðinum. Þeir voru að meðaltali búnir að vaka í næstum heilan sólarhring áður en bátur þeirra strandaði, í einu tilvikinu hafði stjórnandi ekki hvílst í næstum tvo sólarhringa.

Í rannsóknarskýrslum nefndarinnar um þessi óhöpp má sjá endurteknar athugasemdir og ábendingar - að skipverjar þurfi nægilega hvíld, að rekja megi orsök strands til vinnuálags, skipstjóri sofnaði við stjórn bátsins, og það virðist hafa komið oft fyrir að stjórnendur virkjuðu ekki viðvörunarbúnað sem þó er í leiðsögutækjum og dýptarmælum. Það gerðist til dæmis þegar báturinn Pétur Konn strandaði í júlí 2007, nánast á sama stað og Jónína Brynja í nóvember. Í Jónínu var viðvörunarbúnaður heldur ekki í gangi, þótt þar væri nýjasta tækni til staðar.

Eftir því sem næst verður komist fórst enginn eða meiddist alvarlega þegar þessir 27 bátar sigldu upp í land vegna sofandaháttar stjórnenda en eftir mörg þessi óhöpp hafa björgunarsveitir verið kallaðar til, eins og þegar Jónína Brynja strandaði og tjónið hleypur á hundruðum milljóna króna.

13.12.2012 22:00

Kiddi Lár GK 501


                 2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 16. jan. 2010

13.12.2012 21:00

Svalur BA 120


                2701. Svalur BA 120, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum árum

13.12.2012 20:00

Júpiter ÞH 363


             2643. Júpiter ÞH 363, í Reykjavíkurslipp © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is 6. des. 2012

13.12.2012 19:03

Síld veður á land í Kolgrafafirði í gríðarlegu magni

skessuhorn.is:

 

Svo virðist sem í uppsiglingu sé mikið umhverfisslys í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi en í dag hefur gríðarlegt magn af síld hreinlega synt á land og drepist. Samkvæmt lýsingum sjónvarvotta er magn dauðrar síldar nú talið í a.m.k. hundruðum tonna. Ábúendur á Eiði við Kolgrafafjörð áætla að síldarflekkurinn nú síðdegis sé um ferkílómetri að stærð. Starfsmaður Hafró í Ólafsvík hefur í dag unnið við sýnatöku í firðinum. Menn frá Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði voru í gær við dýptarmælingar inni á Kolgrafafirði og urðu varir við gríðarlegt magn af síld. Eftir mælingar þeirra og vísindamanna í fyrravetur á magni síldar þá inni á firðinum, áætlaði Hafró að 285 þúsund tonn hefðu verið inni í firðinum þá. Runólfur Guðmundsson hjá GRun áætlar að nú, og ítrekar að hann styðjist við sjónmat sitt, hafi magnið nú verið meira ef eitthvað er þannig að gera megi ráð fyrir að á fjórða hundrað þúsund tonna af síld séu í Kolgrafafirði. Þessi síld gæti allt eins öll verið að drepast.

Af Facebook:

Jón Þorsteinsson hvað gerir hafró núna ??

13.12.2012 19:00

Sturla Halldórsson


             2642. Sturla Halldórsson, Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  í des. 2012

13.12.2012 18:59

Hnúfubakar gerir sjómönnum lífið leitt

mbl.is:

Hnúfubakur. stækkaHnúfubakur. Af vef Hafró

„Það er búin að vera óhemju netavinna í þessari veiðiferð. Rifið í svo til hverju kasti og nánast alltaf vegna þess að hvalir höfðu lent í nótinni,“ segir Halldór Jónasson, annar stýrimaður á Lundey NS, en skipið er nú á leið til Vopnafjarðar með um 650 tonn af loðnu eftir langa og stranga veiðiferð.

Hnúfubakavöður á loðnumiðunum norður af Vestfjörðum hafa gert sjómönnum lífið leitt síðustu dagana en sennilega hafa fáir farið jafn illa út úr ágangi hvalanna og áhöfnin á Lundey, segir í frétt á vef HB Granda.

Að sögn Halldórs rifnaði nótin a.m.k. fjórum til fimm sinnum vegna þess að hnúfubakar, sem voru að eltast við loðnu, lentu inni í henni þegar kastað var. Erfitt er að forðast hvalina því loðnan hefur aðeins gefið sig til á meðan myrkurs nýtur.

„Menn verða ekkert varir við þetta fyrr en nótin er að lokast. Þá heyrir maður blásturinn í hnúfubökunum og síðan láta þeir sig vaða út og rífa allt í hengla. Ef við vorum svo heppnir að fá ekki hval í nótina þá komu þeir stundum utan á pokann. Sennilega hefur forvitnin ein búið þar að baki,“ sagði Halldór sem býst við því að Lundey komi til hafnar á Vopnafirði seinni hluta nætur eða snemma í fyrramálið.

13.12.2012 18:00

Daðey GK 777, bíður afhendingar


                 2617. Daðey GK 777, bíður eftir afhendingu sem nýr bátur, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll í febrúar 2004