Færslur: 2012 Desember

20.12.2012 15:00

Bláfell


                 29. Bláfell © mynd Snorri Snorrason. Þetta skip endaði sinn tíma með að vera rifið í spað í Daníelsslipp í Reykjavík

20.12.2012 14:00

Árvakur


                                       16. Árvakur © mynd Snorri Snorrason

20.12.2012 13:00

Akraborg EA 50


                               3. Akraborg EA 50 © mynd Snorri Snorrason

20.12.2012 12:00

Búddi KE 9
                   13. Búddi KE 9, á þeirri neðri út af Njarðvik, en á Stakksfirði á þeirri efri © myndir Emil Páll í janúar 2009. Í dag er þetta Happasæll KE 94 og er eina skipið sem eftir er af 101 tonna bátunum sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Brandenburg, í Þýskalandi 1961

20.12.2012 11:00

Forester
                                  Forester, í Rendsburg, Þýskalandi, 26. júní 2012


                                            Forester, í Hollandi, 28. júní 2012
                                 Forester, á Kiel, Þýskalandi, 30. júní 2012

                                 © myndir shipspotting, Aleksi Lindström

20.12.2012 10:00

Páll Jónsson GK 7 og Fjölnir SU 57


             1030. Páll Jónsson GK 7 og 237. Fjölnir SU 57, í Grindavíkurhöfn © mynd Guðni Ölversson, 15. des. 2012

20.12.2012 09:00

Arnarfell


               Arnarfell, í Cuxhaven © mynd shipspotting, Geolf Drebeg, 24. maí 2012

20.12.2012 08:00

Raggi Gísla SI 73


                2594. Raggi Gísla SI 73, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 18. des. 2012

20.12.2012 07:00

Múlaberg SI 22


               1281. Múlaberg SI 22, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 18. des. 2012

20.12.2012 00:00

Grímsey ST 2 , myndasmiðurinn o.fl.


             741. Grímsey ST 2, myndasmiðurinn o.fl. © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, 1. til 4. okt. 2012

 

19.12.2012 23:00

Hafbjörg SH 37


               517. Hafbjörg SH 37, þar sem hann rak á land við Kvíós, í Grundarfirði © mynd Emil Páll, 1974 eða 1975

19.12.2012 22:00

Gunnar Hámundarson GK 357


                500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn, © mynd Emil Páll, 2008. Bátur þessi hefur alltaf borið sama nafn og númer, eða frá því að hann var smíðaður í Njarðvík árið 1954. Hefur hann undanfarin ár verið við bryggju ýmist í Keflavík eða Njarðvik, þar sem hann er nú. Einu breytingarnar sem gerðar hafa verið á honum frá upphafi eru að skipt var um stýrishús og settur á hann hvalbakur.

19.12.2012 21:00

Happasæll KE 94


            475. Happasæll KE 94 © mynd Heimir Stígsson. Saga bátsins var sögð í stórum dráttum hér á síðunni fyrir alls ekki svo löngu síðan, sennilega meira segja í þessum mánuði.

19.12.2012 20:00

Hafnarey SF 36


            469. Hafnarey SF 36, komin til Keflavíkur þar sem reyna átti að endurbyggja bátinn, eftir alvarlega ákeyrslu í Hornafjarðarhöfn, þar sem togarinn Þórhallur Daníelsson sigldi bátinn niður. Ekkert varð þó úr endurbyggingunni og báturinn því benndur © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum

19.12.2012 19:57

Fækkun veiðidaga og mikið óselt af grásleppuhrognum

skessuhorn.is:


Landssamband smábátaeiganda hefur beint þeim tilmælum til atvinnu- og nýsköpunarráðherra að veiðidögum á grásleppu verði fækkað í 35 á næsta ári, en þeir voru 50 á síðustu vertíð. Þetta gerir LS vegna sölutregðu á grásleppuhrognum, en enn eru óseld í landinu 30% af hrognum frá síðustu vertíð með tilheyrandi tekjutapi fyrir grásleppusjómenn, sem einnig þurfa að borga geymslugjald vegna óseldra afurða. LS, með liðsinni íslenskra stjórnvalda, hafa óskað eftir því við Grænlendinga að þeir dragi einnig úr sínum veiðum til að koma á jafnvægi á heimsmarkaði með grásleppuhrogn. Þessar tvær þjóðir veiða langmest ásamt Kanadamönnum og Norðmönnum.

 

 

 

 

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, segir að mjög alvarleg staða blasi við grásleppusjómönnum, með mikið magn í óseldum birgðum. Óseld hrogn séu að verðmæti 500-700 milljónir eftir því hvort miðað sé við útflutningaverðmæti síðasta árs eða lægsta verð á síðustu vertíðar. Örn segir að ef ekki seljist verulegt magn birgða í ársbyrjun blasi við alvarleg staða hjá grásleppubændum sem sitji uppi með kostnað frá síðustu vertíð, en margir þeirra hafi sínar aðaltekjur af grásleppuveiðum. Örn telur að margir muni ekki fara til veiða næsta vor með óseldar birgðir og ljóst að bátum muni fækka verulega á grásleppuveiðum, en 340 bátar voru gerðir út til veiða á síðustu vertíð. „Það er íhugunarefni hvort yfir höfuð eigi að hefja næstu vertíð fyrr en allt er selt,“ segir Örn. Aðspurður sagði hann að hlutfallslega væri minna óselt af hrognum frá útgerðarstöðum á Vesturlandi, en fyrir norðan og austan.

 

Atvinnu- og nýsköpunarráðherra hefur gefið það út í viðræðum við hagsmunaaðila að ekki sé einungis þörf á að fækka veiðidögum á grásleppu vegna sölutregðunnar heldur einnig vegna ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar, sem leggur til að aðeins verði veitt í 3.500 tunnur á næstu vertíð, en á síðustu vertíð voru þær 12.200. Hafró segir m.a. vísitölu grásleppu og rauðmaga hafa lækkað verulega síðustu ár.