Færslur: 2012 Desember

15.12.2012 00:00

Brasið við Anítu KE fyrir 2 og hálfu ári

Þessi færsla birtist í júlí 2010 og því er hún nú endurbirt,

 

11.07.2010 00:00

Rennt í strand

Hér áður fyrr þekktist það oft að renna bátum á land, upp í króknum eins og það var kallað í Keflavíkurhöfn og láta síðan fjara undan þeim og nota þá tækifærið til að lagfæra eitthvað sem að var. Því var Anítu KE 399 rennt upp í krókinn á flóðinu, en til þess þurfti frekar að draga eða þrýsta á með mannsafli.
Ástæðan fyrir því að látið var fjara undan bátnum með þessum hætti var að orðið hefur vart við einhvern leka að aftan til að á að athuga hvort hægt verði að gera við hann þarna í fjörunni. Tók ég þessa myndasyrpu við það tækifæri og sjást þarna að auki hjálparmenn af öðrum bátum sem komu að verkinu, ásamt áhöfninni. Þessir hjálpar menn eru Þorgrímur Ómar Tavsen á Sægrími GK og Þorgils Þorgilsson á Röstinni GK.


   399. Aníta KE 399 og brasið við að koma henni upp í krókinn í Keflavíkurhöfn, sem stafaði m.a. af því að menn voru ekki nægjanlega þolinmóðir að bíða eftir fullri flóðhæð
                                 © myndir Emil Páll. 10. júlí 2010


 

14.12.2012 23:22

Báturinn Kári losnaði af strandstað í morgun

                1761. Kári AK 33, í fjörunni fyrir neðan slippinn í dag, þar sem botninn var skoðaður © mynd Jón Páll Ásgeirsson
 
Báturinn Kári AK, sem strandaði við Hvammsvík í Hvalfirði upp úr klukkan sex í gærkvöldi, losnaði af strandstað laust fyrir klukkan sex í morgun.

Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.

Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.
 
Af Facebook:
 
Tómas J. Knútsson mér finnst hann líkur honum Tuma sem við notuðum í fiskeldinu forðum daga
 
Emil Páll Jónsson Þetta er þó ekki hann, því Tumi fór til Færeyja héðan. Þessi var gerður út frá Sandgerði um tíma sem Kári GK.
 
Sigurbrandur Jakobsson Er ekki þessi úr Stálvík
Emil Páll Jónsson Jú Sigurbrandur, hann var smíðaður í Stálvík
 
 
 
 
 

14.12.2012 23:00

Már


              Már, frá Njarðvík, við bryggju í Höfnum © mynd Emil Páll, 15, júní 2011

 

Af Facebook:

Magnús Bergmann Magnússon einn sá fallegasti

14.12.2012 22:00

Gunnbjörn ÍS 302


                1327. Gunnbjörn ÍS 302, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í des. 2012

14.12.2012 21:00

Draupnir BA 40


                  6065. Draupnir BA 40, í Byggðasafninu á Akranesi © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

14.12.2012 20:00

Tveir gamlir á Ströndum


               Tveir gamlir á Ströndum © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í sept. 2012

14.12.2012 19:24

Vöttur bíður eftir stóru flutningaskipi

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað í dag: Tók tvær myndir af Vetti núna áðan en hann er að bíða eftir stóru frystiskipi sem kemur snemma í fyrramálið. Kv Bjarni G.

 

                2734. Vöttur, bíður eftir stóru frystiskipi © myndir Bjarni Guðmundsson, 14. des. 2012

14.12.2012 19:00

Saga ex Axel

Flutningaskipið Axel, sigldi mikið í kring um landið og út fyrir það hin síðari ár, en svo komst útgerðin í þrot og að endingu fór skipið erlendis og fékk nafnið Saga, en hvort sömu eigendur eru áfram, veit ég ekki, en það er þó sagt í eigu Dreggs, en það var nafnið á útgerð þess áður og eins og var með Axel er það skráð í Tórshavn í Færeyjum.


               Saga ex Axel © mynd shipspotting, Marcel & Roud Coster, 26. nóv. 2012

14.12.2012 18:00

Nordkinn ex Storfoss


             Nordkinn ex Storfoss, skráður i Færeyjum, en eigandinn er í Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen, 16. júní 2012

14.12.2012 17:00

Mariane Danielsen / Mayland / Lupus (strandaði við Grindavík fyrir mörgum árum)

Mariane Danielsen, sem strandaði við Grindavík á sínum tíma og Lyngholt hf í Vogum og Tómas Knútsson björguðu út - síðar Sun Trader - Maylin og nú Lupus frá Panama


                        Mariane Danielsen © mynd shipspotting, Capt. Jan Melehis


                        Mariane Danielsen, á Huberfljóti © mynd shipspotting, PWR


                       Mariane Danielsen, við England © mynd shipspotting, PWR


            Mayland ex Mariane Danielsen © mynd shipspotting, William Freeman, 2005


                Lupas ex ex Mayland ex Mariane Danielsen © mynd shipspotting, Capt. Ted, 21. feb. 2011


                Lupas ex ex Mayland ex Mariane Danielsen, á leið til Havanna á Kúpu © mynd shipspotting, Capt. Ted, 20. apríl 2011

14.12.2012 16:00

Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði


              155. Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í des. 2012

14.12.2012 15:00

Jón Kjartansson SU 111 og Lundey NS 14, á Ísafirði


                1525. Jón Kjartansson SU 111 og 155. Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  í des. 2012

14.12.2012 14:00

Bella Donna


                  Skútan Bella Donna, sem er með vetrarsetu á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  10. des. 2012

14.12.2012 13:00

Sérkennilegt skip - Barents Ocean


                 Barents Ocean, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen, 21. sept. 2012. Skip þetta er 14,9 metra langt og 13.00 metra breitt.

14.12.2012 12:00

Helga RE 49, í Helguvík

Þessa myndasyrpu tók ég af skipinu þegar það kom óvænt inn í Helguvík og stoppaði þar í ca. 5 mínútur.


                     2749. Helga RE 49, í Helguvík © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010