Færslur: 2012 Desember

03.12.2012 20:00

Alina N-34-V


              Alina N-34-V, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. okt. 2012

03.12.2012 19:00

Sædís NK 25


                  7537. Sædís NK 25 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 6. ágúst 2012

03.12.2012 18:00

Heimaey VE 1


              2812. Heimaey VE 1 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 22. ágúst 2012

03.12.2012 17:00

Þór


               2769. Þór, í Hafnarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  1. des. 2012

03.12.2012 16:00

Östanger ex Háberg EA 299


              Östanger ex 2654. Háberg EA 299, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 2. okt. 2012

03.12.2012 15:00

Huginn og varðskipið Þór í Hafnarfirði


               2411. Huginn VE 55 og 2769. Þór, í Hafnarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  1. des. 2012

03.12.2012 13:00

Huginn VE 55


                2411. Huginn VE 55, í Hafnarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  1. des. 2012

03.12.2012 12:00

Vilhelm Þorsteinsson EA 11
             2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © myndir shipspotting, frode adolfsen, 6. ágúst 2012

03.12.2012 11:35

Klæddust flotgöllum til öryggis

visir.is

Skipið kom nýtt til landsins jólin 2010 og hefur reynst afar vel. mynd/óskar friðriksson
Skipið kom nýtt til landsins jólin 2010 og hefur reynst afar vel. mynd/óskar friðriksson

Um 30 gráða slagsíða kom á Þórunni Sveinsdóttur VE þegar verið var að hífa veiðarfæri skipsins úr festu út af Vestfjörðum. Lítil hætta er talin hafa verið á ferðum en talsverð bræla var á miðunum þegar atvikið átti sér stað. Skipverjar höfðu þó varann á og klæddust flotgöllum til öryggis, eins og Slysavarnaskóli sjómanna leggur áherslu á að sé gert.

Eyjafréttir segja frá þessu en í viðtali við miðilinn segir Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður Þórunnar, að enginn sjór hafi komist í skipið og hvorki skip né áhöfn hafi verið í hættu.
Verið var að toga í 25 metra vindi þegar trollið festist á um 40 faðma dýpi. Þegar reynt var að losa trollið sló togspilum út og bremsur festust. Um leið kom sjór inn á skipið og það hallaðist um 30 gráður, segir í frétt Eyjafrétta.
 

03.12.2012 11:00

Buagutt M-61-F ex Ramona ÍS 190


                 Buagutt M-61-F ex 1900. Ramona ÍS 190, Brynhildur SH, Brynhildur KE, Ellen Sig GK, Gullfaxi ÓF og Gullfaxi NK © mynd shipspotting, frode adolfsen, 8. apríl 2011


                 Buagutt M-61-F ex 1900. Ramona ÍS 190, Brynhildur SH, Brynhildur KE, Ellen Sig GK, Gullfaxi ÓF og Gullfaxi NK, í Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. mars 2012

03.12.2012 10:45

Jónína Brynja ÍS 55

mbl.is:

Björgun skilaði 25-30 milljónum

Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Myndin var tekin um miðja síðustu viku.stækka

Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Myndin var tekin um miðja síðustu viku. mbl.is/Reimar

Guðbjartur Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs, sem átti fiskibátinn Jónínu Brynju, telur að tekist hafi að bjarga verðmætum úr bátnum fyrir 25-30 milljónir. Hann segir að tjón vegna strands bátsins sé því nálægt 100 milljónum.

Jónína Brynja strandaði við Straumnes fyrir rúmri viku. Tveir menn, sem voru um borð, björguðust. Báturinn var aðeins nokkurra vikna gamall, en hann kostaði 132 milljónir.

Guðbjartur segir að tekist hafi að bjarga talsvert af búnaði úr bátnum. Hann segist ekki vitna nákvæmlega verðmæti búnaðarins, en giskar á 35-30 milljónir.

Ekkert hefur verið hægt að huga að flaki bátsins síðan á miðvikudag, en vont veður hefur fyrir vestan síðustu daga og ekki hægt að komast upp í fjöru við Straumnes. Guðbjartur segist ekki eiga von á að hægt verði að bjarga meiru úr bátnum úr þessu.

Útgerðin hefur þegar undirbúið kaup á nýjum bát sömu gerðar. Guðbjartur segir að ekki sé búið að skrifa undir kaupsamning, en vonast eftir að það verði gert fljótlega. Hann segir að byggja verði bátinn frá grunni. Það taki 6-10 mánuði að smíða svona skip.

03.12.2012 10:42

Skipavernd

mbl.is

Blátindur ber hið sérstaka lag Vestmannaeyjabátanna. Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og ... stækkaBlátindur ber hið sérstaka lag Vestmannaeyjabátanna. Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og var 45 tonn. Hönnuður og yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. mbl.is

„Tréskip fúna í naustum, það er vitað. Slíkt gerist ef tréskip eru höfð á landi svo árum skiptir. Sorglegasta dæmið hér á landi er efalaust kútter Sigurfari á Akranesi. Hann er allt að því ónýtur, segir Þorsteinn Pétursson (Steini Pé), áhugamaður um varðveislu gamalla skipa, í grein í Morgunblaðinu í dag. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax, segir Steini, mun skammt þess að bíða að Sigurfari verði aðeins sögubrot íslenskrar útgerðarsögu.

Þorsteinn Segir m.a. í grein sinni: „Hugsum í áratugum, ekki í árum. Þannig mætti áætla að það tæki jafnvel áratugi að gera upp sum þessara tréskipa. Þeim verði komið til Slippsins sem myndi gera þau geymsluhæf og vernda frá frekara tjóni. Síðan yrði unnið eftir framlögum hvers árs við viðgerðir og endurnýjun. Sem dæmi mætti gera Maríu Júlíu upp á tíu til fimmtán árum og Blátind á fimm árum. Þessi skip mundu síðan fara til sinna heimahafna og fá þar hlutverk við hæfi“.

Brennum ekki fleiri báta eða skip, tökum höndum saman, okkur öllum til velfarnaðar og sóma eru lokaorð Þorsteins Péturssonar.

03.12.2012 10:00

Lysnes T345 LK og N-45-A ex Geiri Péturs ÞH 344


                 Lysnes T345 LK ex 1825. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2003


              Lysnes N-45-A ex Lysnes T345 LK ex 1825. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 24. sept 2012

03.12.2012 09:00

Erika GR 18-119 í Reykjavíkurslipp


             Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur og Hákon, í slippnum í Reykjavík © mynd Faxagengið, 1. des. 2012

03.12.2012 08:00

Bjartur NK 121


               1278. Bjartur NK 121 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 6. ágúst 2012