Færslur: 2012 Desember

25.12.2012 21:12

Aukið -öryggi sæfarenda

 

Aukið öryggi sæfarenda
Aukið öryggi sæfarenda

Grindavíkurhöfn er ein af öflugri höfnum landsins sem hefur alla burði til þess að vera í allra fremstu röð. Margir aðilar hafa hagsmuna að gæta þegar kemur að starfsemi hafnarinnar því hún er lífæð
bæjarfélagsins. Í sumar var ráðist í að dýpka rennu í innsiglingu og innan hafnar var dýpkað og þannig hægt að taka á móti stærri skipum en áður. Jóhann Þór Sigurðsson tæknifræðingur hjá Siglingastofnun sem hefur haft umsjón með framkvæmdum Grindavíkurhafnar, segir höfnina upphaf og endir alls í Grindavík.

„Án hafnarinnar væri engin grundvöllur fyrir búsetu. Nær öll fyrirtæki og öll atvinnustarfsemi tengist höfninni beint eða óbeint. Fiskiskip og fiskveiðar hafa þróast með árunum og höfnin verður að gera það líka til að geta boðið nauðsynlega og samkeppnishæfa þjónustu. Einnig hafa fiskiskip stækkað sem kallar á aukið dýpi og rýmri snúningssvæði innan hafnarinnar. Eftir dýpkun í rennu og innan hafnar er hægt að taka á móti stærri skipum en áður," segir Jóhann.

Styrkleikar Grindavíkurhafnar eru miklir. Höfnin er öruggari eftir miklar framkvæmdir við innsiglinguna undanfarna áratugi og hér er góð þjónusta og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Tækifæri liggja í því að efla almenna löndunarþjónustu t.d. með því að stofna sérstakt fyrirtæki um slíka þjónustu. Veikleikar liggja í ímynd innsiglingarinnar sem þótti viðsjárverð á sínum tíma en öryggi og þjónusta einkenna nú Grindavíkuhöfn.

„Sterkur hliðarvindur er erfiðastur fyrir skipstjórnarmenn þegar siglt er inn til Grindavíkur, með breikkun rennunar höfum við gefið skipstjórnarmönnum meira svigrúm til að takast á við hliðarvind og aukið þannig öryggi sæfarenda," segir Jóhann um dýpkunarframkvæmdirnar í sumar.

Hann segir að staða Grindavíkurhafnar sé með miklum ágætum. Langt er komið með viðhaldsvinnu á Kvíabryggju sem ætti að lengja líftíma hennar um 10-15 ár. Til þess að gera eru nýir viðlegukantar við Norðurgarð og Suðurgarð. Næsta stóra verkefni sem þarf að fara í er Miðgarður.

Hjá hafnarstjórn liggur fyrir það verkefni að blása til sóknar með öflugri markaðsherferð til að kynna höfnina á markvissan hátt til þess að fá hingað fleiri skip og þar með auka tekjur hafnarinnar. Jafnframt þarf að bæta löndunarþjónustu og er þegar farið að undirbúa það.

(Greinin er úr Járngerði, fréttabréfi Grindavík

25.12.2012 19:00

Arney HU 36


                     2690. Arney HU 36, í Hafnarfirði © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 23. des. 2012.  Í morgun birti ég fleiri myndir af bátnum og sagði frá þeim nöfnum sem hann hefur borið.

25.12.2012 18:00

Azove


                     Azova, í Latvia © mynd shipspotting, 3X 21. júli 2008

25.12.2012 17:00

Birta VE 8 og Geir goði RE 245

                   1430. Birta VE 8 og 1115. Geir goði RE 245, í Hafnarfirði © mynd Guðni Ölversson, í des. 2012

25.12.2012 16:00

Ágúst GK 95


                     1401. Ágúst GK 95, í Reykjavíkurhöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður  Bergþórsson, 22. júlí 2012

25.12.2012 15:00

Stormur SH 177


                 1321. Stormur SH 177, í Hafnarfirði © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 25. des. 2012

25.12.2012 14:00

Oddgeir EA 600, Sigurpáll GK 36 og Farsæll GK 162


                   1039. Oddgeir EA 600, 2150. Sigurpáll GK 36 og 1636. Farsæll GK 162, í Grindavíkurhöfn © mynd Guðni Ölversson, 17. des. 2012

25.12.2012 13:00

Icebeam ex Sæfari


                  Icebeam ex 2063. Sæfari, í Haugasundi, Noregi © mynd shipspotting, Tore Hettervik 21. nóv. 2012. Eins og sést á þessari mynd í samanburði við myndina af honum sem Sæfara hefur skipið verið mikið breytt. Sæfaranafnið bar það frá 1990 til 2008 að það var selt út og heimahöfn þess er nú í Svíþjóð

 

                  Icebeam ex 2063. Sæfari, í Rensburg, Þýskalandi © mynd shipspotting, Aleksi Landström, 10. ágúst 2012

 

                   2063. Sæfari, í Gotnburg © mynd shipspotting, Lennart Rydberg, 13. sept. 2008

25.12.2012 12:00

Hoffell SU 80 í jóla. jóla hvað


                  2345. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason, í des. 2012

 

AF Facebook:

Guðmundur Jón Hafsteinsson Fjallabróðir Í Jólastoppi.

25.12.2012 11:00

Sævar KE 5


                     1587. Sævar KE 5, í jólabúningi, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 22. des. 2012

25.12.2012 10:00

Arney HU 36 ex Hrólfur HF 645 ex ÍS 145 ex Hrólfur Einarsson ÍS


                              2690. Arney HU 36 í Hafnafjarðarhöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 22. des. 2012


                           2690. Arney HU 36, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 24. des. 2012

Bátur þessi hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og þegar nýr bátur kom í hans stað fékk hann nafnið Hrólfur ÍS 145 og í haust var hann skráður Hrólfur HF 645, en er nú kominn með nafnið Arney HU 36

25.12.2012 09:00

Ambassador


                    2848. Ambassador, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2012

Bátur þessi kom hingað til landsins fyrir miðjan desember sl. og sagði ég fyrst frá honum er hann var að sigla fram hjá Sandgerði á leið sinni til Reykjavíkur. Eigandi bátsins er Vignir Sigursveinsson sem oft hefur verið kenndur við Eldingu og fleiri. En hugmyndin er að gera hann út á hvalaskoðun frá Akureyri.

Báturinn var keyptur frá Svíþjóð og smíðaður í Þýskalandi árið 1941 og er því 41 árs. Hann er 28.12 metra langur og 4.70 á breidd, með 633 kw vél.

Spurningar sem vakna eru auðvitað þær af hverju hann er án nokkra merkinga, er hann kannski of gamall til að fá innflutningsleyfi hingað til lands. Fyrst var eina merkingin íslenski fáninn, en nú er hann heldur ekki lengur uppi. Ég man að hér áður fyrr var tekið strangt á því ef togarar sem seldir voru erlendum skipasmiðjum og voru orðnir 25 ára gamlir, fengu ekki skráningu hingað til lands aftur nema Alþingi veitti undanþágu. Trúlega gilda þær reglur nú og því er hann settur þarna fyrir aftan hafsögu- og dráttarbáta Reykjavíkurhafnar.

25.12.2012 00:00

Akranes að morgni aðfangadags jóla 2012

Sigurbrandur Jakobsson: Það ríkir hálfgerð útfararstemming hjá skipunum hérna á Skaganum ég á í annari tölvu mynd sem ég tók fyrir 2-4 árum síðan og allur flotinn vel skreyttur en nú skreyta bara trillukarlar en trillan með seríuna er 7150. Stapavík AK 8 og í forgrunni 7691. Viðvík SH 119 en eigandi hennar býr á Akranesi en er frá Hellissandi, svo eru þarna vitarnir á Breiðinni. Horft yfir til Reykjavíkur og svo skipin 155. Lundey NS 14, 2287. Bjarni Ólafsson AK 70 og svo að sjálfsögðu trillan hans Hanna frá Lögbergi 6976. Leifi AK 2
 


                               7691. Viðvík SH 119, 7150. Stapavík AK 8 o.fl.


                                            6976. Leifi AK 2


                                2630. Signý HU 13 o.fl.


                                                1794. Sæli AK 173


                                              1236. Steinunn AK 36


                                         2287. Bjarni Ólafsson AK 70

 


                                               155. Lundey NS 14


                            1483. Skeiðfaxi, 220. Víkingur AK 100 o.fl.


                                        1483. Skeiðfaxi


                                                 Á Breiðinni

                                              

                                                          Á Breiðinni


                                                   Séð yfir til Reykjavíkur

        © myndir og texti: Sigurbrandur Jakobsson, á aðfangadag jóla, 24. des. 2012

24.12.2012 12:00

Jólahátíðin

Í tilefni af jólahátíðinni, geri ég nú smá hlé a.m.k. fram á morgundaginn, en fullur kraftur kemur ekki aftur fyrr en á 3. í jólum. Hér birti ég þó smá jólasyrpu sem er skipt niður í nokkra flokka.


                           Gulli heitinn Karls, á Voninni KE 2

Hef ég leikinn með því að minnast míns gamla vinar, hans Gulla á Voninni, eða Gunnlaugs Karlssonar eins og hann hét fullu nafni, en milli okkar var alltaf ákveðinn kærleikur. Það er því tilvalið að birta hér tvær myndir af stórri mynd sem hann hafði á húsi sínu og kveikti  á um jólin.


                                       Svona leit myndin út að degi til


                            Þegar fór að rökkva var hún svona © myndir Emil Páll

                                                  Húsavík
                       © Þessar myndir tók Svafar Gestsson á Húsavík, 28. des. 2011

                                          Baldur KE 97


                             311. Baldur KE 97, í Grófinni © mynd Emil Páll, 2008

                                                   Jólakveðja

 Sendi öllum lesendum síðunnar og sérstaklega þeim sem hafa aðstoðað mig með ýmsum hætti eða átt samskipti við mig varðandi síðuna
                  
                                                Bestu jólakveðjur

                                                Kær kveðja
                                                                         Emil Páll

                                     ----
Að gefnu tilefni bendi ég þeim á sem vilja hafa samband við mig eða koma með einhverjar ábendingar á síðuna, að senda mér póst á epj@epj.is eða á Facebook.

 

24.12.2012 11:00

Týr í jólabúningi í Húsavíkurhöfn


                  1421. Týr í jólabúningi í Húsavíkurhöfn © mynd Landhelgisgæslan, Þorgeir Baldursson í des. 2012