Færslur: 2012 Desember
18.12.2012 23:00
Dröfn BA 62 og Guðbjörg RE 21

325. Dröfn BA 62, utan á 1201. Guðbjörgu RE 21, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1983
18.12.2012 22:00
Baldur KE 97

311. Baldur KE 97, hífður upp í Keflavíkurhöfn, því nú skal varðveita bátinn © mynd Emil Páll, á ágúst 2003

Hér er ekið með bátinn niður Básveginn, í Keflavík á leið sinni út í Gróf

311. Baldur KE 97, á stæði sínu í Grófinni, Keflavík, 2008 © myndir Emil Páll
18.12.2012 21:00
Þorsteinn Gíslason GK 2

288. Þorsteinn Gíslason GK 2, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2008
Bátur þessi er ennþá til og heitir í dag Jökull SK 16
Af Facebook:
Símon Már Sturluson Maður fékk alltaf humarsmakk frá þessum bát í þá gömlu góðu
18.12.2012 20:00
Jarl KE 31 / Margrét HF 20

259. Jarl KE 31, á sjómannadag í Keflavík, á áttunda áratug síðustu aldar

259. Margrét HF 20, í Sandgerði, fyrir einhverjum árum © myndir Emil Páll
Þetta skip er enn í útgerð hérlendis og ber í dag nafnið Jökull ÞH 259
18.12.2012 19:00
Sæunn GK 220

247. Sæunn GK 220 í Sandgerði fyrir einhverjum áratugum © mynd Emil Páll. Skipið var selt úr landi til Finnlands fyrir tugum ára, en sökk fljótlega eftir þá sölu.
18.12.2012 18:00
Örvar II SH 177 / Kristbjörg HF 177

239. Örvar II SH 177, í Sandgerði, 2008

239. Kristbjörg HF 177, í Sandgerði, 2008 © myndir Emil Páll
Skip þetta bar nú síðast sama nafn en númerið ÍS 177 og samkvæmt fréttum er búið að selja það erlendis, en ég veit ekki hvort það sé farið.
18.12.2012 17:00
Katrín VE 47

236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, einhvern tímann í kringum 1980. Skip þetta er farið í pottinn, en einmitt nú fyrir nokkrum dögum birti ég myndir af því er verið var að undirbúa hinstu ferð þess yfir hafið, en þá hét það Haukur EA 76 og dró Siggi Þorsteins ÍS 123 skipið út frá Njarðvik
18.12.2012 16:00
Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100, Akranesi © mynd Emil Páll, 2008. Skip þetta hefur alltaf borið sama nafnið og númerið, en það var smíðað fyrir Akurnesinga í Þýskalandi árið 1960, sem botnvörpungur og var síðan yfirbyggt og endurbyggt og gert af uppsjávarveiðiskipi.
18.12.2012 15:00
Fönix KE 111 og Árni Geir KE 74

177. Fönix KE 111 og 89. Árni Geir KE 74 © mynd Emil Páll, fyrir tugum ára. Þessir bátar eru báðir ennþá til og eru í dag: 177. Fönix ST 177 og 89. Grímsnes BA 555
18.12.2012 14:00
Birta Dís VE 35

7144. Birta Dís VE 35, í Vestmannaeyjum © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson
18.12.2012 13:00
Hlýri VE 305

5875. Hlýri VE 305, í Vestmannaeyjum © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson
18.12.2012 12:00
Nótabáturinn Hugoybas

Nótabáturinn Hugoybas, speglast í Langavogi í morgunkyrrðinni © mynd Svafar Gestsson, í des. 2012
18.12.2012 11:00
Hamraborg GK 35

1436. Hamraborg GK 35, á Ísafirði © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, ljósm.: Þorsteinn Sigurðsson, 1984
18.12.2012 10:00
Sólrauðar myndir teknar við Steingrímsfjörð


Sólrauðar myndir, teknar við Steingrímsfjörð © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 15. des. 2012
18.12.2012 09:00
Þrjá frá Púka Vestfjörð



Þar sem engin nöfn eða annað fylgir með, kemur ekkert slíkt
© myndir Púki Vestfjörð
